Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Alþjóðlegur dagur einhverfu var síðastliðinn laugardag, 2.apríl og bauð Einhugur, foreldra- og aðstandendafélag einhverfra í Vestmannaeyjum upp á opið hús í Eldeyjarsalnum í tilefni dagsins. Yfirskrift dagsins var: Hvað eru börnin okkar að gera og hver eru áhugamálin þeirra? Yfir hundrað manns mættu á daginn og var fullt út að dyrum meðan á viðburðinum stóð. Dagurinn fór fram úr björtustu vonum að sögn þeirra sem stóðu að deginum. „Við eigum eiginlega ekki til orð yfir mætinguna og erum alveg óendan- lega þakklát fyrir að allt þetta fólk hafi komið og kynnst félaginu okkar. Dagurinn heppnaðist afskaplega vel í alla staða og við viljum þakka öllum þeim sem mættu og aðstoðuðu okkur við að gera þennan dag að veruleika” sagði Kristín Tryggvadóttir, formaður Einhugs þegar blaðamað- ur ræddi við hana í lok dagsins. Formleg dagskrá dagsins hófst með einlægum og skemmtilegum fyrirlestri Daníels Hreggviðssonar um hvernig það er að vera ein- hverfur. Veitt voru verðlaun í samkeppninni um merki félagsins sem Einhugur efndi til. Þar bar Sæþór Vídó, grafískur hönnuður sigur út bítum. Tók hann við verðlaunum og var merkið kynnt. Elí Kristinn Símonarson spilaði fyrir gesti eitt lag á fiðluna við góðar undirtektir gesta. Og nokkur börn úr félaginu sýndu áhugamálin sín, sem voru fjölbreytt og skemmtilegt og setti skemmtilega mynd á daginn. Boðið var upp á léttar veitingar frá Einsa Kalda og pizzur frá Pizza 67. Einhugur afhenti gjafir í alla skóla í bænum í formi fræðsluefnis eða námsgagna sem mun nýtast vel við sérkennsluna í skólunum. Hamars- skóli fékk afhent stórskemmtilegt félagsfærninámsefni sem heitir stig af stigi og er ætlað börnum frá sjö til níu ára og er framhaldsefni af því sem nú þegar er verið að vinna með í fyrsta bekk. Sigurlás Þorleifsson og Nina Anna Dau tóku á móti gjöfunum fyrir hönd Hamarsskóla. Barnaskólinn fékk bæði spil og fræðibækur sem eiga eftir að nýtast þeim vel í sérkennslu. Sigurlás Þorleifsson og Sigríður Sigmars- dóttir tóku við gjöfunum fyrir hönd Barnaskólans. Helga Björk Ólafsdóttir tók á móti fyrir Sóla hönd, aukahluti fyrir Numicon sem leikskólinn vinnur mikið með. Emma Vídó kom sem fulltrúi Kirkjugerðis og Víkur og tók við Numicon stærfræðisetti og hugtakaspili sem er ætlað fyrir yngri börn með sérþarfir. Það þótti frekar snúið að finna námsgögn fyrir Tónlistarskólann þannig að ákveðið var að færa þeim gjafabréf eða inneign á fræðslu og námsgögn sem munu nýtast þar. Helga Kristín Kolbeinsdóttir tók á móti bókagjöf fyrir hönd Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum, en bækurnar eru allar fræðslubækur um einhverfu. ,,Með þessum gjöfum viljum við bara þakka öllu því góða fólki fyrir að hugsa alveg einstaklega vel um börnin okkar. Við erum ótrúlega lánssöm að búa hér í þessu litla samfélagi og eiga allt þetta góða fólk að. Skólastarfið hér í Eyjum er alveg til fyrirmyndar og allir reiðubúnir að gera allt sem hægt er að gera fyrir börnin.“ Styrktaraðilar voru Vestmanna- eyjabær, Einsi Kaldi, Hótel Vestmannaeyjar, Pósturinn og Pizza 67. ,,Við viljum að lokum nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir og öllum þeim fjölmörgu aðilum sem hafa lagt okkur lið í gegnum tíðina. Það er mikil velvild í okkar garð og við erum þakklát fyrir það,” sagði Kristín glöð í bragði að lokum. Alþjóðlegur dagur einhverfra í Eyjum :: Fór fram úr björtustu vonum: Einhugur deildi út gjöf- um til allra skóla í Eyjum :: Sæþór Vídó sigraði í keppni um merki félagsins Sæþór þorBjarnarSon sathor@eyjafrettir.is Aníta Einarsdóttir, hefur einstakan áhuga á öllu sem tengist Titanic. Svo hefur hún einnig gaman af bílum og mótorhjólum. Daníel Hreggviðsson, aðaláhuga- málin eru kvikmyndir, vísindi, saga og tónlist. Bergþóra Sigurðardóttir, áhugamál hennar eru að hanna föt úr gömlum sokkum, búa til varaliti og goðið hennar, Marilyn Monroe. Arnar Bogi Andersen elskar alla kubba. Elí Kristinn Símonarson elskar að teikna m.a. kvikmyndaleikara og ameríska forseta. Helstu áhugamálin hans eru kvikmyndir og kvikmyndagerð, heimstyrj- aldir og sagan í kringum þær, tungumál og landafræði. Svo hefur Elí Kristinn líka gaman af því að spila á fiðluna. Tara Sól, aðaláhugamál eru að mála, spila á klarinett og handbolti. Einnig hefur Tara Sól mikinn áhuga á öllu sem tengist Eurovision. Magnús Kristleifsson, aðaláhuga- mál er yu-gi-oh spil og Magnús spilar þann leik mikið með vinum sínum á netinu. Sem krakki var aðaláhugamál Magnúsar að læra um dýr og safnaði hann dýrabókum. Haldin var samkeppni um nýtt merki félagsins og varð tillaga Sæþórs Vídó fyrir valinu. Eyjafréttir - vertu með á nótunum! Yfir hundrað manns mættu á opna húsið hjá Einhug.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.