Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Fimmtudagur 19. maí 2016 Friðberg Egill Sigurðsson: Andlega út- haldið sem kom mér alla leið Fór á Eyjafjallajökul í fyrra og því var eðlilegt næsta skref hjá mér að klára Hnjúkinn. Fékk Huginn Egilsson til að koma mér í formið sem gerði gæfumuninn. Þegar uppi var staðið var það andlega úthaldið sem kom mér alla leið upp. Að leggja af stað klukkan eitt um nóttu, lítið sofinn, var erfitt og að ganga inn í nóttina var svolítið skrítin tilfinning. Endalaus jökulbreiðan í frábæru skyggni var ólýsanleg og fann maður það hversu lítil mann- skepnan er í stóra samhenginu. Samferðafólkið er svo að mínu mati stærsti hlutinn af upplifuninni, enda ekkert gaman að takast á við svona verkefni ef maður hefur ekki einhverja til að deila því með. Með svona snillinga í kringum sig og hrikalega íslenska náttúru getur útkoman aldrei orðið önnur en frábær. Katrín Laufey Rúnarsdóttir: Þetta kalla ég að lifa lífinu lifandi Stórkostleg ferð að baki sem mun sitja í minningunni það sem eftir er. Þetta er önnur ferð mín á Hnjúkinn, ég fór fyrst 09.05.2009 og var sú ferð mun erfiðari fyrir mig en þessi. Ég hét því að ég ætlaði aldrei að fara aftur, en aldrei að segja aldrei. Hérna var ég komin aftur, en nú var ég léttari á fæti og fór létt með þetta. Veðrið var frábært og félags- skapurinn æðislegur. Það var rosalega spes að byrja gönguna klukkan eitt að nóttu og vera ósofin, en var allt þess virði þegar maður horfði á sólina koma upp. Að ganga eins og maurar upp risafjallshlíð á skjldbökuhraða var magnað, svo þegar við vorum komin upp á toppinn og maður sá yfir allt Ísland, það var ótrúleg sjón. Að horfa svo á þá sem eiga eftir slatta göngu, eins og litlir maurar í fjarska. Og svo kom tilfinningin sem maður var búin að bíða eftir, ó mæ, ég er kominn upp á topp! Það var mögnuð tilfinning en þá átti maður eftir að ganga alla leið til baka. Það var dállítil klikkun að eiga alla bakaleiðina eftir, en sem betur fer þá er nú gengið miklu hraðar niður, sérstakelga þegar leiðsögumaðurinn í okkar línu ákvað að láta Albert vera fremstan. Albert bókstaflega dró okkur niður á ofsa hraða, nokkrum sinnum þurftum við að biðja hann að hægja á. Það tókst í nokkrar mínútur, svo var hann farinn á fullt aftur, en mikið vorum við fegin þegar við vorum komin niður að steini þar sem við máttum fara úr línunni og ganga frjáls ferðar okkar. Þetta gekk allt ofur vel og ekki einu sinni ein blaðra á tá. Þetta kalla ég að lifa lífinu lifandi. Albert Sævarsson: Stórkosleg upplifun og frábær fé- lagsskapur Gangan í sjálfu sér kom mér á óvart, hvað hún var auðveld, þetta tók meira á andlegu hliðina. Að mínu mati var gengið alltof hægt og á tímabili var ég að drepast úr leiðindum, þegar við vorum föst í línu og það þurfti að vera vist bil á milli okkar og ekki hægt að tala mikið saman. Ferðin var pöntuð með hálfsárs fyrirvara og vissum við náttúrlega ekki hvernig veðrið yrði, en veðurspáin gekk eftir okkar óskum og það gerði ferðina fullkomna. Þetta var stórkosleg upplifun og frábær félagsskapur. Það sem stóð uppúr í þessari ferð var að ég fór létt með að fara hana í glænýjum skóm, með sígó, bjór og konna með mér. Þetta er ferð sem ég get vel mælt með. Ólöf Helgadóttir: Bíð spennt eftir næstu ferð Ógleymaleg ferð með frábæru fólki i bongó blíðu. Ferðafélag Íslands á heiður skilið fyrir ferðina og farastjórinn i okkar línu, hann Örvar var alveg frábær. Ég held að það verði ekkert sem toppi þessa ferð. Ef ég yrði spurð hvort eg myndi fara þetta aftur, þá væri svarið, já ekki spurning.Nú bíður maður spennt eftir næstu ferð með þessu frábæra fólki. Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir: Útsýni í all- ar áttir og alveg ótrú- leg fegurð Þetta var alveg frábær ferð, rosalega skemmtilegir ferðafélagar í yndislegu veðri að gera það sem manni finnst skemmtilegast. Gangan sjálf gekk vel og var bara skemmtileg. Held að flestir sem eru vanir að ganga og í ágætis formi geti labbað upp á Hnjúkinn ef farið er með aðilum sem þekkja vel til, eins og Ferðafélaginu, og ef fólk er með réttan búnað. Passað er upp á hraðann allan tímann þannig að fólk klári sig ekki og stutt stopp reglulega. Miklu skiptir í svona ferð að drekka vel og nærast og við hópurinn vorum dugleg að minna hvort annað á þessa hluti og auðvitað að bera sólarvörnina þar sem það var heiðskírt. Toppurinn var síðan að standa á Hvannadalshnjúknum sjálfum með útsýni í allar áttir, alveg ótrúleg fegurð. Æðisleg ferð sem ég mæli með. Kristján Ásgeirsson: Kom á óvart hvað þetta var auðveld ganga Að hafa álpast inn í Hressó fyrir nokkrum árum hefur sennilega reynst eitt mesta gæfuspor í mínu lífi. Þar kynntist ég skemmtilegu og afar jákvæðu fólki sem bauð mér í gönguhóp. Þegar Eyjamenn vilja fá mann með sér í göngu upp um fjöll og dali þá segir maður bara já. Hef ég gengið Laugaveginn með þeim og nú var komið að Hvanna- dalshnjúk. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Ég keypti mér nýja skó, prufaði að fara í þeim á fótboltaleik, henti þeim í skottið og brunaði svo austur. Ég var kominn í mína hefðbundnu pásu frá allri hreyfingu en var svona að íhuga að fara að byrja aftur og það var kannski bara ágætt hugsaði ég, að byrja á að labba upp Hvannadals- hnjúk. Gangan sjálf var ekki erfið, úthaldið greinilega enn til staðar frá því í Hressó. Þetta voru bara hænuskref upp, bundinn í línu með sjö öðrum þannig að maður stjórnaði ekki hraðanum sjálfur. Hugsanir reikuðu víða á leiðinni og var maður stundum kominn langt út fyrir landsteinana og á sólarströnd. Þessi ganga tók miklu meira á haus- inn á manni heldur en líkamann. En þar sem ég var með Eyjafólki þá var mér nokkuð borgið, alltaf stutt í gleðina. Í rauninni kom það mér á óvart hvað þetta var auðveld ganga og ekki skemmdi veðrið fyrir sem var með eindæmum gott og þar sem ég er sóldýrkandi og dái hitastig þá voru þessar aðstæður alveg sniðnar fyrir mig. Það eru líka forréttindi að fá að vera hluti af þessum hóp. Það var mikið hlegið og grínast alla helgina. Ég er bara í skýjunum með þessa ferð og mæli með þessu. Upplifa náttúru Íslands í frábærum félagsskap verður ekki toppað. Guðrún B. Ragnarsdóttir: Amman skýjum ofar ,,Amma, fórstu fyrir ofan skýin,“ spurði Hinrik Helgi, barnabarnið mitt þegar ég kom heim. Það lýsir kannski best upplifun minni á þessari ferð. Skýjum ofar í bongó blíðu með frábærum ferðafélögum og góðum farastjóra sem gerði gönguna mun auðveldari en ég bjóst við. Takk fyrir mig. Rakel Björk Haraldsdóttir: Fjöllin, snjórinn og öll fegurðin fylltu mig orku Í mörg ár hefur mig langað til að fara í alvöru göngu, hafði ekki látið verða af því af ýmsum ástæðum. Núna í lok janúar sat ég á kaffistof- unni í Hressó líkamsrækt þar sem Ólöf Helgadóttir var að segja frá þessari ferð á Hvannadalshnjúk sem einhverjir úr Eyjum ætluðu í. Ég tók mér örstutta stund í að ákveða mig, lét tilleiðast, hafði samband við Kötu Laufeyju og ég var þar með skráð. Ég hafði aldrei farið í göngu og ekki einu sinni upp á Heimaklett svo mér fannst dálítið kúl að byrja á toppnum. Tóku þá við æfingar á fjöllin okkar hér í Eyjum. Ferðin var í alla staði frábær, við vorum flest lítið sofin þegar ferðin hófst en spennan og tilhlökkunin í hópnum var svo mikil að það skipti ekki máli. Fyrsti hlutinn var pínu erfiður þar sem gangan gekk mjög hægt en það var svo sem allt í lagi, vorum bara á útopnu að spjalla um hvað allt væri frábært. Umhverfið var dásamlegt og mér leið á tímabili eins og ég væri persóna úr gamalli íslenskri þjóðsögu. Allt var svo dimmt og skuggarnir og klettarnir héngu yfir okkur. Fjöllin, snjórinn og öll fegurðin fylltu mig orku og gerðu þessa göngu mun gleðilegri en ég hafði búist við, hafði reyndar haft áhyggjur af því að þetta yrði mjög erfitt og tæki svakalega á en það gerði það ekki, hvorki andlega né líkamlega. Ég er harðákveðin í að fara aftur á Hnjúkinn seinna. Ég held að það segi líka allt að vera í hóp af fólki sem er eingöngu hvetjandi með sömu áhugamálin og með gleði og bjartsýni að leiðarljósi ásamt sjálfstrausti til að gera svona lagað. Takk fyrir mig kæru gönguvinir. Stoltir og ánægðir Hvannadalshnjúksfarar að göngu lokinni: Katrín Laufey og Albert sátt á toppnum. Gunna og Ólöf gáfu unga fólkinu í ferðinni ekkert eftir, enda hörkukonur hér á ferð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.