Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. apríl 2016 LEIGUíBúð FyRIR ELdRI BORGaRa Laus er til umsóknar leiguíbúð fyrir eldri borgara í Kleifarhrauni. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhúss. Íbúðum eldri borgara er m.a úthlutað út frá félagslegum, heilsufarslegum og tekjulegum for- sendum umsækjanda. Staðfesta þarf eldri umsóknir með símtali eða komu í þjónustuver Ráðhúss. Ef aðstæður eru breyttar frá fyrri umsókn er æskilegt að láta vita um það. Umsóknarfrestur er til 29. apríl. Nánari upplýsingar í þjónustuveri Ráðhúss eða í síma 488 2000 F L u T T i r o r G i n a L ( Twist and Shout - i Feel Fine - Hey jude - Hold Your Hand ) háaloFtið FöstudagskVöldið 15. apríl Viðar togga og Bítlastrákarnir hans halda Bítlatónleika orginal. Viðar Lennon Togga, Biggi mcCartney nielsen, Víðir Harrison og Grétar Starr En þetta verður í fyrsta skipti sem Bítlarnir verða fl­uttir­orginal­hér­á­landi.­Spurningakeppni­í­hléi.­ Þessu mátt þú ekki missa af. Forsala miða í Tvistinum. miðaverð aðeins kr. 3.000- Lögð hefur verið áhersla á að símar séu bannaðir á meðan tónleikum stendur, einnig verður þeim afl­ýst­ef­ekki­verður­uppselt.­ húsið opnar kl. 21 en tónleikar hefjast kl. 22. Þessu má enginn missa af, tryggið ykkur miða í tíma! Kjartan Bergsteinsson :: Loftskeytamaður sem rataði víða Stundum var maður heppinn og gat bjargað fólki slíkt þekktist ekki, maður átti bara að standa sína vakt og halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. En þetta var ekkert grín. Stundum var maður heppinn og gat bjargað fólki en svo lenti maður í hinu líka, að menn dóu og þau slys sitja eftir í manni.“ Það var þann 1. nóvember 1983 sem þýska skipið Kampen fórst, um 16 stunda siglingu frá Vestmannaeyjum. Í fyrstu taldi skipstjóri Kampens að bráð hætta væri ekki yfirvofandi og að skipið myndi halda áætlun. Klukkutíma síðar mat hann þó stöðuna aðra og sendi neyðarkall frá skipinu þess efnis að áhöfnin væri að yfirgefa það. talsvert af fiskiskipum var í grenndinni og fóru þau flest á vettvang, en að auki var óskað eftir að varnar- liðið sendi tvær þyrlur og C-130 Hercules leitarvél. aðstæður voru erfiðar, myrkur og bræla. nokkrir skipbrotsmann- anna voru fiskaðir upp úr sjónum af áhöfnum bátanna en veður var svo slæmt að þyrlurnar treystu sér ekki til að hífa þá úr sjónum. tvær klukkustundir liðu frá því að fyrsti skipbrotsmaðurinn fannst og þar til þeim síðasta hafði verið bjargað úr sjónum en alls voru skipbrotsmennirnir þrettán. aðeins sex þeirra lifðu af. Í kjölfar slyssins fékk Kjartan heiðursmerki frá Þjóðverjum fyrir framlag sitt, ásamt tveimur öðrum og voru þeir báðir skipstjórar á vettvangi. „Þetta var sérstaklega sorglegt í ljós þess að mistök voru gerð um borð og þeir þurftu ekki að lenda í þessu. dallurinn hélt áfram að sigla þrátt fyrir að kominn með slagsíðu og því fór sem fór.“ Gaman að kenna Í gegnum tíðina fékkst Kjartan líka við að kenna og kenndi hann lengi fjarskipti í Stýrimannaskólanum ásamt því að vinna í radíóinu. Það gerðist svo á tíunda áratugnum að algerlega var skipt um fjarskipta- búnað hjá skipaflota heimsins. Með nýju tækjunum þurrkaðist loft- skeytamannastéttin út en í staðinn urðu skipstjórarnir að kunna mikið til það sama og loftskeytamaðurinn kunni áður. „friðrik Ásmundsson skólastjóri bað mig þá að koma á námskeið um nýju tækin og var að koma til landsins dani til að kenna. Þarna voru toppar hjá Gæslunni, Símanum og Radíóeftirlitinu og allir áttu við að taka próf hjá kallinum og kenna svo fræðin.