Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Líkt og fram kom í afgreiðslu bæjarstjórnar um aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur frá 31. mars sl. er aðhald og hagræðing í rekstri sveitarfélagsins forsenda þess að hægt er að ráðast í viðkomandi aðgerðir. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að skapa þetta svigrúm má hins vegar rekja nokkuð langt aftur. Nefna má endurkaup sveitarfélags- ins á fasteignum þeim sem seldar voru á sínum tíma til Fasteignar hf., niðurgreiðslur erlendra lána, sameining stöðugildis hafnarstjóra og bæjartæknifræðings, sameining grunnskólanna og sam- eining slökkviliðsstjóra og stöðu eldvarnareftirlitsmanns svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hafa hinir fjölmörgu öflugu starfsmenn sveitarfélagsins oftar en ekki tekið á sig meiri ábyrgð og starfsskilgreiningar þeirra útvíkkaðar til að mæta hag- ræðingarkröfum og þannig stuðlað að því að möguleiki er til staðar á þjónustuaukningu. Stundum hafa hagræðingaraðgerðir hinsvegar leitt til breytinga á starfsemi einstakra stofnanna og um leið högum einstakra starfsmanna. Í slíkum tilvikum hafa stjórnendur leitast við að finna lausnir sem lág- marka eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif á viðkomandi starfs menn. Því miður hefur ósanngjörn umræða mjög garnan sprottið upp vegna einstakra aðgerða og hefur sú um- ræða stundum farið úr böndunum og bitnað á ósanngjarnan hátt á stjórn- endum og pólitískum fulltrúum. Meiri- og minnihluti í bæjarstjórn hefur á kjörtímabilinu átt í mjög góðu samstarfi. Í flestum stærri málum hefur verið mikil samstaða og meirihluti mála afgreidd án nokkurra mótatkvæða. Þetta á jafnt við í fagráðunum sem og í bæjar- stjórn. Þau mál sem hefur ekki náðst samstaða um hafa þó verið nokkur og eru þá Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn gjarnan skammaðir fyrir það að hlusta ekki á tillögur minnihlutans. Dæmi eru einnig um að skrifaðar hafi verið greinar á vefmiðla þar sem minnihluti bæjarstjórnar er gagnrýndur fyrir ,,máttleysi” í ,,döpru stjórnmálaum- hverfi eyjanna”. Stöðugleiki í stjórnun og rekstri sveitarfélagsins er hinsvegar forsenda framfara. Þannig nýtist tími allra kjörinna fulltrúa best til að vinna sameigin- lega að hagsmunamálum sveitar- félagsins, annars er hætt við að stöðnun myndi ríkja þar sem athygli og orka fulltrúanna færi fyrst og fremst í rifrildi og ósætti, en það kennir sagan okkur. Við sem vinnum í fagráðum og sitjum í bæjarstjórn höfum eitt markmið að leiðarljósi, það er að stýra þessu sveitarfélagi samkvæmt bestu sannfæringu. Hagsmunir okkar eru hinir sömu og hagsmunir annarra íbúa sveitafélagsins og því er það eðlilegt að ef við látum sérhagsmuni víkja að samstaða náist í sem flestum málum. Haustið 2006 réðist til Tónlistar- skóla Vestmannaeyja 45 ára söng- og píanókennari frá Eistlandi. Enginn þekkti hana hér og engan þekkti hún er hingað kom. Undir- ritaður var einn þeirra mörgu er kynntist, og kynntist þó aldrei, Anniku Tönuri er hún hóf söng- kennslu aðeins fáeinum dögum eftir komuna hingað til Eyja. Ég man vel hið fyrsta sinni er ég sá Anniku. Anna Alexandra er hafði verið söngkennari Tónlistarskólans tók á móti mér og átta ára dóttur minni sem var komin í söngnám. Í öðrum tíma hennar kemur hæglát og að því er virðist feimin kona sem Anna kynnir sem eftirmann sinn í kennslunni. Mér leist ekki sem best á þennan nýja söngkennara. En hvílíkt vanmat, Annika varð á undraskömmum tíma uppáhalds- kennari dóttur minnar og þau fáu skipti sem ég átti því láni að fagna að eiga samskipti við hana sitja eftir sem verðmæti í sálinni. Það voru þung örlög fyrir ótrúlega marga þegar Annika greindist með krabbamein og andaðist í desember 2009, aðeins 48 ára að aldri. Haldin var minningarathöfn í Landakirkju nokkrum dögum eftir andlátið og þar kom berlega fram hversu margir höfðu mikið misst enda þótt Anniku hefði aðeins auðnast að kenna í 3 vetur við Tónlistarskólann hér. Vel vissi ég eins og margir aðrir um þá einstöku fórn sem Annika sýndi eftir að hún greindist, er hún notaði síðustu orku sína til að koma sem allra flestum nemum sínum eitt skref áfram, í gegnum eitt stig í viðbót, áður