Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Fimmtudagur 19. maí 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Booking Westmann Islands er athyglisverðasti upplýsingavefur sem ferðamönnum sem ætla til Vestmannaeyja stendur til boða. Þar er að finna upplýsingar um hótel og aðra gistingu, veitingastaði og afþreyingu af öllu tagi sem boðið er upp á. Það eru hjónin Gunnar Ingi Gíslason og Auður Ásgeirsdóttir sem hafa verið að dunda sér við að koma upp Heimasíðunni booking- westmanislands.is þar sem myndir Gunnars Inga skipa stórt hlutverk. Þetta litla hobbý þeirra hefur vaxið og nú eru þau byrjuð að skipuleggja móttöku á ferðamönnum, bæði í samstarfi við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og sjálf eru þau byrjuð að bjóða upp á gönguferðir um Heimaey sem njóta vaxandi vinsælda. Fyrir nokkrum árum byrjaði Gunnar Ingi, sem er kokkur á sjó að aðalstarfi, að taka ljósmyndir og vakti strax athygli. Hefur hann verið óþreytandi að taka myndir af landslagi þar sem Heimaey er vettvangurinn, af mannamótum og því sem fyrir augu ber á sjónum. Hann hefur komið sér upp góðum tækjum, verið duglegur að afla sér menntunar í ljósmyndun og hefur náð að þróa sinn eigin stíl í vinnslu mynda. Þarna sáu Auður og Gunnar Ingi möguleika á að koma sér upp ferðasíðu á ensku með myndirnar að vopni. Og það hefur tekist og nú er þar að finna flest það sem er í boði í Vestmannaeyjum ásamt upplýsingum um Vestmannaeyjar og sögu þeirra. Boðið er upp á gönguferðir, útsýnisferðir, fugla- skoðun siglingu með Rib Safari og Viking Tour svo eitthvað sé nefnt. Auður heldur úti bloggi á síðunni þar sem hún lýsir eigin upplifun af því að fara út að borða í Vestmanna- eyjum og öðru sem einkennir Eyjarnar. Á heimasíðunni er hægt að bóka gistingu, ferðir, skoðunar- ferðir og fylgja verðin. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og er miklu skemmtilegra en við áttum von á,“ sögðu Auður og Gunnar Ingi. „Þetta hefur undið upp á sig og við erum að taka á móti hópum og skipleggjum ferðina frá upphafi til enda, pöntum far í Herjólf og tökum svo mið af því hvað fólk vill gera. Þá er dagskráin klár þegar fólkið kemur og tíminn nýtist til fulls. Átta skólar hafa haft samband og fengið okkur til að skipuleggja ferðir fyrir sig. Ef fólk vill fara í siglingu, útsýnis- eða gönguferðir og hefur ákveðnar óskir um mat getum við bjargað því. Þetta hafa skólarnir kunnað að meta og erum við að þróa þessa þjónustu enn frekar,“ sagði Auður. „Endilega kíkið á síðuna okkar og bloggið og ef þið eruð með hugmyndir um afþreyingu erum við opin fyrir öllu. Líka ef þið vitið af fólki á leið til Eyja, endilega bendið á okkur, við erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Gunnar Ingi. Auðun og Gunnar Ingi með túristahóp við skúr Ribsafari. Booking Westmann Islands :: Upplýsingavefur fyrir ferðamenn: Litla hobbýið hefur vaxið og er orðið alvöru fyrirtæki í ferðaþjónustu :: Skipuleggja móttöku á ferðamönnum þar sem allt er með í pakkanum Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is „Ég hef ekki verið að máta mig í slíka stöðu og lít ekki endilega á það sem skref upp á við að fara frá því að vera bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum yfir í þingsetu. Mér líkar afar vel í því sem ég er að gera og tek alvarlega því sterka umboði sem mér og félögum mínum á lista Sjálfstæðismanna var veitt í seinustu kosningum,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður hvort hann hefði hug á að sækjast eftir sæti á lista Sjálf- stæðismanna komandi alþingis- kosningum. Hann segir verkefnin hér í Eyjum stór, mikilvæg og aðkallandi. „Við stöndum enn á ný frammi fyrir breytingum sem við verðum að laga okkur að ef ekki á illa að fara. Tæknivæðing í sjávarútvegi mun fækka störfum á þeim vettvangi um hundruði á næstu árum. Sveitar- félagið hvorki má né ætlar að skila auðu í þeirri umræðu og þeim verkefnum. Þá erum við að ráðast í miklar framkvæmdir á vettvangi bæði aldraðra og fatlaðra auk þess sem við erum að innleiða gríðar- mikla þjónustuaukningu til handa börnum og barnafjölskyldum. Í pípunum er uppbygging á háskóla- námi, uppbygging sjávar- og þekkingarklasa, framkvæmdir á vetvangi ferðaþjónustu og margt fleira.“ Elliði vill samt ekki útiloka neitt og bendir á að hann sé ekki ómissandi fyrir Vestmanneyjar þótt Vest- mannaeyjar séu ómissandi fyrir hann. „Það veit enginn æfina sína fyrr en öll er og það er ekki í eðli mínu að útloka neitt. Sjálfstæðis- flokkurinn mælist ekki sterkur í Suðurkjördæmi og nýlegar mælingar gefa jafnvel til kynna að hann tapi helmingi þingmanna sinna og fái eingöngu tvo í stað þeirra fjögurra sem við eigum núna. Það er staða sem ég hugsa til með ónotum,“ segir Elliði og bendir á kjördæmaþingið um helgina. „Þar komum við Sjálfstæðismenn saman og ráðum ráðum okkar. Eftir það fara línur að skýrast og ég efast ekki um að listi okkar verður sterkur hvaða leið sem við svo sem förum við að koma honum saman og hvaða einstaklingar veljast tímabundið til þeirra stóru starfa sem framboði fylgir.“ Alþingiskosningarnar 2016 :: Elliði undir feldi: Ekki endilega skref upp á við frá því að vera bæjarstjóri :: Það veit enginn æfina sína fyrr en öll er :: Það er ekki í eðli mínu að útloka neitt Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Á föstudagskvöldið hélt útgerðar- félagið Bergur-Huginn upp glæsilega árshátíð á Einsa Kalda í tilefni af 44 ára afmæli félagsins. Milli 80 og 90 manns mættu og sáu þeir Leó Snær Sveinsson og Bjartmar Guðlaugsson um að halda fjörinu uppi fram eftir nóttu. Á myndinni eru Valgeir Yngvi Valgeirsson, Hilmar Jón Stefánsson, Donna Ýr Kristinsdóttir og Valtýr Auðbergsson, en þeir róa á Vestmannaey VE 444 sem er í eigu félagsins. Bergur-Huginn: Fagnað 44 ára afmæli félagsins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.