Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Síða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 V Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Gísli Grímsson lést, þriðjudaginn 29. mars. Útförin verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 16. apríl kl. 14.00 Bjarney Erlendsdóttir Erla Gísladóttir, Kristinn Grímsson Grímur Gíslason, Guðrún Hjörleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. V Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru Guðbjargar A. Þorkelsdóttur, "Emmu" Kleifahrauni 2d, áður Vestmannabraut 55. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir þá ást og umhyggju, sem þið sýnduð Emmu okkar og fjölskyldunni. Páll Guðjónsson, Oddsteinn Pálsson, Sesselja Pálsdóttir, Helgi Hjálmarsson, Guðjón Pálsson, Anna Sigrid Karlsdóttir, Ægir Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. V Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi Sturla Friðrik Þorgeirsson, lést miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 9. apríl kl. 16 Erla. S.Sigurðardóttir Páll Sturluson, Anna Rósa Jóhannsdóttir Jóhann Pétur Sturluson Lára Kristín Sturludóttir, Trausti Pálsson, Heiða Björk Sturludóttir, Þröstur Sverrisson Sigurður Einar Sigurðsson, Steinunn Hauksdóttir Gunnsteinn Sigurðsson, Ingigerður Stefánsdóttir Sævar Sigurðsson, Hafdís Nína Hafsteinsdóttir Eydís Ósk Sigurðardóttir, Sigursveinn Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kristniboðssjóður HvítasunnuManna Sigurbjörg Jónasdóttir sími 481-1916 Anna Jónsdóttir sími 481-1711 Magnús Jónasson sími 897-1199 Allur ágóði rennur til kristniboðs. Minningarkort sigurðar i. Magnússonar björgunarfélags vestMannaeyja Emma Sigurgeirsdóttir s. 481-2078 Þóra Egilsdóttir s. 481-2261 Sigríður Magnúsdóttir s. 481-1794 Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389 Minningarkort krabbavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Guðbjörg Erla Ragnarsd Brekastíg 30 / sími 588 3153 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219 Minningasjóður ingibjargar Marinósdóttur - ÞroskaHjálp í vestMannaeyjuM- Ólöf Margrét Magnúsdóttir s. 861-3245 Unnur Baldursdóttir s. 481-2081/897-2081 ,,Hæ, ég heiti Daníel Hreggviðsson og ég er einhverfur.“ Þannig byrjaði Daníel, einhverfur drengur á 15. ári, fyrirlestur sinn á degi einhverfra, síðastliðinn laugardag, þar sem hann fjallaði um lífið sem einhverfur einstaklingur. ,,Ég er ekki með einhverfu eins og svo oft er sagt, en það væri eins og að segja um samkynhneigt fólk, að það sé með samkynhneigð. Ég greindist með einhverfu og ADHD 5 ára gamall. Á fyrsta greindarprófi var ég með um 74 IQ, sem er greind næstum á við þroskahamlaða. Hreyfiþroskinn minn var smá eftir á, eins og til dæmis jafnvægið, ganga upp tröppur og svo átti ég við krossunarvandamál að stríða og varð því alltaf að taka upp hluti á réttan máta. Vissi ekki alltaf muninn á réttu og röngu Í dag er ég bæði örvhentur og rétthentur (skrifa með vinstri, klippi og kasta með hægri). Málþroski minn var eftir á og og oft erfitt að skilja mig, bæði framburður og orðaröðin. Ég sagði til dæmis; „Hvað, þú ert jólasveinn,“ og „mamma, þegar ég fæðist, var í maganum, af hverju þú varst feitur.