Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 ÍÞróttir u m S j ó n : guðmundur tómaS SigFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 25. maí Kl. 18:00 ÍBV - Huginn Borgunarbikar karla fimmtudagur 26. maí Kl. 18:00 ÍBV - Breiðablik 2 2. flokkur karla Kl. 18:00 ÍBV - Selfoss 3. flokkur karla föstudagur 27. maí Kl. 15:00 ÍBV - Haukar 5. flokkur kvenna A- og B-lið Laugardagur 28. maí Kl. 14:00 ÍBV - Stjarnan Pepsi-deild kvenna Kl. 15:00 Skallagrímur - ÍBV 4. flokkur karla Kl. 14:45 Álftanes - ÍBV 5. flokkur karla A-lið Kl. 14:45 Fram 2 - ÍBV 5. flokkur karla C-lið Kl. 15:35 Álftanes - ÍBV 5. flokkur karla B-lið Kl. 15:35 Fram 2 - ÍBV 5. flokkur karla D-lið Kl. 17:40 FH 4 - ÍBV 2 5. flokkur karla D-lið sunnudagur 29. maí Kl. 17:00 Þróttur R. - ÍBV Pepsi-deild karla Mánudagur 30. maí Kl. 18:00 Þróttur - ÍBV 3. flokkur kvenna Þriðjudagur 31. maí Kl. 18:00 Grindavík - ÍBV 3. flokkur karla í næsta blaði verður mikinn um handbolta og farið verður yfir samninga síðustu vikna og einnig skoðaðir bestu og efnilegustu leik- menn yngri flokkanna hér í Eyjum. Skemmst er þó frá því að segja í þessari viku að Sandra Dís Sigurðardóttir framlengdi samning sinn við félagið á meðan Andri Heimir Friðriksson samdi við Hauka og hittir þar fyrir bróður sinn, Hákon Daða. Handbolti | Efnilegustu leikmenn yngri flokk- anna og samningar Knattspyrna | Pepsídeild karla :: ÍBV 0:3 Víkingur: Eyjamönnum var kippt hressilega niður á jörðina :: Einn lélegasti leikur Eyjamanna á tímabilinu Eyjamönnum var kippt niður á jörðina eftir flottan leik gegn fylki um síðustu helgi, sigur- lausir Víkingar komu í heimsókn og unnu stórsigur 0:3. íBV er nú með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina og er útlitið ekki jafn bjart og eftir síðasta leik. Mikið jafnræði var í leiknum framan af og liðin aðeins að þreifa fyrir sér. Engin alvöru færi litu dagsins ljós en Charles Vernam hjá ÍBV fékk þó besta færið þegar hann átti skot í hliðarnetið. Taflið snerist heldur betur við eftir færið hjá Charlie þar sem Víkingar tóku öll völd á vellinum. Þeir kræktu sér í vítaspyrnu þegar Avni Pepa sópaði sóknarmanni þeirra niður í vítateig ÍBV. Derby Carillo gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gary Martin nokkuð vel, Adam var ekki lengi í paradís þar sem Víkingar skoruðu mark mínútu seinna. Þar fylgdi Arnþór Ingi Kristinsson eftir mislukkuðum skalla sínum með föstu skoti úr vítateignum, dekkning ÍBV var arfaslök í þessu marki. Gary Martin bætti upp fyrir mistök sín þegar hann tvöfaldaði forystu Víkinga með marki úr fáránlega þröngri stöðu. Stuttu síðar fór Derby Carillo í skógarhlaup úr markinu út að miðju og missti Gary Martin framhjá sér, honum brást bogalistin og dreif ekki á markið þegar hann reyndi skot. Gary fékk boltann þó aftur, lék aftur framhjá Derby og fann Viktor Jónsson inni á teignum og hann skoraði þriðja mark Víkinga. Einn lélegasti leikur ÍBV á tímabilinu en liðið á leik við Huginn frá Seyðis- firði