en hún varð að sleppa takinu. Gæfa að kynnast Anniku Hvílkur járnvilji sem hún bjó yfir, það sem hún gat ekki gerði hún samt undir lokin. Ég mun seint gleyma degi einum skömmu fyrir andlát Anniku þar sem ég sat úti fyrir húsdyrum og sá hægfara manneskju þokast upp Strembu- götuna þungum skrefum. Hún var komin til að kveðja einn nemanda sinn og vitaskuld mátti ekki nefna að keyra hana til baka. Ég horfði á sigraðan en einbeittan einstakling mjakast til baka og hverfa síðan að öllu. Allir þeir sem hafa notið þeirrar gæfu að kynnast Anniku þau þrjú ár sem hún bjó í Eyjum munu kunna svipaða sögu að segja – einstök vinátta, einstakur metnaður, einstök fyrirmynd. En hversu margir munu þeir vera sem í raun þekktu Anniku? Vissu sögu þessa lista- manns sem skolaði hingað á land og var jafnharðan hrifin brott frá okkur? Einstök heimildamynd Á sunnudaginn síðasta, hinn 3. apríl, var einstök heimildamynd sýnd um Anniku. Mikið vildi ég að Bæjarleikhúsið okkar hefði þann dag verið jafnfullt og við minning- arathöfnina í Landakirkju forðum. Þeir sem mættu fengu hins vegar mikið í sinn hlut – að kynnast Anniku eins og enginn í Eyjum hafði áður þekkt hana. Listamann sem gaf upp á bátinn frama sem konsertpíanóisti til að gerast einn fremsti söngvari þjóðar sinnar. Hvílík rödd og hvílíkir töfrar í framsetningu! Enda þótt vit mitt á tónlist sé vart hvolpavit þá fann ég og skildi að heimildamyndin um Anniku sagði sögu mikils lista- manns – og sögu mikilla örlaga. Um þær mundir er Guðmundur Hafliði Guðjónsson skólastjóri auglýsti eftir nýjum söngkennara sat einn mesti listamaður eistnesku þjóðarinnar niðurbrotin á heimili sínu eftir að hafa misst röddina og þurfti að finna sér nýja vinnu eða fremja sjálfsmorð. Tilviljun eða Guðs auga varð til þess að vinir í Dalvík rákust á auglýsingu frá Vestmannaeyjum og Annika ákvað að lifa öðru sinni – og svaraði auglýsingunni þúsundum kílómetra í burtu. Áður en heimildamyndin byrjaði rifjaði núverandi skólastjóri Tónlistarskólans, Stefán Sigurjóns- son, upp samskipti sín við Anniku á sinn skemmtilega hátt og Peter Brambat og Ruti Murusalu leikstjórar myndarinnar kynntu myndina og tilurð hennar. Vönduð og efnismikil Það kom mér gleðilega á óvart hversu heimildamyndin var vönduð og efnismikil. Brambat og Muru- salu hafa greinilega unnið mikla heimavinnu. Í kynningu Murusalu kom fram að myndin var sýnd í eistneska sjónvarpinu á besta áhorfstíma – að kvöldi aðfangadags síðasta– og fyrir fullu húsi í aðalkvikmyndahúsinu í Tallinn mörgum sinnum. Um þriðjungur myndarinnar var helgaður árunum í Eyjum og voru hvorutveggja sýnd viðtöl við Anniku sem og rætt við nokkra samferðamenn hennar og vini. Sá hluti rammaði vel inn það sem vitað var um Anniku og var góð samantekt um líf hennar hér. Þó kom það mér á óvart að finna svo mikinn einmanaleika hjá Anniku í Eyjum sem birtist allt að því nöturlega í þessum hluta myndarinnar. Meginhlutinn var hins vegar helgaður litríkum og stórbrotnum ferli einstaklings sem varð einn mesti listamaður sinnar þjóðar. Sá hluti er mjög ítarlegur með fjölmörgum myndum og myndskeiðum. Einnig var rætt við móður Anniku er enn lifir í hárri elli. Þeir nemar Anniku, samkennarar og aðrir vinir hennar sem ekki komust á sýningu myndarinnar hafa mikils misst. Ekki fyrst og fremst vegna þess að myndin veitir einstaka innsýn í annað líf Anniku áður en hún kom út hingað. Miklu fremur sakir þess tækifæris sem þarna veittist til að setjast niður í klukkutíma og njóta á ný samvista við sannan listamann sem snart ótrúlega marga á þeim alltof stutta tíma sem gafst í Eyjum. Fyrir hönd allra þeirra er nutu þeirrar gæfu að þekkja en þekkja þó ekki Anniku er hér þakkað fyrir tækifærið til að fá að sjá heim- ildamyndina. Bréf frá Íslandi :: Heimildamynd um Anniku Tönuri söngkennara: Einstök vinátta, einstakur metnaður og einstök fyrirmynd :: Sannur listamaður sem snart ótrúlega marga á þeim alltof stutta tíma sem gafst í Eyjum Kári BjarnaSon frettir@eyjafrettir.is Hagræðing í rekstri hefur skapað svigrúm til aðgerða hildur sólveig sigurðardóttir forseti bæjarstjórnar Páll Marvin jónsson formaður bæjarráðs Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.