Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is íþróttir: guðmundur tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: ómar garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Tvær ungar konur slösuðust og önnur alvarlega í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis- ins Ribsafari í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 11. maí sl. Konurnar voru hér í starfs- mannaferð á vegum Bláa lónsins þar sem bátsferð með Ribsafari var einn dagskrárliður ferðarinnar. Tæplega 100 manns voru í ferðinni og var farið út á öllum bátum fyrirtækisins. Í einni bátsferðinni kom högg á bátinn sem varð til þess að tvær ungar stúlkur slösuðust. Voru stúlkurnar í kjölfarið fluttar á Heilbrigðistofnun Suðurlands í eftirlit. Í fyrstu leit út fyrir að þær hefðu einungis tognað í baki og voru útskrifaðar af Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Seinna kom í ljós að stúlkurnar hefðu orðið fyrir alvarlegum meiðslum og hryggbrotnað. Gekkst önnur þeirra undir aðgerð á Landspítalnum. Í kjölfarið var málið tilkynnt til lögreglu. Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá Ribsafari ehf. sem harma að atburður líkt og þessi hafi gerst. „Áður en farið er í allar ferðir eru aðstæður metnar út frá veðri og ölduhæð. Þennan ákveðna dag höfðum við farið fjölda ferða,“ sagði Aníta Óðins- dóttir talsmaður Ribsafari ehf., þegar Eyjafréttir náðu tali af henni um málið. „Rib safari hefur um árabil boðið upp á skemmtiferðir umhverfis Eyjarnar og fara mörg þúsund manns í ferðir á vegum Ribsafari ehf. á ári hverju. Fyrir liggur að málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu og ef í ljós kemur að öryggisferlum Ribsafari ehf. er ábótavant mun félagið gera viðeigandi ráðstafanir til að forða frekara tjóni,” segir Aníta að lokum. Rannsókn málsins stendur yfir Að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra var slysið tilkynnt til lögreglu af starfsmönnum Ribsafari, það skráð og rannsókn hafin á því. ,,Við rannsókn þessara mála er upplýsinga aflað um hvað gerðist, af hverju, hvar, hverja það varðaði og hvaða afleiðingar það hafði. Skýrslur eru teknar af skipstjóra, tjónþola, helstu vitnum og upp- lýsinga aflað um veður og sjólag. Það fer ávallt eftir atvikum í hverju máli fyrir sig hversu ítarleg rannsókn fer fram, en í alvarlegri slysum er rannsóknin ítarlegri. Málið var tilkynnt til okkar mánudaginn 17. maí sl. og stendur rannsókn á því nú yfir og verið er að afla gagna. Þegar rannsókninni er lokið fær rannsóknarnefnd samgönguslysa afrit af gögnum málsins,” sagði Páley. Á fundi Kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna í Suðurkjör- dæmi á Hellu á sunnudaginn var samþykkt nánast einróma að fara prófkjörsleiðina. Þar með er slagurinn hafinn fyrir alþingiskosningarnar sem áætlað er að verði í haust. „Ekki var annað að heyra á núverandi þingmönnum en að þeir myndu allir óska eftir áframhald- andi þingsæti. Nýlegar kannanir benda þó til að staða okkar í kjördæminu sé ekki nægilega sterk til að við Sjálfstæðismenn getum gengið að fjórum mönnum sem öruggum. Miðað við niðurbrot á könnun frá því í apíl þá mælist Sjálfstæðisflokkurin ekki með nema 24,64% atkvæða ef gengið yrði til kosninga núna og því ekki ólíklegt að þeir sem neðar eru á lista kunni að vilja færa sig ofar,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri eftir fundinn. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu mikið framboð verður af fólki í prófkjör hjá okkur Sjálf- stæðismönnum í kjördæminu. Svo kann jafnvel að vera að eftirspurn eftir frambjóðendum verði meiri en framboð. Ég hef að minnsta kosti ekki enn haft fregnir af neinum öðrum frambjóðendum en sitjandi þingmönnum. Stefnt er að því að prófkörið verði í lok ágústs eða byrjun september og ætli það megi ekki búast við því að nýir fram- bjóðendur geri upp hug sinn að afloknum forsetakosningum í júnílok.“ Hvað hann sjálfan varðar sagði Elliði það rétt að hann finni fyrir mikilli hvatningu og hafi hann fengið áskoranir víða að um að taka þátt í prófkjörinu. „Þótt sannarlega sé þetta háværara nú en fyrir seinustu alþingiskosningar þá hvorki hef ég né mun ég byggja ákvarðanir mínar á slíku eingöngu. Um leið og það væri hrokafullt að taka ekki alvarlega sterkum áskorunum um að takast á við mikilvæg trúnaðarstörf þá hef ég skyldum að gegna hér heima bæði gagnvart fjölskyldunni og þeim verkum sem ég vinn sem bæjar- fulltrúi og bæjarstjóri. Ég ætla því bara að vera sultuslakur fram á sumar, hlusta eftir stöðunni í kjördæminu og fara yfir mín mál hér heima – bæði persónuleg og þau sem snúa að þeim mikilvægu verkum sem við í bæjarstjórn erum nú að vinna að,“ sagði Elliði. :: Tvær konur slösuðust alvarlega í siglingu með Ribsafari: Reyna eins og hægt er að hafa öryggið í fyrirrúmi :: Það segir talsmaður fyrirtækisins :: Lögreglan rannsakar slysið :: Rannsóknarnefnd samgönguslysa fær málið afhent SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ákváðu prófkjör :: Núverandi þingmenn vilja halda áfram: Verð sultuslakur fram á sumar og hlusta eftir stöðunni :: Fer yfir mín mál hér heima :: Bæði persónuleg og mikilvæg verk sem við í bæjarstjórn erum nú að vinna að, segir Elliði bæjarstjóri ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Davíð Oddsson heimsótti Vestmannaeyjar á mánudaginn og er hann annar í röð frambjóðenda til embættis forseta íslands til að líta hér við. Eftir að hafa eytt deginum í að heimsækja fyrirtæki og stofnanir var Davíð með fund í Alþýðuhúsinu þar sem um 80 manns voru mætt til að hlýða á það sem hann hefur fram að færa. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var rætt um áætlanir eigenda Strandvegs 26, Ísfélags- hússins að rífa húsið. Eigandi er Ísfélag Vestmannaeyja. Kom fram á fundinum að Vestmannaeyjabær hefur rætt við stjórnendur fyrir- tækisins um hvort mögulegt sé að halda hluta af húsinu enda gegni það mikilvægu hlutverki í ásýnd miðbæjarins. Eigendur telja að húsið sé of illa farið til slíkt sé raunhæfur kostur. Skipulagsfulltrúi fór yfir ákvæði byggingareits í deiliskipulagi, þar sem grunnhugmyndin er að viðhalda að mestu leyti núverandi útlínum byggingarinnar en nýta inn- svæðið undir bílastæði. Ráðið taldi brýnt að bygginga- reiturinn verði nýttur sem allra fyrst og hvetur til þess að leitað verði eftir samstarfi við áhugasama aðila um að fara í sameiginlega þróun fasteignar á reitnum sem verður til þegar húsið víkur. Í því samhengi beri að skoða sérstaklega hvort að hluti af byggingareitnum geti nýst undir íbúðir sem nú er stefnt að því að byggja fyrir fatlaða og ráð er gert fyrir í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Ráðið beindi því til þeirra sem um málið koma til með að fjalla að áhersla verði lögð á að viðhalda þeim kennileitum sem hvað mest eru áberandi á byggingareitnum. Er þá sérstaklega vísað til bogans sem snýr að Strandvegi, auk þess sem leitast verði við að húsið nýtist til að efla enn frekar þann sterka miðbæ sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum. :: Umhverfis- og skipulagsráðs: Ísfélagshúsið illa farið og verður rifið ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.