Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 hefur því ekki komið að notum fyrir skipbrotsmenn á mb. Jóni Hákoni, þó búnaðurinn hafi virkað að öllu leyti eðlilega. Skotgálginn á Jóni Hákoni Komum þá að losunar- og sjósetn- ingarbúnaðinum (skotgálganum) sem er um borð í mb. Jóni Hákoni . Eins og áður segir var mb. Jón Hákon með einn skotgálga sem skýtur gúmmíbjörgunarbát út með því að taka í handföng inni í stýrishúsi og einnig á hann að skjóta gúmmíbátnum sjálfvirkt út á þriggja til fjögurra metra dýpi ef ekki er tími til að sjósetja hann áður en skipið sekkur. Hann á líka að blása sjálfkrafa upp þar sem hann er gálgatengdur. Þetta hefði Olsengálginn á mb. Jóni Hákoni átt að gera í umræddu slysi. Það er staðfest með neðansjármynd að búnaðurinn virkaði ekki, og því sat gúmmíbáturinn fastur í gálganum. En hefði hann komið að notum ef hann hefði virkað eðlilega? Ekki er víst að hann hefði skilað gúmmíbátnum upp á yfirborð sjávar þegar skipið er alveg á hvolfi. Staðsetning skiptir öllu máli Þá komum við að staðsetningu þessara tækja um borð í fiskiskipum almennt. Í reglugerð nr. 122/2004, 34. regla en þar segir m.a.: „Losunar- og sjósetningarbúnaður skal staðsettur þannig að hann sé vel aðgengilegur til notkunar, eftirlits og viðhalds. Ekkert sem snýr að uppsetningu eða staðsetn- ingu búnaðarins skal hindra þá virkni búnaðarins að hann geti sjósett björgunarfleka (gúmmíbát) þó skipið hafi allt að 10° stafnhalla á hvorn veginn og allt að 20° slagsíðu til hvorar hliðar. Enn fremur skal vera hægt að sjósetja björgunarflekann með handafli.“ Þarna eru ekki miklar kröfur gerðar, eða aðeins 20° halli sem er ekki mikill halli á skipi sem er í neyð, og miðað við þessar reglur nýtist búnaðurinn illa og í mörgum tilfellum alls ekki. Það á t.d. við þegar skip eru á hvolfi eða á hliðinni. Þetta eru líka mun minni kröfur en losunar- og sjósetningar- búnaðurinn er hannaður fyrir. Kem að því síðar í þessari grein. Miðað við myndir af mb. Jóni Hákoni sýnist mér losunar- og sjósetningarbúnaðurinn vera þannig staðsettur að hann ætti að geta staðist kröfur reglugerðar og skotið gúmmíbát út þó skipið halli 20° í gagnstætt borð eða þegar það er á réttum kili. En þó að búnaðurinn um borð í mb. Jóni Hákoni og mörgum fleiri fiskiskipum standist kröfur reglugerðar er ekki öruggt að ef þessum sömu skipum hvolfdi alveg eða færu á hliðina og með þennan búnað, að gúmmíbátur skilaði sér út fyrir borðstokk og upp á yfirborð sjávar meðan skipið væri á hvolfi, hefði oltið 180°. Það eru í raun takmarkaðar líkur á að gúmmíbátur geti skilað sér upp á yfirborð þó sjálfvirki búnaðurinn virkaði eðlilega. Ekki vegna þess að búnaðurinn sjálfur sé slæmur, heldur er það staðsetningin sem er ekki nægjanlega góð til að búnaður- inn nýtist eins og best verði á kosið. Olsenbúnaðurinn Olsen losunar- og sjósetningarbún- aðurinn er hugsaður sem skotbún- aður, þannig á hann að skjóta gúmmíbátnum út fyrir borðstokk og blása hann upp í leiðinni, þetta gerir hann þó búnaðurinn sé 1,2 m frá lunningu og skipið á réttum kili eða halli 20° eins og krafist er í reglum. En annað er upp á teningnum þegar hann er á kafi í sjó. Í rannsóknum sem Iðntæknistofnun gerði á sínum tíma kom greinilega í ljós hvernig búnaðurinn virkar neðansjávar. Þegar gúmmíbát var skotið út með sjósetningarbúnaðinn á kafi í sjó var viðnám vatnsins svo mikið að hann færðist lítið sem ekkert frá gálganum og við 90° halla var hann fastur í gálganum ef skipið hallaði á gálgahliðina. Það er því ekki víst að gálginn á mb. Jóni Hákoni hefði komið gúmmíbátnum út fyrir borðstokk þó hann hefði virkað eðlilega, þar sem losunar- og sjósetningarbúnaðurinn er það innarlega á stýrishúsinu. