Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Óskarshátíð stÓð undir nafni skari skarar fram úr >> 13 >> 8 >> 12hjá gÓðu fÓlki Vestmannaeyjum 25. maí 2016 :: 43. árg. :: 21. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Á föstudaginn var Nói Bjarnason sjö ára í óvissuferð með bekknum sínum. Ferðin gekk vel en þegar Nói kom á frístund eftir skóla tók hann upp sprautu sem hann fann í göngunni. Kom í ljós að hann hafði stungið sig á nálinni. Fjölskyldu Nóa var eðlilega brugðið og setti móðir Nóa, Tinna Tómasdóttir status á Facebook sem byrjaði svona: -Til þín sem hentir notaðri sprautunál á götuna: Ég veit ekkert í hvaða ástandi þú ert eða hverju þú ert að sprauta í þig og í raun er mér skítsama. En mér er ekki skítsama að þú skulir henda notaðri og mögulega sýktri nál á götuna! Ekki vera fífl! Ekki vera fáviti! Þegar þú hefur sprautað þig, fargaðu þá nálinni á viðeigandi hátt og komdu í veg fyrir að saklaus börn eins og sjö ára sonur minn stingi sig á nálinni!-,,Ég fékk hringingu um miðjan dag á föstudag þar sem starfsmaður frístundaversins tilkynnir mér að sonur minn hafi fundið sprautu í gönguferð í skólanum og stungið sig á henni. Mér var eðlilega mjög brugðið og það fóru strax milljón hugsanir í gang í hausnum á mér,“ sagði Tinna í samtali við Eyjafréttir. „Ég brunaði með hann strax upp á sjúkrahús þar sem frábær læknir tók á móti okkur. Þar var tekin blóðprufa þar sem gildin eins og þau eru í dag voru tekin og hann fékk mótefni gegn lifrabólgu b. Líkurnar á lifrabólgu c, lifrarbólgu b eða HIV eru litlar en þær eru fyrir hendi. Við munum hins vegar ekki fá að vita það með vissu fyrr en eftir sex mánuði hvort allt sé í lagi. Læknirinn setti sig strax í samband við smitsjúkdóma- lækni barna og annan smitsjúkdóma- lækni og ráðfærði sig einnig við Hjalta Kristjánsson heimilislækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Nú bíðum við bara eftir niðurstöðunni.” Líklegast sterasprauta Tinna fór með sprautuna til lög- reglunnar sem er nokkuð viss um að þetta sé sterasprauta. „Þannig að mér létti aðeins en maður veit aldrei hvort sá sem sprautar sterum í sig sé með smitsjúkdóm. Það er nauðsynlegt að fólk sem notar sprautur hafi vit á því að farga þeim á réttan hátt. Þess vegna skrifaði ég í rauninni þennan status á Facebook.” Tinna segist hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að segja frá þessu en hugsaði svo með sér að með því gæti hún forðað öðru barni frá því að lenda í þessu. ,,Við þurfum að ræða þetta við börnin okkar og fræða þau um hvað þetta getur verið hættulegt. Segja þeim að ef þau rekast á sprautur að láta þær algerlega eiga sig og segja fullorðnum frá svo að hægt sé að farga þessu á réttan hátt án þess að skaði hljótist af. Þó svo að við búum í Vestmannaeyjum þá getur þetta alveg eins gerst hér eins og annars staðar.” Tinna veltir því fyrir sér hvort að það þurfi kannski að byrja með forvarnarstarf fyrir börn fyrr heldur en gert er í dag. ,,Þegar ég var krakki byrjuðu forvarnir í 7. bekk. Það er bara alltof seint. Það á að fara í alla bekki grunnskólans og fræða börnin um hættuna. Auðvitað er spennandi fyrir svona ung börn að finna sprautu úti, en þau gera sér ekki grein fyrir því hversu hættulegt það getur verið. Þetta atvik ýtir kannski aðeins við okkur og verður okkur víti til varn- aðar. Það er aldrei of varlega farið.” :: Ungur drengur stakk sig á sprautunál :: Fjölskyldunni eðlilega brugðið: Litlar líkur á lifrabólgu eða HIV en hættan er fyrir hendi :: Við munum hins vegar ekki fá að vita það með vissu fyrr en eftir sex mánuði, segir móðir hans SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Útskrift á Víkinni - Mikið fjör var á útskriftarhátíð hjá Víkinni síðastliðinn miðvikudag þar sem 50 börn útskrifuðust úr leikskólanum og halda í skólann í haust. foreldrafélagið bauð upp á vöfflur og kakó og krakkarnir sungu tvö lög við undirspil Jarls sigurgeirssonar. Dagurinn þótti vel heppn- aður í alla staði og útskriftarnemarnir fóru allir glaðir heim með útskriftarhatta og skjöl um að þessum áfanga væri náð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.