Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Side 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Skynsamlegur rekstur Mikil áhersla hefur verið lögð á skynsamlegan rekstur undanfarin ár, með það að leiðarljósi að greiða niður lán, hagræða í rekstri og þannig skapa svigrúm til að auka þjónustu án þess að leggja frekari álögur á bæjarbúa. Nú hefur því skapast svigrúm til að ráðast í aðgerðir með áherslu á börn og barnafjölskyldur. Fleiri leikskólapláss Bæjarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að grípa til þeirra aðgerða að bæta tafarlaust við 15-20 nýjum plássum á leikskóla bæjarins. Vestmannaeyjabær hefur nýlega ráðist í aðgerðir til að mæta þeim vanda sem uppi var í daggæslu- málum m.a. með opnun daggæslu- úrræðis á Strönd. Einnig var gripið til þess ráðs að veita styrki til dagforeldra ásamt stuðningi með námskeiðahaldi og aðstoð frá fræðsluskrifstofu. Þær aðgerðir slógu tímabundið á vandann en ljóst er að nauðsynlegt er að finna lausn til lengri tíma litið. Með inntöku nýrra barna á leikskóla ættu elstu börnin sem í dag nýta þjónustu dagforeldra að verða boðin leikskólapláss og því skapast svigrúm hjá dagforeldrum að taka á móti nýjum börnum. Ný leikskóladeild Eftir sem áður liggur fyrir að það úrræði að bæta við nýjum plássum á leikskólana dugar ekki nema fram að næstu áramótum, þá fer á ný að safnast upp biðlisti ef ekkert verður að gert. Þess vegna þarf að opna nýja leikskóladeild um næstu ára- mót. Með rekstri hennar vill bæjar- stjórn stefna að því að inntaka barna á leikskóla verði oftar en nú er. Þjónusta dagforeldra niður- greidd frá 9 mánaða aldri Biðlistar hafa verið hjá dagfor- eldrum undanfarna mánuði. Ljóst er að inntaka fleiri barna á leikskóla þýðir að einhver pláss munu losna hjá dagforeldrum strax við þær aðgerðir. Eftirspurn eftir dagfor- eldrum ætti að aukast ef boðið er uppá niðurgreiðslur fyrr. Aðgerðir í leikskólamálum hanga því saman við þá ákvörðun að þjónusta dagforeldra verði niðurgreidd frá 9 mánaða aldri í stað 12 mánaða frá 1. maí n.k. Heimagreiðslur Illu heilli hefur myndast óþægilegt þjónustubil á milli fæðingarorlofs ríkisins og þjónustu sveitarfélaga. Þetta bil hefur að hluta til verið brúað með þjónustu dagmæðra sem síðan er niðurgreidd af sveitar- félaginu. Það er mat bæjarstjórnar að það eigi að vera val foreldra hvort þeir velja heldur að þiggja heimagreiðslur eða nota niður- greidda þjónustu dagmæðra. Þess vegna mun sveitarfélagið frá og með 1. maí nk. taka upp heima- greiðslur frá 9 mánaða aldri og til þess tíma þar sem barnið hefur leikskólagöngu. Þetta val mun væntanlega þýða að einhverjir foreldrar munu notfæra sér heimagreiðslur ef ekki er hægt að fá pláss hjá dagforeldri eða ef valið er að vera lengur heima með barninu. Það mun væntanlega létta á biðlistum dagforeldra. Sókn Á meðan ríkið dregur lappirnar í ákvarðanatöku varðandi samgöngur og skurðstofuvakt er enn mikil- vægara að samfélagið blási til sóknar hvað innri þætti varðar og búi til eins ákjósanlegar aðstæður og mögulegt er til að láta fjölskyld- unni líða vel í Vestmanneyjum. Tækifærin eru óendanleg þar sem fólki líður vel. Fræðsluráð mun á næstu vikum vinna að því að tryggja að ofan- greint nái fram að ganga á farsælan hátt. Á Heimaey eru fjórar baðstrandir frá náttúrunnar hendi, innst í Klaufinni skammt