Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2015, verður haldið í Týsheimilinu fimmtudaginn 26. maí nk. kl. 20.00. Dagskrá samkvæmt lögum bandalagsins og önnur mál. Stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja Útskrift laugardaginn 28. maí Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum verður slitið og nemendur brautskráðir, laugardaginn 28. maí kl. 11:00 í sal skólans. Eldri og yngri nemendur eru velkomnir ásamt öðrum velunnurum skólans. Framhaldsskólinn þakkar nemendum og bæjarbúum samstarfið í vetur og sendir ykkur öllum óskir um gleðilegt sumar. Skólameistari Að hjóla er góð æfing fyrir börn. Það þjálfar vöðva barnsins, samhæfingu handa og fóta og jafnvægi. Börn eiga hins vegar erfitt með að meta hraða, fjarlægð og hvaðan hljóð berast. Þau eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og átta sig á hvað ökumenn bíla hyggjast gera. Eins eiga þau erfitt með að sjá aðstæður í heild eða samhengi á milli smáatriða. Ung börn eiga sérstaklega erfitt með að einbeita sér að mörgum atriðum í einu. Miðað við almennan þroska og getu barna er barnið fyrst tilbúið til að hjóla í umferðinni við 10-12 ára aldur. Fram að þeim aldri er fjarlægðarskynið ekki fullþroskað þannig að barninu finnst hlutirnir vera lengra í burtu en þeir í rauninni eru. Yngri börn hafa heldur ekki eins góða hliðarsýn og þau sem eldri eru. Heyrn barna yngri en 8 ára er ekki fullþroskuð og geta þau því ekki greint úr hvaða átt hljóð kemur. Við 10 ára aldur hafa þau náð fullum jafnvægisþroska. Það er því fyrst við 10-12 ára aldur sem þau hafa þroska til að meðtaka allt sem fer fram í kringum þau þar sem þau hjóla. Áður en barnið fer út á nýju hjóli þarf að velja svæði sem eru örugg fyrir barnið að hjóla á. Gatan fyrir framan heimilið er alls ekki rétti staðurinn, þó að íbúðahverfið teljist vera rólegt hverfi. Brýnið fyrir barninu að hjóla aldrei á götunni. Ekki er nóg að fara yfir þetta einu sinni með barninu heldur verða foreldrar sífellt að hafa eftirlit með því. Tilvalið er að nota tímann til að vera úti með barninu og fylgjast þannig með því og leiðbeina á jákvæðan og góðan hátt. Æskilegt er að hjóla frekar á gangstéttum og göngustígum en á götum, en þar hafa gangandi vegfar- endur forgang. Hringja skal bjöllu tímanlega þegar komið er aftan að gangandi fólki. Á sambyggðum gang- og hjólastígum skal fylgja merkingum um hvoru megin eigi að hjóla. Hjólreiðamaður þarf að gefa merki um ætlun sína í umferðinni. Aðallega er um tvenns konar merkjagjöf. Annars vegar að rétta út hendi til vinstri eða hægri ef ætlunin er að beygja. Hins vegar að setja höndina upp þegar stöðvað er. Ætlast er til að merkið sé gefið tímanlega og hafa báðar hendur á stýri á meðan beygt eða stöðvað er, svo ekki sé hætta á að hjólreiða- maðurinn missi stjórn á hjólinu. Áður en barninu er leyft að hjóla í umferðinni er mikilvægt að fara vel yfir umferðareglur hjólreiðamanna. Hverjar eru helstu orsakir reið- hjólaslysa hjá börnum yngri en 10 ára? • Börn beygja skyndilega fyrir bíla. • Börn víkja ekki fyrir bílum. • Börn eru annars hugar. • Börn stytta sér leið. • Börn hjóla á rangri akrein. • Börn fara ekki eftir umferðar- skiltum. • Börn hafa lélegt jafnvægi. Heimildir: www.barn.is, www.6h.is, www.heilsugaeslan.is , www.msb.is f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Með nýrri námskrá hefur Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV) sett inn nýjan skylduáfanga í nýsköpun og frumkvöðlafræði sem kenndur var í