Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Fimmtudagur 19. maí 2016 Landsmót skólalúðrasveita var haldið í Garðabæ dagana 29. apríl til 1. maí, en landsmótið er haldið annað hvert ár. Þar komu saman rúmlega 500 ungir hljóðfæraleikarar og skemmtu sér við að spila hressilega blásaratónlist á hljóðfæri sín. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja sendi tíu fulltrúa á mótið og stóðu þau sig öll með stakri prýði. Eyrún Þóra, tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Vestmannaeyja var ein af þeim sem fylgdi hópnum á mótið. ,,Þetta var alveg rosalega skemmti- legt og krakkarnir stóðu sig alveg ótrúlega vel. Krakkarnir spiluðu með bláu sveitinni en það er sú sveit sem er fyrir þá sem eru lengst komnir. Það var ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þau að vera að spila með 80 til 90 spilurum í einu, sem öll eru langt komin, það er eitthvað sem þau eru ekki vön, enda höfðu þau öll orð á því á leiðinni heim að það hafi staðið upp úr í ferðinni,“ sagði Eyrún Þóra. Dagskrá helgarinnar var stíf en mótið var sett seinni partinn á föstudegi og endaði á sunnudegi með stórum tónleikum. ,,Föstudag- urinn og laugardagurinn fóru í strangar æfingar en þó skelltu þau sér í sund í millitíðinni og fóru í ratleik. Landsmótið endaði svo sunnudeg- inum þar sem haldnir voru stórir lokatónleikar þar sem allir spiluðu saman. Ég er ótrúlega stolt af þessum krökkum, þau eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlistinni.“ Stjórnandi skólalúðrasveitarinnar er Jarl Sigurgeirsson og með honum starfa þau Birgir Nilsen, trommu- kennari, Einar Hallgrímur Jakobs- son málmblásturskennari og Eyrún Þóra Sigþórsdóttir tréblásturskenn- ari. Anna Lilja Sigurðardóttir einn af farastjórum ferðarinnar var að vonum glöð með krakkana og sagði nauðsynlegt fyrir þau að fá tækifæri til að taka þátt í svona viðburðum. ,,Þetta var alveg frábært og vel að öllu staðið. Það skiptir svo miklu máli fyrir krakkana að fara á svona mót og fá reynsluna að spila með svona fjölmennum hóp. Á síðasta ári fór sveitin í samfloti við Skólasveit Vesturbæjar og Mið- bæjar til Callella á Spáni á tónlistarhátíð þar og er stefnt að því að sveitin fari aftur á næsta ári.” Mikið rosalega sé ég eftir því að hafa ekki tekið betur undir og barist meira og mótmælt eyðileggingu miðbæjarins okkar af miklu meiri krafti en ég gerði. Það sem blasir við þegar maður kemur í miðbæinn er að það er nánast búið að rífa „öll“ eldri húsin þar, húsin sem áttu og geymdu sögu okkar. Við áttum að endurbyggja þessi niðurníddu hús og þar hefði Vestmannaeyjabær átt að koma inn í og aðstoða svo að við Eyjamenn gætum bent á þau og sagt söguna okkar. Og ekki tekur betra við þegar maður lítur yfir nýjasta „afrek“ þessara niður- rifsafla. Það að rífa niður hús og leyfa byggingu verslunar á einum fallegasta og flottasta byggingarstað bæjarins var út í hött. Eins og spáð var er algjört umferðaröngþveiti á staðnum og menn leggja bílum sínum allstaðar,við Strandveg, Miðstræti og hirða svo bílastæðin af Vöruvali líka eins og þar væri ekki nægur vandi. Þarna eiga eftir að verða slys og fleiri en eitt því Herjólfgata og Miðstræti eru með þrengstu götum bæjarins. Þar ríkir umferðaröngþveiti alla daga. Lærðu menn ekkert af Krónubílastæð- unum, Herjólfsstæðunum og Vilbergsstæðunum svo nokkur dæmi séu nefnd. Svo er það sú staðreynd að staðsetning svona fyrirtækis skiptir engu máli svo framarlega að þar séu næg bílastæði og góð aðkoma fyrir bíla og önnur ökutæki, það labbar enginn með varninginn heim. Þessi bygging stingur líka verulega í stúf við sitt nánasta umhverfi. Þessir menn með bæjarstjórann í farabroddi hafa verið og eru hroðalegir umhverfis- sóðar og skilja eftir sig slóð illa ígrundaðra verka. Það er ekki nóg að vera alltaf að gapa í fjölmiðlum: Við Eyjamenn, Lífið er yndislegt, nei það þarf að hugsa líka. Og nú dúkkar upp nýjasta hugmynd þessa niðurrifsmanna en hún er sú að rífa gamla Ísfélags- húsið, já rífa Ísfélagið og til að fegra hryllinginn þá á að byggja þarna íbúðir fyrir fatlaða, rífa, rífa, rífa virðist vera það eina sem þessum niðurrifsmönnum dettur í hug og geta sett kraft í. Ég er alls ekki á móti því að byggðar verði íbúðir fyrir fatlaða nema síður sé eða að byggja íbúðir í miðbænum en það er alls ekki sama hvað það kostar eða á kostnað hvers, það er búið að eyðileggja miðbæinn nóg. Framtíð Ísfélagshússins á að vera allt önnur og veglegri og húsið á að fá þá virðingu sem það á skilið og sé ég fyrir mér nánast nákvæmlega það sama og gert var við gamla frystihúsið í Hafnarfirði. Þar yfirtók bærinn húsið og úthlutaði síðan húsinu til listamanna, prjónakvenna, hönnuða og í hendur hverskyns listframleiðenda fyrir vinnustofur og söluaðstöðu. Ég sé fyrir mér vinnustofur og sölubása fjölmargra handverkslistamanna þar sem þeir selja sínar afurðir í nálægð miðbæjarins og Vigtartorgsins og lífga uppá miðbæjarlífið. Og ég held til dæmis að það sé ekki til flottari staður undir bakarí og kaffihús en í Boganum. Núverandi eigendur hússins ættu að gefa húsið til Vestmannaeyinga sem þakklætisvott fyrir sína velgengni með því skilyrði að það yrði látið standa og alls ekki rifið. bergur m. sigurmundsson Hroðalegir umhverfissóðar Kór Átthagafélags Strandamanna heldur tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju laugardaginn 21. maí kl. 17.00. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og undirleikari á píanó er Vilberg Viggósson. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg t.d. Riddari götunnar, Hér stóð bær, Hagavagninn, Mamma þarf að djamma, Blíðasti blær og fleiri góð lög. Kórinn hefur einu sinni áður haldið tónleika í Vestmannaeyjum en það var árið 2000. Sú ferð heppnaðist mjög vel og því mikil tilhlökkun hjá kórfélögum að syngja þar aftur. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta. Fréttatilkynning Kór Átthagafélags Strandamanna Skólalúðrasveit Vestmannaeyja stóð sig vel á Landsmóti: Skiptir svo miklu máli fyrir krakkana að fara á svona mót :: Fá reynsluna að spila með svona fjölmennum hóp, sagði fararstjóri SædÍS EVa BirGiSdÓTTir seva@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.