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér þá er þessi vegalengd líklega um það bið 1,2 metrar. Ef svo er þá er ekki öruggt að gúmmíbátur hefði skilað sér upp á yfirborð, heldur lent uppblásin milli lunningar og stýrishús. Það skiptir því öllu máli hvar og hvernig búnaðurinn er staðsettur á skipinu ef hann á að nýtist sem best á neyðarstundu. Þetta á einnig við um aðrar tegundir búnaðar. Því miður eru alltof algengt að Olsenbúnaður sé staðsettur of innarlega á skipunum til að hann komi að fullum notum, því það virðist aðallega hugsað um skotkraftinn með skipið ofansjávar og á réttum kili, og það að standast ófullkomna reglugerð. Minni kröfur gerðar Ég hef oft furðað mig á því hvers vegna breytingar voru gerðar á reglugerðum sem minnkuðu kröfur losunar- og sjósetningarbúnaðar til að skila gúmmíbjörgunarbát upp á yfirborð sjávar og þar með minnka möguleika sjómanna til að bjargast úr sjóslysum. Það er gott að rifja upp til hvers losunar- og sjósetningarbúnaðurinn var hannaður: „1. Auðvelda sjósetningu gúmmí- björgunarbáts, þannig að menn losnuðu á neyðarstundu við að fara upp á stýrishúsþak eða að geymslu- stað hans til að losa og sjósetja. 2. Hægt væri að sjósetja gúmmí- björgunarbát með einu handtaki inni í stýrishúsi eða á einhverjum góðum stað úti á dekki, þrátt fyrir að búnaðurinn væri ísbrynjaður eða á kafi í sjó, skila honum upp- blásnum út fyrir borðstokk og þannig upp á yfirborð sjávar. 3. Ef skipið ferst svo snöggt að engin tími er til að komast að gúmmíbátnum eða festingum sem eiga að losa hann, þá á búnaðurinn sjálfvirkt að losa gúmmíbátinn og skila honum út fyrir borðstokk og þannig upp á yfirborð sjávar þó skipið sé með mikla slagsíðu, á hliðinni eða á hvolfi.“ Sigmundsgálginn Þannig var þessi öryggisbúnaður hugsaður í upphafi þegar Sigmund hannaði fyrstu Sigmundsgálgana. Það skipti öllu máli að réttur búnaður væri staðsettur á réttum stöðum á skipinu til að nýtast sem allra best (Sjá myndir hér til hliðar). Það er rétt að það komi hér fram að Sigmundsbúnaður er ekki hugsaður sem skotbúnaður heldur er hann færslubúnaður sem færir gúmmíbátinn frá geymslustað og út fyrir borðstokk, þess vegna hafa framleiðendur hans kappkostað að koma honum þannig fyrir að hann nýtist sem best og þannig að hann færi gúmmíbát út fyrir borðstokk hvernig sem skipið snýr. Þannig nýtist hann best og þannig er líka hægt að staðsetja Olsenbúnaðinn ef réttur búnaður er staðsettur á réttum stað á skipinu. Sjá hér eldri reglur: Úr reglugerð nr. 351 frá 25. júní 1982. „Reglur um staðsetningu , losunar- og sjósetningarbúnaðar gúmmí- björgunarbáta fyrir þilfarskip, og búnað til að komast í gúmmí- björgunarbáta. 