fyrsta skipti nú á vorönn 2016. Nemendur læra um nýsköpun, vöruþróun og rekstur fyrirtækja. Þau taka þátt í verk- efninu Ungir frumkvöðlar á Íslandi, Junior Achievement (JA). Hluti af JA Iceland verkefninu er keppni um bestu viðskiptahugmyndina ásamt því að að kynna og selja nýjar vörur sem nemarnir munu skapa í verkefninu. Hópur frá FÍV er kominn í úrslit í keppninni. JA eru alþjóðleg félagasamtök sem starfa á heimsvísu en verkefni á vegum samtakanna snerta meira en tíu milljónir nemenda á ári hverju í 122 löndum, þar af þrjár milljónir nemenda í 39 Evrópulöndum. Samtökin leitast við að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frum- kvöðla- og viðskiptamenntun í skólum. JA á Íslandi er þátttakandi í JA á heimsvísu. Á vorönn hafa nemendur í átta framhaldsskólum á Íslandi framleitt vörur og rekið smáfyrirtæki frá grunni. FÍV er eini framhaldsskól- inn utan höfuðborgarsvæðisins sem tók þátt að þessu sinni. Nemendur í FÍV hafa frá áramót- um stofnað þrjú fyrirtæki, fengið hugmyndir sem tengjast nýsköpun, hannað og framleitt vörur. Þeir hafa fundið nafn á fyrirtækið sitt, hannað logo, selt hlutabréf til að kaupa efni í framleiðsluna, haldið stjórnar- fundi, gert viðskiptamódel og viðskiptaáætlun, markaðssett vöru sína og selt hana m.a. á vörumessu í Smáralind þann 10. apríl síðast- liðinn. Nemendur gerðu ítarlega ársskýrslu um fyrirtækið sitt og sendu í keppnina um bestu viðskiptahugmynd framhaldsskóla- nema. Í lok annar lokuðu þau svo fyrirtækinu með því að klára að borga hluthöfum til baka, greiða sér laun og létu um leið ákveðna prósentu af ágóðanum renna til góðra málefna. Smáfyrirtækið Skari frá FÍV komst í úrslit þar sem 15 af 60 fyrirtækjum sem stofnuð voru kepptu um bestu viðskiptahugmynd framhaldsskólanema á Íslandi. Starfsmenn Skara eru Alma Rós Þórsdóttir, Andrés Egill Guðjóns- son, Darri Viktor Gylfason, Hulda Dís Snorradóttir og Nökkvi Snær Óðinsson. Þau framleiddu rúðuvökva sem inniheldur afísunarefni sem gerir viðskiptavinum kleift að nota hann allan ársins hring. Vökvinn þrífur rúðuna og eyðir frostinu á veturna. Í úrslitum fóru nemendur okkar í viðtal við dómnefnd og héldu síðan kynningu um vöruna og fyrirtækið sitt á sviði í höfuðstöðvum Arion banka í Reykjavík. Þau stóðu sig gríðarlega vel og þessi góða reynsla fylgir þeim án efa áfram í námi og út í lífið. :: Nýsköpun og frumkvöðlafræði í FÍV :: Nýsköpun, vöruþróun og rekstur fyrirtækja: Skari komst í úrslit þar sem 15 af 60 fyrirtækjum keppa um bestu viðskipta- hugmyndina :: Elín Jóhannsdóttir, kennir nýsköpun og frumkvöðlafræði Hjólað í umferðinni Ólöf árnadóttir Hjúkrunarstjóri hei lsu- gæslunnar í rangárþingi STórgóðir og SkemmTilegir Tónleikar - kór Átthagafélags Strandamanna var með hljómleika í Safnaðarheimili landakirkju um síðustu helgi. Hljómleikarnir voru vel sóttir af eyjamönnum sem fylltu salinn. kórinn söng mörg létt og skemmtileg lög og voru tvö þeirra eftir oddgeir kristjánsson, Fyrir austan mána og Villtir strengir. aðrir lagahöfundar sem voru í söngprógraminu voru m.a. Svavar Benediktsson, rúnar gunnarsson og Björgvin Halldórsson svo einhverjir séu nefndir. allt voru þetta lög sem gestir gátu sungið með og gerðu það óspart. Þetta voru stórgóðir og skemmtilegir tónleikar þar sem Vilberg Viggósson sá um að spila með á píanó og stjórnandi kórsins var Ágota Joó. starfsmenn skara í smáralind. Alma rós, Hulda Dís, Darri Viktor, nökkvi snær og Andrés Egill

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.