frá Vilhjálmsvík, í Stafnsnesi vestan við Blátind, í Klettsvíkinni og Undir Löngu. Fyrir margt löngu var Klaufin notuð nokkuð á sólardögum þegar Logar tóku þar lotur en það er svolítið mál að fara þangað með börn. Annars- staðar er aðgengið flóknara. Perla ,,baðstrandanna” í Vestmanna- eyjum er Langan, einstakt svæði, náttúruparadís í einfaldleika sínum, faðmur á móti suðri með kyrrð, hlýju og stemmningu sem er sjaldgæf og engin höfn í Evrópu getur státað af slíkri aðstöðu fyrir fólk innan hafnar. Fyrir um það bil 50 árum hafði Langan verið mikið notuð af fjölskyldum í Eyjum. Það var áður en sverar skolpleiðslur voru leiddar í höfnina frá bæ og vinnslustöðvum. Nú fer ekkert skolp í höfnina lengur. Þá var nóg til af árabátum í Vestmannaeyjahöfn og ekkert tiltökumál að skreppa Undir Löngu og þá var öll aðstaða til tómstundalífs í bænum miklu fátæklegri en nú er. Það hefur verið á kosningaloforða- lista bæjarstjórnar í mörg ár að bæta aðgengið Undir Löngu. Fjórir möguleikar eru helstir í þeim efnum: 1. Að byggja göngubrú í berginu sunnan og austan í Neðri Kleifum, um það bil 85 metra langa. Slíkt var gert þegar nyrðri hafnargarðurinn, Hörgaeyrargarðurinn, var byggður á þriðja áratug síðustu aldar, en þá var brúin, sem enn má sjá leifar af í berginu, notuð til efnisflutninga við byggingu hafnargarðsins. Neðri Kleifar í Heimakletti eru með undurfagra bergmyndun, skútaberg sem eru ekkert annað en náttúrleg listaverk. Mörgum þykir ástæða til þess að vernda slíkt og því myndi göngubrú um tveggja metra breið með um meters háu grindverki skerða hreinleika Kleifabergsins, en þó er ekki ástæða til þess að útiloka neitt í þeim efnum til þess að opna fólki leiðina að þessu náttúrundri. Að eiga Lönguna og nýta hana ekki fyrir útilíf íbúa Vestmannaeyja er eins og að eiga forláta djásn lokað ofan í skúffu og enginn fær að sjá eða verðmæti sem eru falin í stað þess að nýta þau til góðra verka og gera samfélagið skemmtilegra, fjölbreyttara og manneskjulegra. Það myndi kosta a.m.k. 40 milljónir króna að byggja 85 metra göngubrú utan í Kleifabergið með tilheyrandi kröfum og slík brú yrði ekki allra. Þó er rétt að minnast orða Högnu Sigurðardóttur arkitekts úr Eyjum, sem sagði að ef nauðsyn væri að ganga á einfaldleika náttúrunnar til þess að þjóna eðlilega nýtingar- möguleika, þá væri best að gera það án hiks, gera það smekklegt og sýnilegt. Þannig yrði göngubrú væntanlega. 2. Hægt er gera fyllingu með Kleifaberginu frá Kleifabryggju um 15 metra breiða nær 100 metra langa, en þá væri Langan orðin eins og hluti af bryggjusvæðinu og það slógu menn algjörlega út af borðinu á sínum tima þegar hugmyndir voru að lengja Kleifabryggju alveg að hafnargarðinum. Slík fylling gengi ekki eins langt og þegar mönnum datt í hug að slátra Löngunni með bryggju fyrir framan, en aðgengið yrði mjög auðvelt. Hundruð þúsund rúmetra af efni þyrfti í slíka fyllingu og hún myndi sökkva síðasta skerjagarðinum sem enn er til í Vestmannaeyjahöfn. Kostnaðartölur þekki ég ekki. 3. Það er auðvitað hægt að komast Undir Löngu á háfjöru en það gera ekki nema þjálfaðir menn og það er langsótt í dag að ætla að nota gömlu aðferðina með árabátum, eða gúmmíbátum. Það yrði væntanlega alltof dýr útgerð. Einn vinur minn, sem klöngrast stundum Undir Löngu sagði að það væri löngu tímabært að gera gott aðgengi fyrir fólk að Löngunni, en hann tímdi því eiginlega ekki vegna þess að hann vildi hafa Lönguna fyrir sjálfan sig einan. Getur þú verið þekktur fyrir þessa hugsun, spurði ég ? 