Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 Síðastliðið haust hleypti mennta- málaráðherra af stokkunum Þjóðarátaki um læsi. Skólar um allt land hafa tekið þessu átaki fagnandi, meðal annarra Grunnskóli Vestmannaeyja. Í framhaldinu hefur samstarf Bókasafns Vestmannaeyja og GRV aukist og er það vilji beggja aðila að það eflist enn frekar. Eftir áramótin fór af stað verkefni sem Bókasafnið, Grunnskólinn, FÍV og Rauði krossinn unnu saman. Nemendum af erlendu bergi brotnu var boðið upp á lestraraðstoð þrisvar sinnum í viku á bókasafn- inu. Foreldrar og nemendur voru duglegir að nýta sér þennan valmöguleika. Verkefni, spil og föndur voru í boði milli þess sem nemendur lásu fyrir sjálfboðaliða. Foreldrar voru áhugasamir og oft og mörgum sinnum sátu börn, foreldrar, starfsfólk og sjálfboða- liðar og spiluðu spil sem örva lestur og orðaforða og skemmtu sér konunglega. Þetta var virkilega skemmtilegt verkefni og stefnt er að því að halda áfram næsta haust. Smærri samstarfsverkefni eru af ýmsu tagi og sem dæmi má nefna að kennarar hafa verið að nýta kost bókasafnsins við þemavinnu, fengið bókakassa til að nota í yndislestri, nemendur 1. bekkjar taka þátt í sumarlestrarátaki í samstarfi við Bókasafnið og á vormánuðum unnu nemendur 4. bekkjar verkefni sem nú er til sýningar í Einarsstofu í Safnahúsi. Verkefnið ber yfirskrift- ina Uppáhaldsbókin mín og teiknuðu krakkarnir myndir útfrá uppáhalds bókunum sínum auk þess sem þau skrifuðu líka hvers vegna þær væru í uppáhaldi. Myndirnar eru nú til sýnis, sem og bækurnar sem krakkarnir völdu. Við fengum líka Ljósmyndasafnið, Skjalasafnið og Byggðasafnið í lið með okkur og eru myndir af skólastarfi liðinna ára dregnar fram, leikföng frá ýmsum tímum sýnd sem og skemmtileg námsbók frá 4. áratugnum. Sýningin opnaði laugardaginn 21. maí þar sem starfsmenn Bókasafns- ins tóku á móti þeim fáu sem komu og er ekki hægt að neita því að ósköp hefði verið gaman að sjá fleiri þátttakendur, foreldra og kennara vera við opnunina. Á mánudeginum mættu hins vegar flestir nemendurnir sem áttu verk á sýningunni ásamt kennurum sínum og var greinilegt að flestum þótti skemmtilegt að sjá eigin verk. Sýningin mun standa til 2. júní og ég hvet sem flesta foreldra til að koma og leyfa krökkunum að sýna hvað þau hafa verið að lesa. Ætlunin er að taka frá Einarsstofu tvisvar til þrisvar á ári í samstarf við Grunnskólann og vera með ýmiss konar sýningar, m.a. er hugmyndin að bjóða foreldrum að draga fram uppáhalds barnabókina sína. Þjóðarátak um læsi er rétt að hefjast og samstarf bókasafna og skóla getur gert gæfumuninn í hvernig til tekst. Ég vona að sem allra flestir taki þátt í þessu mikilvæga og sameiginlega verkefni – að auka lestur meðal grunnskólabarna í Vestmanna- eyjum. Samtaka í átt að auknu læsi :: Athyglisverð sýning í Einarsstofu: Fjórðu bekkingar teikna mynd tengda Uppáhaldsbókinni :: Skrifa líka um hvers vegna þær væru í uppáhaldi drífa Þöll arnardóttir Bílaumboðið HEKLA og Bíla- og vélaverkstæði Nethamar ehf. hafa nýlega gert samstarfssamn- ing. Ólafur Örn Ólafsson, framkvæmdarstjóri þjónustu- sviðs HEKLU, og Guðjón Rögnvaldsson, eigandi Net- hamars, fræddu Eyjafréttir um hvað þetta raunverulega þýðir fyrir Heklu og Vestmannaeyjar. Bílaumboðið HEKLA og Nethamar ehf í Vestmannaeyjum hafa gert með sér samstarfssamning, en viðskiptavinir HEKLU í Vest- mannaeyjum fá með téðum samstarfssamningi sterkara bakland og betra aðgengi að þeirri sérfræði- þekkingu sem þarf á að halda til að þjónusta nýja bíla í dag. HEKLA veitir þannig Nethömrum ráðgjöf í tengslum við flóknari viðfangsefni. „Við hjá HEKLU litum mjög jákvæðum augum á það þegar Nethamar sóttist eftir samstarfi enda fyrirtækið vænlegur og traustur kostur til samstarfs. Nú getum við í sameiningu eflt enn frekar þau góðu vörumerki sem HEKLA stendur fyrir og veitt gæða þjónustu,“ segir Ólafur Örn. Heimabyggð sterk Guðjón bætir við að það sé mikilvægt fyrir HEKLU að hafa góða samstarfsaðila í heimabyggð. Hvort sem það sé í tengslum við sölu nýrra bíla eða að þjónusta þau merki sem HEKLA standi fyrir. „Með þessu verður enn auðveldara en áður fyrir Eyjamenn að eiga og reka bíla frá HEKLU, því nú þurfa þeir ekki að leita upp á land með alla þjónustu,“ bætir Ólafur Örn við. Auðveldara aðgengi Samstarfssamningurinn felur meðal annars í sér að sýnileiki bíla frá HEKLU í Eyjum verður enn meiri, en það sem er mest um vert er að íbúarnir fá betra aðgengi að þjónustu, hvort sem um er að ræða við kaup á nýjum bílum eða þjónustu við eldri bíl. Þetta auðveldar aðgengi að topp merkj- um, gæða bílum, og minnkar fyrirhöfnina og sparar tíma fyrir Eyjamenn. Styrkara samband Samstarfið er til þess fallið að veita enn betri þjónustu hvort sem um er ræða í tengslum við nýja bíla eða þjónustu við eldri bíla. HEKLA fagnar samstarfinu við Guðjón og félaga, segir Ólafur og á fimmtu- daginn kemur mun verða slegið til veislu. „Við hlökkum til að styrkja sambandið við Eyjamenn sem hafa verið tryggir viðskiptavinir HEKLU og fögnum því með að bjóða til bílasýningar, milli klukkan 12 og 19, núna á fimmtudaginn 25. maí hjá Nethamri,“ bætir Ólafur við að lokum. Hekla bílaumboð og Nethamar gera samstarfssamning :: Óþarfi að leita upp á land með alla þjónustu :: Eyjamenn tryggir viðskiptavinir Heklu Volkswagen e-Golf er rafmagnaður í alla staði og sameinar 40 ára reynslu Golf og nýjustu tækniframfarir. e-Golf er knúinn áfram á 100% hreinni orku og er því laus við koltvísýringsútblástur. Drægnin er allt að 190 km. við kjöraðstæður og átta ára ábyrgð er á rafhlöðunni. e-Golf er einstaklega sparneytinn og eyðir aðeins 12,7 kWst á hverja 100 km. friðbert friðbertsson, forstjóri HEkLU, ásamt Guðjóni rögnvaldssyni frá nethamar við undirritun nýs samstarfssamning. stoltir listamenn á sýningunni. Bogi Guðjónsson og árni Þór ingason.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.