Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 SkólaSlit og loka- tónleikar tónlistarskólans verða föstudaginn 26. maí nk. allir velkomnir Tónlistarskóli Vestmannaeyja Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Landakirkja fimmtudagur 26. maí Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. föstudagur 27. maí Kl. 16.00 Litlir lærisveinar. sunnudagur 29. maí Kl. 11.00 Helgistund í Landakirkju. Þriðjudagur 31. maí Kl. 10.00 Kaffistofan. Kl. 20.00 Samvera hjá Kvenfélagi Landakirkju. Kl. 20.00 Vinir í bata. Framhalds- hópur. Miðvikudagur 1. júní Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 17.30 Kyrrðarbæn. Kl. 19.30 OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20.00 Bænaganga. Hvítasunnu- kirkjan fimmtudagur kl. 20:00 Biblíulestrarröð úr bókinni „Vöxtur" sjöundi kafli. sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Linda frá Kanada prédikar. Lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Ert alltaf að gera meira en hinir sem mæta ekki á æfingu Vigdís Hind Gísladóttir tók þátt í Hressómeistaranum þar sem hún stóð sig frábærlega. Lét sig meðal annars ekki muna um að vera fimmti keppandinn í karlaliði. Vigdís Hind er duglega að æfa í Hressó, m.a. í ólympískum lyftingum og er Eyjamaður vikunnar. nafn: Vigdís Hind Gísladóttir. fæðingardagur: 27. desmeber 1999. fæðingarstaður: Fæddist í Reykja- vík en var flutt strax til Eyja. fjölskylda: Gísli (á Uppsölum) er pabbi minn og ég bý með honum ásamt kærustu hans og dóttur hennar. Víðir bróðir er einnig í Eyjum. Svo býr mamma í Árbæn- um. Uppáhalds matur: Lasagne-ið sem mamma gerir eða hakkabollurnar hennar ömmu. Versti matur: Bjúga, það er bara alls ekki fyrir mig. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég hlusta mest á A$AP Rocky, Kendric Lamaar, ÚlfurÚlfur svo er AronCan að kicka aðeins inn. En ég er náttúrulega dóttir Gísla Hjartar þannig U2 er hátt á listanum. Uppáhalds vefsíða: Ætli það sé ekki Youtube eða Facebook. Aðaláhugamál: Ólympískar lyftingar eru svona helsta áhuga- málið. Spinning, Tónlist, ferðast og svo er crossfit alltaf með líka. fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mér finnst Seyðisfjörður hrikalega fallegur en er ekki skylda að segja Vestmannaeyjar? Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Mattie Rogers og Lauren Fisher eru uppáhalds í lyftingum. Svo í Crossfit eru það Annie Mist, Freyja Mist og Rakel Hlysndóttir. Ætli íþróttafélag sé ekki bara Brighton, ÍBV og Huginn. Ertu hjátrúarfull: Já, sérstaklega þegar það kemur að lyftum, það verður að vera sama rútínan alveg eins áður en lyftan fer fram. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi rosalega sjaldan á sjónvarp en American Horror Story og Supernatural verður fyrir valinu. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Ætli það séu ekki spennusögur sem eiga eftir að hræða lífftóruna úr mér. Hvenær byrjaðirðu að æfa? Seint á árinu 2013. Hvað finnst þér skemmtilegast í ræktinni? Ólympískar verða alltaf fyrir valinu en það er sjúklega gaman í spinning því það er alltaf brjálað stuð og skemmtileg tónlist. Hvað viltu segja við fólk sem er að spá í að byrja? Byrjaðu bara. Sama hversu hægt þú heldur að þú farir ertu alltaf að gera meira en hinir sem mæta ekki á æfingu. Finndu þér þjálfara sem er til í að hjálpa þér og ráðleggja. Mættu í tíma í Hressó ef þú vilt ekki vera með þjálfara því þar