Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 ÍBV sótti sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í Árbæinn þar sem liðið sigraði Fylki með þremur mörkum gegn einu. ÍBV byrjaði leikinn miklu betur og uppskar mark eftir einungis níu mínútna leik. Það gaf tóninn fyrir liðið en ekkert gekk að skora gegn Selfossi í fyrstu umferðinni. Um miðjan fyrri hálfleikinn tvöfaldaði Natasha Anasi forystu ÍBV með föstu skoti. Þriðja mark ÍBV kom í upphafi síðari hálfleiks þar sem Lisa-Marie Woods átti gott skot rétt fyrir utan vítateig í hægra hornið. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eftir klukkutíma og minnkaði muninn í 1:3. Lið ÍBV var þétt til baka undir lok leiksins og gáfu þær fá færi á sér. Þegar þetta var skrifað voru einungis nokkrir klukkutímar í leik ÍBV og Vals á Hásteinsvelli í Pepsí-deild kvenna. Knattspyrna | Pepsídeild kvenna :: Fylkir 1:3 ÍBV: Mark á ní- undu mínútu gaf tóninn Stjarnan 2 2 0 0 7 - 1 6 Breiðablik 2 1 1 0 4 - 1 4 FH 2 1 1 0 1 - 0 4 ÍBV 2 1 0 1 3 - 2 3 Þór/KA 2 1 0 1 4 - 4 3 Selfoss 2 1 0 1 2 - 3 3 Valur 2 0 2 0 3 - 3 2 Fylkir 2 0 1 1 3 - 5 1 KR 2 0 1 1 2 - 5 1 ÍA 2 0 0 2 0 - 5 0 Pepsídeild kvenna Brynjar skúlason, þjálfari Hugins, segist aðfluttur á seyðisfirði þannig að hann þekki ekki söguna en hann hafi heyrt að mikil tengsl hafi verið milli íBV og Hugins. „kannski þurfum við að starta þessu aftur,“ sagði Brynjar þegar þetta var borið undir hann. Huginn er í áttunda sæti Inkasso- deildarinnar eftir þrjár umferðir. Hann segir stöðuna góða hjá félaginu en auraráðin eru ekki mikil. „Við erum náttúrulega að reka okkar lið á mjög litlu fjár- magni og því þurfum við að sníða okkar plön samkvæmt því. Bæjarbúar og strákarnir í liðinu eru klárlega ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið svona vel. Allir eru tilbúnir að gera það sem þarf til að þetta gangi upp. Hvort sem að það er sjálfboðavinna til að bæta aðstöðu eða selja páskaegg. Auk þess eru margir brottfluttir Seyðfirð- ingar sem hafa hjálpað okkur við að afla fjár annarstaðar frá,“ segir Brynjar sem segir Huginn ætla að láta finna fyrir sér í sumar. „Væntingar okkar fyrir sumarið eru að gefa öllum liðum alvöru leik. Skiptir ekki máli hvaða lið við spilum við. Við þurfum samt að klára ÍBV í venjulegum leiktíma þar sem við þurfum að ná ferjunni um kvöldið. Ekki ólíklegt að við skorum sigurmarkið úr víti, en mér skilst að það sé mjög auðvelt að fá svoleiðis þegar að spilað er í Eyjum en vonandi verður þetta bara spennandi og skemmtilegur leikur,“ sagði Brynjar en þeir koma akandi, hátt í 600 km leið. Knattspyrna | Brynjar þjálfari Hug- ins spenntur fyrir leiknum gegn ÍBV: Vonandi verður þetta bara spennandi og skemmtilegur leikur :: Þurfum að klára ÍBV í venjulegum leiktíma til að ná ferjunni um kvöldið Einu sinni á ári gefst þeim sem æfa í Hressó að reyna með sér í Hressómeistaranum sem er tímaþraut. Boðið er upp á einstak- lings-, para- og liðakeppni og keppt er í hinum ýmsu þrautum, róðri, hnébeygjum, lyftingum, bekkpressu og hlaupum með ketilbjöllu. Og það er tekið á því eins og sást í Íþróttamiðstöðinni á laugardaginn. Það er líka keppt í búningakeppni því þetta er ekki bara keppni, fólk verður líka að hafa gaman í baráttunni við sjálfan sig. Þátttaka var góð og hefur keppnin sjaldan verið eins skemmtileg. Kom fáum á óvart að það var kvennaliðið sem var með besta tímann, það voru Massaríurnar sem stóðu uppi sem Hressómeistarar 2016. Næst komu kallarnir í Gullfiskunum. Helstu úrslit voru að í einstak- lingskeppni bar Bjartey Gylfadóttir, sigur úr bítum, Erna Dögg Sigur- jónsdóttir varð önnur og Telma Gunnarsdóttir sú þriðja. Hjá körlunum varð Elías Jónsson fyrstur, Magnús Gíslason annar og Hannes Kristinn Sigurðsson þriðji. Í parakeppnininni voru Ingibjörg Jónsdóttir og Elías Jónsson, sem tóku þátt í öllum keppnunum ótvíræðir sigurvegarar, Gísli Hjartarson og Jóhanna Jóhanns- dóttir voru önnur og Ölver Jónsson og Svanhildur Ólafsdóttir þriðju. Í parakeppni kvenna voru það Massarínurnar sem mössuðu mótið, næstar komu Crossfitmeyjar og í þriðja sæti var Unglingalandsliðið U17. Gullfiskarnir unnu karlariðilinn og Hvalirnir voru í öðru sæti. Búninga- keppnina unnu Valkyrjurnar. Líkamsrækt | Hressófólk reynir með sér í keppni 2016 :: Blóð, sviti og tár í hörkukeppni: Massaríurnar slógu körlunum við og eru Hressó- meistarar 2016 ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is nokkur þeirra liða sem þátt tóku í Hressómeistaranum, sem einnig er búningakeppni. Brynjar skúlason, þjálfari Hugins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.