á miðvikudaginn í Borgunar- bikarnum. Stjarnan 5 3 2 0 12 - 3 11 FH 5 3 1 1 8 - 3 10 Víkingur Ó. 5 3 1 1 9 - 8 10 Fjölnir 5 3 0 2 9 - 5 9 Breiðablik 5 3 0 2 5 - 5 9 Valur 5 2 1 2 10 - 7 7 ÍBV 5 2 1 2 8 - 6 7 KR 5 1 3 1 4 - 4 6 Víkingur R. 5 1 2 2 6 - 5 5 ÍA 5 1 1 3 3 - 10 4 Þróttur R. 5 1 1 3 5 - 15 4 Fylkir 5 0 1 4 2 - 10 1 Pepsídeild karla Þau eru meiri tengslin en ætla mætti milli íBV og Hugins á seyðisfirði sem mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á Hásteinvelli í kvöld. knattspyrna stendur á gömlum merg á seyðisfirði og fagnaði Huginn 100 ára afmæli 2013. Huginn leikur í sumar í fyrstu deild í fyrsta skipti og hefur gengið ágætlega. Ólafur Már Sigurðsson, Eyjamaður sem í mörg ár bjó á Seyðisfirði og lék um tíma með Huginn vakti athygli blaðamanns, sem sjálfur er Seyðfirðingur á því hvað margir Eyjamenn hafa komið við sögu hjá Huginn, bæði sem þjálfarar og leikmenn. Þá má geta þess að útgerð Hugins VE hefur í mörg ár verið með styrktaraðila Hugins á Seyðisfirði. Fyrstur Eyjamanna til að spila og þjálfa Huginn var Sævar heitinn Tryggvason sem var einn besti leikmaður ÍBV í kringum 1970. Hann þjálfaði og lék með Huginn í tvö ár, 1977 og 1978. Hann var ekki síður leikinn með knöttinn, Eyjamaðurinn sem kom næstur, Ólafur Sigurvinsson. Í grein í mjög myndarlegu 100 ára afmælisblaði Hugins segir Ólafur Már um þá félaga: -Sævar var mjög fær þjálfari, sem lagði mikið upp úr taktík og samspili leikmanna. Af fenginni reynslu, að hafa haft þjálfara lengur en eitt tímabil í senn kom Ólafur Sigurvinsson frá Vestmannaeyjum heim úr atvinnumennsku í Belgíu til þess að taka við liðinu og þjálfaði hann og lék með því í þrjú tímabil, árin 1981til 1983. Ólafur var einstaklega skipulagður þjálfari auk þess að vera afburða góður knattspyrnumaður. Segja má að með Óla hafi menn fengið smjörþefinn af þjálfun, hugarfari og líkamlegu atgervi atvinnumanna. Æfingarnar voru krefjandi, og sem leikmaður var hann sneggri og ákveðnari en aðrir í öllum aðgerð- um. Vafalaust tóku margir út mikinn þroska sem leikmenn á þessu tímabili, segir Ólafur Már. Vestmannaeyingar sem hafa leikið með og þjálfað Huginn Seyðisfirði: Þjálfarar: Sævar Tryggvason þjálfari 1977 og 1978 (þjálfari og leikmaður 1977). Ólafur Sigurvinsson þjálfari og leikmaður 1981 til 1983 (þrjú tímabil). Sveinn B. Sveinsson þjálfari og leikmaður 1984. Einar Friðþjófsson þjálfari 1985. Leikmenn: Ólafur Már Sigurðsson frá 1972 til 1983, Guðjón Harðarson 1979 til 1983, Hilmar Harðarson 1982, Þórir Ólafsson 1984, Kristófer Helgason 1984, Bergur Elías Ágústsson 1998 og Daði Pálsson 1998. Knattspyrna | Borgunarbikarinn í kvöld :: ÍBV – Huginn Seyðisfirði: Ellefu Eyjamenn hafa þjálfað og spilað með Huginn ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is sævar tryggvason, Óskar Valtýsson, tómas Pálsson og Örn Óskarsson halda bolta á lofti á Hánni 1971. M ynd: L jósm yndasafn Vestm annaeyja/Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.