er frábært fólk sem finnst alltaf gaman að fá nýja í tíma til sín. Ekki vera að pæla hvað öðrum finnst, því það fer of mikil orka í það og það skiptir engu máli. Ef þú ert hræddur um að það sé einhver að horfa á þig í ræktinni og dæma þig þá er það ekki svoleiðis því fólk mætir bara til að mæta fyrir sjálft sig það er engin að fara að eyða pening í ræktarkort og nýta það í að horfa á aðra, allir eru að æfa og farðu bara á þínum hraða. Vigdís Hind Gísladóttir er Eyjamaður vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Nú styttist í sjómannadagshelgina, þriðja til fimmta júní, og að vanda verður dagskrá helgarinnar fjölbreytt og skemmtileg. Helgin byrjar að venju með golfmóti sjómanna á föstudagsmorguninn og um kvöldið rokka félagarnir í Skonrokk til heiðurs sjómönnum í Höllinni. Laugardagurinn hefst með hinu árlega dorgveiðimóti klukkan 11.00 á Nausthamarsbryggju og eru allir krakkar hvattir til þess að taka þátt í því. Klukkan 13.00 hefst dagskráin á Vigtartorginu, sem er hin glæsi- legasta í ár. Halldór Ingi Guðnason, formaður Sjómannadagsráðs segir undirbúning helgarinnar ganga vel og dagskráin sé að smella saman. ,,Það er að koma mynd á þetta hjá okkur. Við munum að sjálfsögðu halda í þessa föstu dagskrárliði sem eru á hverju ári en um leið bæta nýjum viðburðum inn. Í ár ætlum við til dæmis að bæta við sjómanns- þraut sem var alltaf hérna áður fyrr. Við ætlum í fyrsta skipti að veita verðlaun fyrir koddaslaginn og karalokahlaupið og við viljum endilega skora á menn, til þess að skora hver á annan í þessar þrautir og mynda skemmtilega stemmningu eins og þegar Óskar Þór og Magni Hauks mættust í koddaslagnum í fyrra.“ Á meðan dagskráin er á Vigtar- torginu mun Björgunarfélag Vestmannaeyja bjóða bæjarbúum að skoða húsnæðið sitt og prufa klifurvegginn. Mótorhjólakapparnir í Drullusokkunum fagna 10 ára afmæli á árinu og verða með sýningu í tilefni að því. Kappróður- inn verður svo á sínum stað og eru áhafnir og aðrir bæjarbúar hvattir til þess að smala saman liði og taka þátt. ,,Við ætlum að sjósetja bátana í lok vikunnar, þannig að fólk getur byrjað að æfa sig um helgina. Við viljum þó brýna fyrir fólki að ganga vel um bátana.“ Á laugardagskvöldinu verður svo heljarinnar veisla í Höllinni þar sem nokkrir af vinsælustu skemmtikröft- um landsins mun sjá um að skemmta. Einsi Kaldi sér um veitingarnar og Þorsteinn Guð- mundsson verður veislustjóri kvöldsins. Skemmtikraftar kvöldsins eru þau Ágústa Eva, Leó Snær, Sunna Guðlaugs og Sara Reinee. Vinsælasta ballhljómsveit landsins, Buff sér svo um að skemmta gestum hallarinnar fram á rauða nótt. ,,Nú fer hver að verða síðastur að bóka borð í Höllinni og því viljum við hvetja þær áhafnir sem eiga eftir að panta borð að gera það sem fyrst. Borðapantanir eru í síma 8474086.“ Á sunnudaginn er hefðbundin dagskrá, Sjómannamessa í Landakirkju og heiðranir, ræðuhöld og verðlaunaveitingar á Stakkó. :: Fjölbreytt dagskrá á Sjómannadaginn: Golfmót, rokk af bestu gerð, sjómannaball og Sjómannamessa Eyjafréttir - vertu með á nótunum! Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300 Það hefur verið venja undanfarin ár að sjómannadagsráð og fleiri hittast í garðinum hjá Bjössa, Birni Jóhanni Guðjohnsen skólavegi 47 að lokinni sjómannamessu. Það var engin undantekning í fyrra og var glatt á hjalla eins og alltaf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.