Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Page 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 13. apríl 2016 :: 43. árg. :: 15. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Rekstrartekjur samstæðu Vestmanna- eyjabæjar á árinu 2015 voru á bilinu 4325 til 4340 milljónir króna og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði 3885 til 3900 milljónir króna. Rekstraraf- koma samstæðu fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 435 til 450 milljónir. Má búast við að veltufé aðalsjóðs frá rekstri hafi verið á bilinu 690 til 700 milljónir og veltufé frá rekstri samstæðu 995 til 1010 milljónir. Þetta kom fram í minnisblaði sem bæjarstjóri kynnti bæjarstjórn á síðsta fundi. Á morgun verða reikningar bæjarráðs fyrir síðasta ár lagðir fram á fundum í bæjarráði og sama dag í bæjarstjórn. Heildareignir samstæðu Vestmanna- eyjabæjar námu 9996 milljónum króna í árslok 2014, þar af var handbært fé upp á 2076 milljónir króna. Leit út fyrir að heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar í árslok 2015 hafi verið 10.950 til 10.970 milljónir króna og þar af handbært fé og skammtímaverðbréf upp á 2720 til 2730 milljónir. Í lok febrúar 2016 stóð handbært fé og skammtímaverðbréf í 2682 millj- ónum króna. Heildarskuldir á íbúa af samstæðu eru nú um 130 þúsund. Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.“ Það er mat þeirra að svigrúm sé að skapast til að nýta hagræðingu undanfarinna ára til að auka enn þá góðu þjónustu sem Vestmannaeyja- bær býður íbúum sínum upp á >> Nánar á bls. 8. :: Bæjarráð og bæjarstjórn :: Reikningar bæjarins fyrir árið 2015: Gæti orðið skuldlaus innan fárra ára :: Heildarskuldir á íbúa um 130 þúsund krónur :: Svigrúm til að auka þjónustu Landeyjahöfn í dag eða á morgun „Ákvörðun um að sigla í Landeyjahöfn verður þó aldrei tekin fyrr en eftir hádegi í dag eftir að búið er að mæla. Það er unnið af kappi við að opna höfnina. Plógbáturinn er aftur kominn á ferðina en getur því miður ekki unnið á fullum afköstum,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun. Bjartsýni gætti í gær um að þetta gæti staðist. Menn frá Suðurverki voru aftur byrjaðir að grafa og gert er ráð fyrir að þeir ljúki sínu verki í kvöld. Þannig að hugsanlega verður siglt í Landeyjahöfn í dag en örugglega á morgun. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is LitadýRð Í KLaufinni Mynd: Tói Vídó stundum heppinn og gat bjargað Fyrirliðahjónin eru bjartsýn >> 19 einstök innsýn í stríðsátök >> 10 >> 14

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.