Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 20
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Í tæp 30 ár hefur afhending Fréttabikara verið fastur liður á lokahófum handbolta og fótbolta til efnilegra leikmanna í yngri flokkum. Að þessu sinni komu Fréttabikararnir í hlut Þóru Guðnýjar Arnarsdóttur og Elliða Snæs Viðarssonar sem þrátt fyrir ungan aldur léku stórt hlutverk með meistaraflokkum í vetur. Þóra Guðný er 17 ára og leikur stöðu skyttu og hornamanns í sókn en spilar einnig stórt hlutverk varnar- lega. Í meistaraflokki kvenna í vetur lék hún stærra og stærra hlutverk þegar leið á tímabilið en mikið var um meiðsli. Undir lokin var hún orðin ein af lykilmönnum liðsins. Þóra er frábær fyrirmynd yngri iðkenda og var samtals í hópi meistaraflokks í 22 leikjum í vetur. Hún er vel að þessu komin en hún skrifaði í síðustu viku undir samning við félagið og fáum við að fylgjast með henni áfram á næstu árum. Elliði Snær er 17 ára en verður 18 ára í nóvember. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elliði verið mikilvægur í liði meistaraflokks í vetur. Hann var í hópnum í 30 leikjum og í hvert einasta skipti yngsti leikmaðurinn. Elliði leikur mikilvægt hlutverk varnarlega en hann er einnig mikill leiðtogi og hefur sýnt það á undan- förnum árum. Hann er gríðarlegt efni og hefur leikið vel með yngri landsliðum Íslands. Elliði lék einnig risastórt hlutverk í liði 3. flokks sem varð Íslandsmeistarar fyrir rétt rúmri viku. Elliði er eins og Þóra frábær fyrirmynd yngri iðkenda og vel að þessum verðlaunum kominn. Hann skrifaði undir samning við ÍBV nýverið og munum við geta fylgst með honum vaxa í framtíðinni. Fréttabikararnir 2016 :: Þóra Guðný og Elliði Snær: Spiluðu stórt hlut- verk með meist- araflokkum þrátt fyrir ungan aldur :: Frábærar fyrirmyndir yngri iðkenda og vel að þessum verðlaunum kominn Guðmundur T. SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Vikutilboð 18.- 24. maí 2016 bki extra kaffi 400 gr verð nú kr 498,- verð áður kr 658,- hatting hvítlauksbrauð 3 stk verð nú kr 498,- verð áður kr 658,- egils gos dós 0,33 ltr verð nú kr 99,- verð áður kr 145,- buddy fruit barnamatur +6 mán verð nú kr 168,- verð áður kr 198,- Grill- matur í úrvali ! SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.00 Tökum niður pantanir ! ATH! Opið AllA dAgA Til kl. 21.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.