4. Lítil jarðgöng undir miðjar Kleifarnar er möguleiki sem eyðir nánast öllu er lítur að sjómengun og náttúruvernd, en myndu jafnframt gera best og auðveldast aðgengi að Löngunni fyrir alla. Áhugahópur sem hefur verið að skoða þessa möguleika hefur fengið fast verð hjá reyndustu verktökum í gerða slíkra ganga, en það hefur komið mörgum á óvart að talan er ekki hærri en 17 milljónir króna. Verktími væri 4-6 vikur. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lofað að styrkja verkefnið verulega. Göngin myndu opnast bak við stóru Ísfélags „frystikistuna“ á Eiðinu, nánast eins og lítill skúti inn í bergið. Göngin yrðu eingöngu fyrir gangandi umferð, um 4 metra breið og 4 metrar á hæð eins og stór bílskúrs- hurð. Göngin yrðu um 65 metrar á lengd, rúmlega tvisvar sinnum lengri en Landakirkja sem er 25 metra löng. Reiknað er með í jarvinnunni að í miðjum göngunum undir Neðri Kleifum yrði 60-80 m2 rými fyrir uppákomur eins og tónleika, fundi, ferðamenn eða annað í einstöku umhverfi og mönnum hefur dottið í hug að fá listamanninn Ólaf Elíasson til þess að lýsa göngin. Bestu hugmyndina ennþá höfum við heyrt frá bæjar- stjóranum okkar að leiða heitt vatn í gegnum göngin og gera heita potta í fjöruborðinu. Það væri náttúrlega stórkostlegt og engin sjómengun. Hvaða bæjarbúi myndi ekki vilja skjótast Undir Löngu með fjöl- skyldu eða gestum og taka heitt bað í pottum eða bregða sér í sjóinn stundarkorn. Það er von okkar að fólk sjái hvað bætt aðgengi að Löngunni er fyrst og fremst stórkostleg hlunnindi fyrir Eyjamenn og bráðskemmtileg og það er auðvitað veðrið sem skammtar umferðina þangað þannig að hætta á ofnotkun er engin. Með gerð lítilla jarðganga fyrir gangandi umferð erum við líka að vernda Lönguna og Löngusvæðið vonandi um alla framtíð. Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt í kosningu íbúakönnunar um aðgengi að Löngu sem bæjarstjórn efnir til dagana 11. og 12. apríl n.k. Hægt er að kjósa á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdaráðs Skildingavegi 5 báða dagana kl. 9-12 eða rafrænt í tölvu en það getur tekið eina viku að fá svokall- aðan íslykil til þess að kjósa rafrænt. Þessi kosning er auglýst af bæjaryfirvöldum í a.m.k. Fréttum og þar er greint frá aðferðinni við að kjósa rafrænt. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í kosningunni sem gefur vísbendingu um vilja fólks og þótt aðferðin sé svolítið óvenjuleg og þunglamaleg er mikilvægt upp á marktæka niðurstöðu að sem flestir taki þátt. Valkostirnir eru fyrir hendi, leysum málið og opnum faðm Löngunnar fyrir bæjarbúa. Þetta er bara ein lundaholan af lengri gerð. trausti hjaltason Formaður fræðsluráðs og bæjarful ltrúi. árni johnsen Bætt þjónusta við barnafjölskyldur Sendibíllinn á myndinni sýnir hvar göngugöngin undir Neðri Kleifar yrðu staðsett á Eiðinu og stærð bílsins er ámóta og gangaopið sjálft yrði. Opið yrði í rauninni eins og dropi í „hafi“ Heimakletts. Ljósmynd: Óskar Pétur. Opnum faðm Löngunnar fyrir bæjarbúa :: Lítil göngugöng undir Kleifar besta náttúruverndin :: Takið þátt í íbúakosningu 11. og 12. apríl

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.