Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Þriðji flokkur karla náði frábær- um árangri um helgina, varð deildarmeistari í 1. deild og þeirri 3., þar sem yngra árið lék sem ÍBV 2. Í 1. deildinni var úrslita- leikur um toppsætið þar sem ÍBV nægði jafntefli til þess að taka við bikarnum í Íþróttamiðstöðinni. ÍBV spilaði við Hauka sem voru í 2. sætinu, Haukar höfðu tapað fyrir ÍBV fyrr á tímabilinu en ljóst var að hart yrði barist á laugardaginn. ÍBV spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og vann að lokum sjö marka sigur, á köflum var forystan í hættu þar sem ÍBV spilaði nokkurn hluta leiksins tveimur færri. ÍBV stóð þó af sér þá kafla og jók forystuna undir lokin. Leiknum lauk 26-19 þar sem Ágúst Emil Grétarsson og Elliði Snær Viðars- son gerðu sex mörk hvor. Andri Ísak Sigfússon átti frábæran leik í markinu og varði 17 skot, mörg hver á mikilvægum augnablikum í leiknum. Daníel Freyr Gylfason, sem hefur verið að jafna sig eftir veikindi, tók við bikarnum í leikslok. Mikið af fólki mætti á leikinn og horfði á strákana taka við bikarnum. Strákarnir í liði 1 munu því mæta Þór Ak. í 8-liða úrslitum Íslands- mótsins í Eyjum en ekki hefur fengist staðfestur leikdagur. ÍBV 2 spilaði í 3. deild en í liðinu voru einungis leikmenn á yngra ári flokksins, fæddir árið 1999 eða seinna. Liðið hafði sigrað 13 af þeim fjórtán leikjum sem liðið hafði spilað á tímabilinu og gert eitt jafntefli við Hauka á útivelli. Liðin mættust í Eyjum á laugardaginn og sýndi ÍBV allar sínar bestu hliðar, liðið sigraði með tíu marka mun 30-20. Daníel Örn Griffin skoraði sjö mörk, Gabríel Martinez skoraði sex líkt og Óliver Magnússon. Bjarki Svavarsson varði 29 skot í markinu, sem er frábært afrek. Liðið hefur því sigrað fjórtán af þeim fimmtán leikjum sem liðið hefur spilað. Fimm í landsliðshóp Á dögunum voru einnig fimm leikmenn úr flokknum valdir í U-18 ára landslið Íslands. Markvörðurinn Andri Ísak Sigfússon, línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson, hornamaður- inn Friðrik Hólm Jónsson, miðju- maðurinn Logi Snædal Jónsson og skyttan Daníel Örn Griffin. Þessir leikmenn spiluðu allir stórt hlutverk í liði 3. flokks sem vann 1. deildina. Logi Snædal hefur þó verið meiddur undanfarnar vikur og ekkert getað spilað með liðinu, það verður því sterkt fyrir þá að fá hann inn í liðið í úrslitakeppninni. Daníel Örn hefur þá einnig spilað með ÍBV 2 þar sem hann er á yngra ári í flokknum, hann hefur verið algjör lykilmaður í báðum liðunum. Handbolti | Frábær árangur hjá 3. flokki karla: Tvöfaldir deildarmeistarar Þriðji flokkur kvenna varð eins og strákarnir deildarmeistari um helgina þar sem liðið sigraði í annarri deildinni. Þetta er annað árið í röð sem þriðji flokkur kvenna verður deildarmeistari þar sem liðið vann fyrstu deild á síðustu leiktíð. ÍBV sendi þó einungis lið til leiks í annarri deild þessa leiktíðina sem sigraði deildina án teljandi vandræða. ÍBV sigraði fjórtán af fyrstu sextán leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði einungis einum. Þá er tveimur leikjum ólokið en þeir skipta nú engu máli uppá lokastöðu deildarinnar. Stelpurnar munu að öllum líkindum mæta hörkuliði Fram sem endar líklega í 2. sæti í 1. deild. Handbolti | Þriðji flokkur kvenna einnig deildarmeistarar Íbúakönnun um aðgengi að Löngu bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fram fari íbúakönnun um aðgengi að Löngu og fer könnunin fram 11.-12. apríl nk. Til að nýta atkvæðarétt sinn eru tvær leiðir í boði. Annars vegar er hægt að kjósa á skrifstofu Um- hverfis -og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5, frá kl. 09-12 báða dagana og hins vegar er um að ræða rafræna kosningu. Til þess að geta kosið raf- rænt, þarf að sækja um svokallaðan Íslykil, sem er nokkurs konar auðkennislykill á Internetinu. Til þess að sækja um Íslykil þarf að fara á vefsíðuna http://www.island.is/islykill. Þar má sjá tengil „Panta Íslykil“ sem tekur notandann á síðu þar sem hægt er að panta Íslykil. Þar er slegin inn kennitala notandans og merkt við hvernig við- komandi vill fá Íslykilinn afhentan. Í netbanka/ heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili. Athugið að það getur tekið allt að viku að fá lykilinn í bréf- pósti og því er nauðsynlegt fyrir þá sem ekki hafa aðgang að heimabanka að sækja um lykilinn sem allra fyrst, hafi þeir á annað borð áhuga á að taka þátt í íbúakosningunni með rafrænum hætti. Eftir að Íslykillinn hefur borist þarf að skrá sig inn á „Mínar síður“ hjá island.is. Við það er handhafa Íslykilsins boðið að velja sér nýjan auðkennis- streng sem auðveldara er að muna. Allar nánari upplýsingar um Íslykil Þjóðskrár Íslands má finna á vefsíðunni http://www.island.is/islykill. Einnig er hægt að notast við rafræna auðkenningu í gegnum GSM síma. Þetta er í annað sinn sem leitað hefur verið beint til bæjarbúa eftir afstöðu til mála af þessu tagi, en í fyrra sinn var um að ræða byggingu hótels við Hástein. Er það von Vestmannaeyjabæjar að sem flestir nýti sér rétt sinn og taki þátt í atkvæða- greiðslunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.