Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 „Nú í maí eru liðin tvö ár síðan tilkynnt var um ráðningu mína í starf útibússtjóra hjá Íslandsbanka hér í Vestmannaeyjum. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, mér finnst svo stutt síðan þetta var. Ég hafði ekki haft fasta búsetu utan höfuðborgarsvæðisins áður en ég flutti hingað. Ég renndi því nokkuð blint í sjóinn. Ég fann það fljótt að hér í Eyjum er gott að búa. Einnig er vert að nefna að hér eru veitingastaðir á heimsmælikvarða og svo eigum við til dæmis verðlaunasafnið Eldheima sem er einstakt í heiminum og svo mætti lengi telja,“ segir Þórdís Úlfars- dóttir, útisbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Bankinn heldur á morgun, fimmtudag, í Akóges ráðstefnuna, Að hætta að vinna og halda sömu launum. Þar verður bent á leiðir til að halda sömu launum þegar kemur að starfslokum. Það ásamt því að Þórdís hefur starfað hér í tvö ár þótti ástæða til að taka hús á henni og forvitnast um hvernig henni hefur líkað vistin í Eyjum. Auka klukkutími á dag Og hún sér fleiri kosti við að búa í Vestmannaeyjum. „Eitt sem ég get nefnt sérstaklega er að í höfuð- borginni þar sem ég starfaði áður en ég kom hingað gat ferðatíminn á leið til og frá vinnu verið ansi langur í allri umferðinni. Hér fer maður út úr húsi og er kominn í vinnu innan örfárra mínútna. Þannig að það má segja að maður hafi auka klukkutíma á dag til að nýta í eitthvað skemmtilegra en að sitja í bíl,“ segir Þórdís. Stór hluti af fjölskyldu hennar býr og starfar á höfuðborgasvæðinu. „Svo vissulega eru það mikil viðbrigði fyrir mig borgabarnið að geta ekki bara sest upp í bílinn og keyrt af stað þangað sem þarf að fara þegar manni dettur það í hug. Það þarf að skipuleggja ferðirnar og laga sig að því sem í boði er hverju sinni. Ég neita því ekki að það hefur truflað mig eins og svo marga aðra að hafa ekki greiðar samgöngur. Við erum sem dæmi má nefna að sjá Suðurlandið vera að springa af ferðamönnum og náum ekki að taka til okkar hingað nema brot af þeirri umferð. Það þykir mér og mörgum fleiri miður þar sem náttúrufegurðin og margt annað hér er svo einstakt að vandfundinn er sá staður í heiminum sem býður upp á viðlíka, allavega hef ég ekki komið á hann ennþá.“ Vel tekið af öllum Þórdís segir að henni hafi líkað vel frá fyrsta degi í Bankanum enda hafi henni verið vel tekið. „Mér hefur líkað mjög vel hérna. Samstarfsfólkið tók mér vel sem og viðskiptavinir útibúsins. Það má segja að það komi varla nokkur maður í útibúið án þess að einhver þekki hann eða einhver veit deili á honum. Hingað finnst fólki gott að koma og heyrir maður það oft frá viðskiptavinum hversu hlýtt og gott viðmót sé hjá starfsfólki bankans. Þess ber að geta að samanlagður starfaldur 17 starfsmanna útibúsins er kominn yfir 460 ár. Mér er til efs að nokkurt annað bankaútibú finnist hér á landi og þó víðar væri leitað með svo háan starfsaldur. Reynslan hér inanhúss er því orðin ærin. Hér starfar samheldinn hópur sem er líka duglegur að gera eitthvað skemmtilegt saman utan vinnu- tíma.“ Brottfluttir halda tryggð við sitt gamla útibú Upphaflega var stofnað útibú í Eyjum í október árið 1919 og er því stutt í aldarafmælið. „Starfsemi bankans og forvera hans hefur verið farsæl í samfélaginu og enn þann dag í dag tala margir viðskiptamenn um útibúið með mikilli hlýju, hvað þá að þetta sé gamli Útvegsbankinn. Útibú bankans og forvera hans hefur verið til húsa í núverandi húsnæði frá árinu 1952.“ Þórdís segir markaðssvæðið vera bundið við Vestmannaeyjar að nánast öllu leyti, hvort sem er í einstaklings– eða fyrirtækjavið- skiptum. „Þó er útibúið með viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki á fastalandinu og er þá einkum um að ræða brottflutta Eyjamenn sem halda tryggð við sitt gamla útibú. Undanfarin ár hefur verið mikið um framkvæmdir hér og einnig hefur orðið mikil endurnýjun á skiptastól Eyjamanna. Þar höfum við komið að fjármögnun á mörgum stórum sem smáum verkefnum. Mikil umræða hefur átt sér stað um stöðu þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð á húsnæðismark- aðnum og hefur þjónusta Íslands- banka þróast hratt til að mæta þörfum þeirra. Fyrir nokkrum árum voru húsnæðissparnaðarreikningar settir á laggirnar og mögulegt er að fá aukalán vegna fyrstu íbúðar- Íslandsbanki Vestmannaeyjum :: Þórdís ánægð í Eyjum og segir stöðu útbúsins sterka: Hér er viðmótið gott og hingað finnst fólki gott að koma :: Samanlagður starfaldur 17 starfsmanna yfir 460 ár :: Reynslan því orðin ærin :: Samheldinn hópur :: Með góð tengsl við viðskiptavini og samfélagið ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is starfsfólk íslandsbanka í Vestmannaeyjum. frá vinstri: Þórdís Úlfarsdóttir, Betsý ágústsdóttir, Helena Björk Þorsteinsdóttir, sigurður ingi ingason, Björk Elíasdóttir, Vigdís rafnsdóttir, Erna Dögg Hjaltadóttir, kjartan Guðjónsson, sigursteinn Bjarni Leifsson, sigurður friðriksson, Hrönn Harðardóttir, sigríður Bjarnadóttir og sigurrós sverrisdóttir. Þórdís Úlfarsdóttir, útisbússtjóri íslandsbanka í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.