“ Kjartan byrjaði á því að kenna í Vestmannaeyjum og fóru menn að koma utan af landi líka til að fara á þau. Hann fór líka til dalvíkur þar sem hann dvaldist í hálfan mánuð og byrjaði þar fjarskiptanámskeið. Hann segir þetta hafa verið ansi skemmtilegt en annasaman tíma og varð hann t.d að skrifa kennslubók- ina sjálfur. Það hafi verið tímafrekt verkefni en gaman hafi verið að sjá hvað menn notuðu hana síðan mikið. „Eitt af því skemmtilegasta við kennsluna var að menn sem ég þekkti bara gegnum radíóið voru allt í einu orðnir skólastrákar hjá mér! Mér fannst líka gaman af kennslunni sjálfri, maður varð að rifja öll fræðin vel upp og hafa þetta algerlega á hreinu. Maður lærði því mikið sjálfur.“ námskeiðin kenndi hann í þrjú ár og telur Kjartan að hann hafi útskrifað hátt á annað hundrað manns. Ættfræðigrúskari af lífi og sál Kjartan segir að það hafi verið mjög erfitt að samrýma vinnuna heimilis- lífinu. Vaktirnar hafi verið bölvan- legar og sennilega mætti líkja þessu nokkuð við sjómennskuna. „Það var miklu meira lagt á konuna hvað fjölskylduna varðaði. Launin voru ekki góð svo maður vann mikið af aukavöktum. Það má segja að maður hafi verið hálfgerður gestur á sínu eigin heimili. Ef maður var ekki sofandi var maður annað hvort nýkominn af vakt og þreyttur eða að rjúka af stað í vinnuna. Eftir á að hyggja var þetta ekkert sniðugt en það þurfti að ná sér í peninga. Maður var alltaf þreyttur og síðustu árin var maður alveg kominn með nóg. Það var samt ekkert við því að gera, maður hætti ekki nógu snemma til þess að geta snúið sér að einhverju öðru.“ Það hafi þó komið sér vel að hafa þessi réttindi þegar hann lenti í slysinu því eftir á gat hann strax fundið vinnu þrátt fyrir að handleggurinn yrði aldrei samur. Það er árið 2005 sem Kjartan hættir að vinna og það sama ár missir hann konu sína arndísi, langt fyrir aldur fram. „Hún fór allt of snemma en svona er lífið bara. Maður veit aldrei hvað tekur við svo maður á að nota tímann vel.“ Kjartan átti fimm börn með arndísi en fyrir áttu þau tvö börn hvort um sig. Hann er því ríkur af barnabörnum í dag og á líka barnabarnabörn. „Ég er samt ekki meiri afi í mér heldur en gengur og gerist. Börnin eru um allt, bæði hér í Eyjum og eins uppi á landi.“ Kjartan segist hafa lent í tölvuöld- inni 1996 þegar tölvum var skellt á radíóið, þá hafi hann orðið að læra þetta. „Það varð ekki aftur snúið og nú fæst ég aðallega við að grúska í ættfræði með hjálp tölvunnar og lesa. Það er gaman að kynna sér hverjir forfeður manns voru og kanna ættina. Í dag veit ég hreinlega ekki hvað ég myndi gera án tölvunnar! Ég var tölvulaus uppi á landi í fjóra daga um daginn og það má segja að ég hafi fengið fráhvarfseinkenni!“ tölvan sé svakalega skemmtilegt verkfæri sem bjóði upp á hafsjó upplýsinga ef maður veit hvar þeirra er að leita. Við spyrjum Kjartan að endingu hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur í sumar. „Maður hefur svo sem engin stórvægileg plön, maður skreppur sjálfsagt eitthvað upp á land en annars reynir maður bara að halda í heilsuna nú orðið!“ Loftskeytamenn í Vestmannaeyjum 19. mars 1999. Frá vinstri Kjartan Bergsteinsson frá Múla, Bergþór S. Atlason, Ásgeir Karlsson og Björgólfur Ingason. Mynd Sigurgeir Jónasson. Við sigldum þarna frá landinu með fall- byssubáta allt í kringum okkur. Þeir höfðu auðvitað samband og kröfðust þess að við stoppuðum og hleyptum þeim um borð til að skoða hvað við værum með. Við neit- uðum því og sögðumst vera Norðmenn og þetta væri norskt skip. Þetta var býsna svakalegt, allar byssur á fallbyssubátnum voru mannaðar. Þrátt fyrir það héldum við okkar striki. Sem loftskeytamaður var ég þarna í lykilhlutverki og ég var á ljósamorsi við hann allan tímann. Þetta var spurning hvor okkar myndi bakka! ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.