Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. apríl 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Í Sagnheimum, byggðasafni hefur skapast sú hefð að bjóða upp á hádegisfyrirlestra yfir vetrarmán- uðina. flestir hafa þeir þótt afar fróðlegir og skemmtilegir og viðfangsefnin margvísleg enda oft og tíðum þekktir fyrirlesarar kvaddir til. En á engan er hallað þó fullyrt sé að heimsókn Róberts Guðfinnssonar athafnamanns og framkvæmdamanns á Siglufirði sé hápunkturinn í vel heppnaðri Súpudagskrá vetrarins. Róbert er enginn aukvisi í veröld við- skiptanna, var útnefndur maður ársins í atvinnulífinu árið 2014 og er fyrir löngu landsþekktur orðinn fyrir uppbyggingu sína í heimabæ sínum, Siglufirði. fyrirlestur sinn flutti Róbert blaðalaust og af ákefð þess sem á hugsjónir og vill koma miklu til leiðar. Meginhugsjón Róberts á mikið erindi við Vestmannaeyinga: Landsbyggðin hefur fengið ótrúleg tækifæri upp í hendurnar við þær breytingar sem nú ganga yfir. Róbert tók sjálfur dæmi um uppbyggingu ferðamennskunnar á Siglufirði og sagði frá því hvernig á ótrúlega skömmum tíma hótel og ýmiss konar afþreyingaraðstaða hefði risið upp til að mæta stigvax- andi fjölda erlendra ferðmanna á staðinn. Ferðamennska aðeins hluti tækifæranna En sú hlið sem snýr að uppbygg- ingu ferðamennskunnar er aðeins hluti af þeim tækifærum sem Róbert sér fyrir landsbyggðina alla. Með aukinni tæknivæðingu í hefðbundinni starfsemi á borð við sjávarútveg verða til ný tækifæri og hann tók dæmi af uppbyggingu eigin líftæknifyrirtækis, GEniS, sem vinnur að framleiðslu lyfja úr rækjuskel. Þar starfar nú tæplega tugur starfsmanna, flestir hámennt- aðir á sínu sviði. Róbert fjallaði mikið um þá möguleika sem ný tækni færði landsbyggðinni við uppbyggingu starfa þar sem krafist væri mennt- unar og sérþekkingar. Róbert er sjálfur lifandi sönnun þess að tækifærin eru til staðar, hann hefur sett á fjórða milljarð í uppbyggingu í sínum heimabæ og sú gróska sem hann lýsti fékk blaðamann til að hugsa hvort einnig hér mætti kannske virkja sköpunarkraftinn. En Róbert lagði líka mikla áherslu á það að samstaða bæjarbúa væri lykilatriðið – án hennar hefði fátt af því sem gert var orðið að veruleika. Ódrepandi bjartsýni Og bjartsýnin verður að vera til staðar, ódrepandi bjartsýni á verkefnið og staðinn sem veðjað er á. Í anda þeirrar tröllatrúar steig fram senuþjófurinn Kristján Óskarsson og sagði að hann væri með lausn fyrir Landeyjahöfn. Vonandi að svo verði sannað síðar. Róbert endaði frábæran fyrirlestur á því að taka nokkrar spurningar og það var greinilegt að þéttskipaður salurinn, en um 90 manns mættu, hafði eigin heimavöll í huga: Hvernig má yfirfæra hingað allt það sem vel er verið að gera á Siglufirði mátti lesa úr flestum spurninganna. Róbert Guðfinnsson er að minnsta kosti lifandi sönnun þess hvað einn maður getur gert fyrir sitt byggðar- lag ef saman fer kraftur athafna- mannsins og samstaða heildarinnar. Engir tónlistarmenn höfðu meiri áhrif með tónlist sinni en the Beatles frá Liverpool sem skóku heimsbyggðina alla á árunum 1963 til 1970. Vinsældirnar voru ævintýralegar og áhrif þeirra á líf og hugsun unga fólksins á þessum tíma meiri en dæmi voru til. Áhrifin náðu til Vestmannaeyja og gætir enn þó hálf öld sé síðan alda Bítlanna reis hæst. Enn verður blásið í Bítlaglæður á Háaloftinu á föstudagskvöldið þar sem raddir þeirra og tónlist mun hljóma ómenguð. „Við erum fjórir sem ætlum að troða upp á Bítlakvöldi á Háaloft- inu, ég Viðar togga Lennon, Biggi nielsen MacCartney, Grétar Eyþórs Starr og Víðir Róberts Harris,“ sagði Viðar í samtali við Eyjafréttir. Er hann sá eini sem upplifði Bítlatímabilið og enn er hann jafn einlægur aðdáandi. „Húsið opnar klukkan níu og tónleikarnir byrja klukkan tíu. Við munum flytja 14 lög þar sem raddir Bítlanna allra og undirspil verður í aðalhlutverki. Okkar er að túlka og skila hinum einu sönnu Bítlum til fólksins. Við vonum að sem flestir mæti en það kostar 3000 krónur inn. Gaman væri að fylla salinn en eftir hlé er spurningakeppni þar sem sigurvegarinn fær vegleg verðlaun,“ sagði Viðar Lennon að lokum. Það var mikið fjör í Eldborgarsal Hörpu á föstudaginn þar sem the Cavern Beatles tróðu upp og fluttu gömlu góðu Bítlalögin í anda hinna einu sönnu Bítla. Viðtökur voru frábærar í fullu húsi og vel tekið undir í flestum laganna. Það var Bjarni Ólafur Guðmunds- son, Eyjamaður sem stóð fyrir tónleikunum og var hann ánægður með hvernig til tókst. Óskar Pétur ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemmninguna. Hákon tristan, áttta ára sonur Bjarna átti augnablik kvöldsins þegar hann var kallaður upp og söng með í lagi Pauls, Hey Jude þar sem allur salurinn tók undir. Sannkallaður senuþjófur. Bítlakvöld á Háloftinu með hinum einu sönnu Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Vel heppnaðir Bítlatónleikar í Hörpu: Hákon Tristan átta ára stal senunni Saga og súpa athafnamanns :: Róbert Guðfinnsson í Sagnheimum: Hefur sett á fjórða milljarð í upp- byggingu í sínum heimabæ Siglufirði :: Enginn aukvisi í veröld viðskiptanna og maður ársins í atvinnulífinu árið 2014 Kári BjarnaSon frettir@eyjafrettir.is Róbert Guðfinnsson. Viðar Togga Lennon. Paul og Hákon syngja Hey Jude. The Cavern Beatles og aðstoðarmenn ásamt feðgunum Bjarna Ólafi og Hákoni Tristan. Vel var mætt á fyrirlestur Róberts í Sagnheimum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.