“ Ég vissi ekki alltaf muninn á réttum og röngum samskiptum, var því oft mjög hreinskilinn og þurfti að þjálfa samskiptin sérstaklega. Ég átti í erfiðleikum með tjáningu sem voru orsök lélegrar niðurstöðu á greindarprófi. Matarsmekkurinn minn var mjög skrítinn, en hefur þó lagast með aldrinum. Hamborgari má til dæmis ekki vera með of þykku kjöti og ekki með sósu. Ég borðaði alltaf hamborgara þannig að ég byrjaði á því að kroppa kornin af brauðinu, borðaði svo efra brauðið, eftir það neðra brauðið og svo hamborgarann sjálfan. Allskyns hljóð og ljós fóru oft í taugarnar á mér og ég þoldi til að mynda ekki flugelda, fannst neistarnir alltaf vera að lenda á mér og hljóðið jók á skelfinguna. Ég átti oft erfitt með að fara í ný föt og gat fyrst notað stuttermaboli fyrir ári síðan. Ég hef oft verið með miklar áráttur og rútínan varð alltaf að vera eins hjá mér. Ef ég til dæmis snerti eitthvað með annarri hendinni, varð ég að snerta það nákvæmlega eins með hinni hendinni. Þegar ég sturtaði niður úr klósettinu þá varð ég alltaf að taka fyrir eyrun á mér og hlaupa út áður en vatnskassinn fylltist aftur og um tíma átti ég rosalega erfitt með að horfa á fólk með freknur. Sekkur sér í áhugamálin Áhugamálin mín í gegnum tíðina hafa oft verið svolítið áráttutengd, Ég kunni til dæmis alla íslensku jólasveinana utan að þegar ég var í leikskóla og var með mjög mikinn áhuga á sveinunum í nokkur ár. Ég tók tímabil með enska boltann, þar sem ég vissi allt sem hægt var að vita um stöðu leikja og annað. Í dag hef ég mikinn áhuga á kvikmynd- um, vísindum, sögu og tónlist. Ég hef mikla hjálp fengið í gegnum árin frá mörgum góðum einstaklingum. Ég var í talþjálfun í 1. og 2. bekk, þar náði ég upp góðum málþroska og þá fór allt annað að ganga betur. Í fyrsta bekk fór ég í þjálfun í félagsfærni hjá þroskaþjálfa og hef verið í því í 7 ár og þá urðu öll samskipti betri og þráhyggjan varð minni. Ég hef farið á námskeið fyrir fólk með ADHD og ADD og náð þar tökum á ofvirkninni, einbeitingunni og reiði. Þegar ég fór í seinna greindarprófið um 7 ára aldurinn, þá var ég kominn í meðalgreind, eða um 95 IQ. Félagsleg staða betri Í dag, 10 árum eftir greiningu, er félagsleg staða mín mun betri, þó svo að sumt fylgi mér enn. Ég hef alltaf átt vini en skil núna betur samskipti við jafnaldra mína. Ég er mun betur staddur námslega þó svo ég eigi stundum í erfiðleikum þegar kemur að einbeitingu og hópavinna reynist mér oft erfitt. Ég stunda ýmiss konar tómstundir, gegn í Tónlistarskólann, ég ber út blöð, mæti í ræktina og leikhús og er í nemendaráði. Keppnisíþróttir hafa þó aldrei verið fyrir mig, bæði pressan við að keppa en ekki síður að þurfa að fara í keppnisferðalög og sofa í herbergi með öðrum. Það eru margir kostir við einhverfuna. Ég var fljótur að læra að lesa og á mjög auðvelt með stærðfræði, bæði reglur, reikninga og reikniaðgerðir. Ég hef alltaf verið sterkur í enskunni og er með mjög gott minni, man minnstu smáatriði. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og hreinskilinn og á erfitt með að ljúga en hef þó lært það í gegnum árin að vera ekki hreinskilinn á móðgandi hátt. Öfugt við marga einhverfa skil ég kaldhæðni og kaldhæðni er reyndar uppáhalds húmorinn minn. Takk fyrir mig.” Ég heiti Daníel Hreggviðsson og ég er einhverfur: Átti um tíma erfitt með að horfa á freknótt fólk Daníel ásamt móður sinni, Guðrúnu Jónsdóttur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.