Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. apríl 2016 Það er fátt sem minnir á stríð og þær hörmungar sem þeim fylgja þegar ferðast er um Evrópu í dag. farið er um glæsilegar borgir og sveitahéruð og mannlíf í blóma. Svona hefur þetta ekki alltaf verið því saga álfunnar í gegnum aldirnar er blóði drifin. Síðari heimstyrjöld- inni lauk vorið 1945 og þá var Evrópa að stórum hluta eitt svöðusár þar sem tugir milljóna lágu í valnum og borgir og bæir voru rústir einar. Stríðið tók líka sinn toll hjá Íslendingum sem máttu sjá á eftir fjölda sjómanna og almennra borgara í hafið. Kynslóðin sem óx úr grasi eftir miðja síðustu öld var alin upp í skugga þessa hildarleiks og á Íslandi skildu bæði breski og ameríski herinn eftir sig minjar um hersetuna. Þeim hefur fækkað með árunum en smá sýnishorn er að finna í Stórhöfða sem var ein af varðstöðvum hersins. Í Póllandi er auschwitz minnis- varði um helförina þar sem sex milljónir Gyðinga og fleiri þjóðarbrota voru drepin. Útrým- ingabúðir eins og auschwitz var víða að finna en auschwitz hefur fengið að standa sem minnisvarði eða viðvörun um þá grimmd sem leynist í okkur. Sá sem þetta skrifar hefur komið á Westerplatte í nágrenni Gdansk í Póllandi þar sem Þjóðverjar réðust á Pólverja af sjó 1. september 1939. Er orrustan við Westerplatte sögð upphafið að heimstyrjöldinni síðari. Þar var fyrirstaða lítil og svo óraunverulegt að hugsa til þess að þarna hafi ungum mönnum verið att saman. Þessi heimsókn var áhrifamikil og það snerti ekki síður að koma í tvo grafreiti í Luxemborg, þann ameríska og hinn þýska. Í báðum skipta grafirnar hundruðum eða þúsundum en yfirbragðið er gjörólíkt. Bandaríkjamenn minnast sinna manna á viðeigandi hátt, með stóru minnismerki og garðurinn er allur til fyrirmyndar. Hver hermaður í sinni merktu gröf og allt er vel hirt. Í þýska garðinum er yfirbragðið allt annað, eins og hönd dauðans hvíli yfir öllu og að þeir sem þar liggja séu öllum gleymdir. Þar eins og í ameríska garðinum eru grafirnar merktar og mest eru þetta drengir á aldrinum 18, 19 og 20 ára. En það var ekki verið að púkka upp á þá þýsku, þeim var hrúgað tveimur og jafnvel þremur í hverja gröf. Það stakk. Fjarri stríðsátökum Stríð eftirstríðskynslóðarinnar á Vesturlöndum voru í afríku, austurlöndum nær og fjær, indónesíu og Víetnam en kyrrt var yfir vötnum í Evrópu ef frá eru talin átökin á norður Írlandi, uppreisn í Grikklandi, Spáni og Portúgal þar sem einræðisherrum var velt af stóli. flest benti til þess að fall járn- tjaldsins 1989 og 1990 færi friðsamlega fram en þá fór gamla Júgóslavía að leysast upp. Árið 1992 lýsti Bosnía-Hersegóvína yfir sjálfstæði sínu. Þar búa Króatía og Serbar og múslímar. Viðbjóðsleg og flókin borgarastyrjöld braust út og lauk ekki fyrr en 1995. Þarna vorum við minnt á að stríð geta ennþá brotist út í Evrópu og ekki sér fyrir endann á því. Síðan 2010 hafa Vesturveldin með natÓ í fararbroddi og Rússland verið að sýna klærnar og setja sig í gömlu kaldastríðsstellingarnar. Hitnaði verulega í kolunum þegar Rússar innlimuðu Krímskagannn sem heyrði undir Úkraínu árið 2014. Sama ár brutust út blóðug átök í Úkraínu þar sem enn kraumar. Og það er fleira sem vekur ugg. Stríðið í Sýrlandi hefur hrakið íbúana á flótta og leitaði um ein milljón Sýrlendinga skjóls í Evrópu á síðasta ári. Hver af öðrum hafa Evrópuþjóðirnar verið að loka landamærum sínum fyrir flóttamönnum frá Sýrlandi og flóttamannabúðir stækka og verða ömurlegri. um leið hefur öryggi hins almenna borgara minnkað því ein af öðrum hafa borgir í Evrópu orðið skotmark glæpamanna með rætur í Múslímatrú, nú síðast var það Brussel í Belgíu. tilgangurinn virðist sá einn að skapa ótta og mynda gjá á milli múslíma og annarra íbúa landa í Vestur Evrópu. Eitthvað sem má ekki takast því annars er andskotinn laus. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk. Ertu með frábæra hugmynd? Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum venn sass.is AÐALFUNDUR Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og Björgunarbátasjóðs Vestmannaeyja verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl 20:00. Á dagskrá fundarins eru: - venjuleg aðalfundarstörf - lagabreytingar - önnur mál. Fundurinn verður haldinn í björgunarmiðstöðinni að Faxastíg 38 og hefst með borðhaldi kl 19:00. LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA 8. sýning 16.apríl kl. 20:00 MIÐASALA í síma 852-1940 „lOkASÝNiNg!“ Stríð hafa alla tíð verið hluti af sögu Evrópu: Styrjöldin á Balk- anskaga og átökin í Úkraínu sýna að alltaf getur soðið upp úr Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is VeRkstjóRAR Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl kl. 19.30 í Godthaab í Nöf, kaffistofu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. AtHUGIÐ BReYtt tÍMAsetNING. Og það er fleira sem vekur ugg. Stríðið í Sýrlandi hefur hrakið íbúana á flótta og leitaði um ein milljón Sýrlendinga skjóls í Evrópu á síðasta ári. Hver af öðrum hafa Evrópuþjóðirnar verið að loka landamær- um sínum fyrir flóttamönnum frá Sýrlandi og flóttamannabúðir stækka og verða ömurlegri. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.