2. gr. 2.4: Gúmmíbjörgunarbátar þurfa að vera þannig staðsettir og fyrirkomið, að þeir komist með öryggi út fyrir borðstokk og í sjóinn, þótt skip hallist 60° í gagnstætt borð við sjósetningu bátsins. Sérstaklega skal hugað að því , að gúmmíbátur geti ekki lent inn undir neðri þilför skips, í stað þess að komast í sjóinn. 2.5: Leggist skip á þá hlið sem gúmmíbjörgunarbátur er staðsettur, skal hann fljóta upp, þegar fjarstýrð læsing hefur verið opnuð.“ Úr reglugerð nr. 80 frá 1. febrúar 1988. Reglur um öryggisbúnað íslenskra skipa. 8.2: Á skipum 15 m og lengri skal losunarbúnaðurinn skv. ákvæðum 8.1 jafnframt tryggja að gúmmí- björgunarbáturinn fari út fyrir borðstokk, þó búnaðurinn sé ísbrynjaður og á kafi í sjó, hvernig sem skipið snýr. Sjósetningarbúnaður samkvæmt þessum reglum telst lunningarbún- aður, hliðarbúnaður og svo frv. Stórt skref aftur á bak Miðað við þessar eldri reglugerðir er í nýjustu reglugerðum frá árinu 2004 farið aftur á bak í kröfum, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Ótrúleg aðgerð stjórnvalda, sem rýrir notagildi þessara öryggis- tækja svo um munar. Bæði Sigmundsbúnaður og Olsenbúnaður voru hannaðir til að standast þessar eldri reglugerðir, þess vegna er óskiljanlegt að reglugerðunum var breytt til hins verra. Það er auðvitað mjög slæmt að þessi björgunartæki virki ekki á neyðarstundu og auðvitað á að fara nákvæmlega í það hvort eitthvað er hægt að gera til að bæta vinnureglur við skoðun á búnaðinum. En það er líka slæmt að þessi öryggisbún- aður skuli í mjög mörgum tilfellum vera svo illa staðsettur að hann komi ekki að notum þó hann virki að öllu leyti eðlilega. Lærum af reynslunni Ég hvet sjómenn til að kryfja þessi mál og huga að staðsetningu öryggisbúnaðar , en ekki bara einblína á þær reglugerðir sem í gildi eru. Það er ekkert sem bannar betri staðsetningu. Ég hvet einnig Samgöngustofu og stjórnvöld til að lagfæra þessar reglur sem rýra svo augljóslega getu losunar- og sjósetningarbúnaðar til að sjósetja gúmmíbátana og þar með bjarga sjómönnum úr sjávar- háska. Við skulum hafa í huga að áhöfninni á mb. Jóni Hákoni var bjargað á síðustu stundu, en því miður ekki öllum. Við getum lært heilmikið af þessu slysi, en það gerist ekki ef öll umræða um sjóslys er umsvifalaust þögguð niður. Það yrði mikið og alvarlegt slys ef sjómenn missa trú á þessi tæki og þau yrðu tekin úr umferð eins og ég hef því miður heyrt sjómenn tala um. Rétt staðsetning þannig að búnaðurinn nýtist sem best. Rétt staðsettur losunar- og sjósetningarbúnaður. Ég hvet sjómenn til að kryfja þessi mál og huga að staðsetningu öryggisbúnaðar , en ekki bara einblína á þær reglugerðir sem í gildi eru. Það er ekkert sem bannar betri staðsetningu. Ég hvet einnig Samgöngustofu og stjórn- völd til að lagfæra þessar reglur sem rýra svo augljóslega getu losunar- og sjósetn- ingarbúnaðar til að sjósetja gúmmíbátana og þar með bjarga sjómönnum úr sjávar- háska. Við skulum hafa í huga að áhöfninni á mb. Jóni Hákoni var bjargað á síðustu stundu, en því miður ekki öllum. Við getum lært heilmikið af þessu slysi, en það gerist ekki ef öll umræða um sjóslys er umsvifalaust þögguð niður. Það yrði mikið og alvarlegt slys ef sjómenn missa trú á þessi tæki og þau yrðu tekin úr umferð eins og ég hef því miður heyrt sjómenn tala um. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.