Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2016, Blaðsíða 2
2 Bílar / / Miðvikudagur 1. júní 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. Ritstjórn: Sara Sjöfn Grettisdóttir Uppsetning: Sæþór Vídó Prentun: Landsprent Strandvegi 47 | Vestmannaeyjum | Sími 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is Á bakvið tor færubílinn Kubb er margt fólk en mest mæðir á þeim tveimur, Guðna Grímssyni ökumanni og Magnúsi Sigurðs- syni eiganda og ökumanni. Þeir eru báðir vélfræðingar að mennt og kunna sitt fag svo sannarlega. Þeir félagar hafa báðir verið að keyra bílinn Kubb í keppnum en um þessar mundir keyrir Guðni bílinn og hefur honum gengið mjög vel. Kubbur hefur alltaf verið í topp fimm sætunum á síðustu mótum sem þeir hafa tekið þátt í og nú síðast á Hellu þar sem þeir urðu í öðru sæti. Fyrir þá sem ekki vita þá er torfærukeppni þannig að keppt er í flokkum á sér útbúnum bílum, götubílum og sér útbúnum götubílum. Það eru bæði tíma- brautir þar sem bílarnir keppa um að komast leiðina á sem stystum tíma og svo eru brautir þar sem sett eru upp hlið þar sem farið er yfir hóla og upp börð og brekkur og gefin stig fyrir frammistöðu. Er leikmanni óskiljanlegt hvernig hægt er að komast upp erfiðustu brekkurnar. Fjögurra strokka vél úr Hondu „Sérútbúni flokkurinn er stærstur og keppir Kubbur í honum. Þar eru í raun engar takmarkanir á því hvernig bílarnir eru útbúnir. Þú mætir á því sem þú smíðar en þarft samt sem áður alltaf að fylgja mjög ströngum öryggisreglum. Bíllinn má vera hvernig sem er í laginu en það eru reglur um ákveðna þyngd á grindinni og ökumannsbúrinu, öllum öryggis- búnaði og búnaði sem ökumað- urinn þarf að klæðast,“ sagði Guðni. „Við köllum okkur TeamKubb af því að upphaflega var rusla Kubbur að styrkja okkur en það er reyndar breytt en við ákváðum að halda nafninu.“ Kubbur er töluvert frábrugðinn öðrum bílum en hann er með fjögurra strokka vél úr Hondu Accord. „Allir aðrir eru með ameríska V8 vélar en við erum með stóra túrbínu sem blæs upp aflið. Við setjum smá nítro með og náum þannig einhverjum 600 hestöflum út úr vélinni sem er 190 hestöfl. Þar með er bíllinn sá léttasti, er 1050 kg en bílarnir eru venjulega allt upp í 1800 kg.“ Kubbur er eini torfærubíllinn frá Vestmannaeyjum og eru hinir aðallega af landsbyggðinni einnig. „Þess vegna er enn hægt að kalla þetta landsbyggðasport,“ sagði Guðni. Ekki fer mikið fyrir þessu sporti í fjölmiðlum en Guðni segir að mikill áhugi sé á því hjá hinum Norður- landaþjóðunum. „Eins og á keppnum hérna heima eru um níu youtube rásir þar sem hægt er að fylgjast með mótunum.“ Áhuginn og skemmtunin sem fylgir þessu drífur menn áfram Keppt hefur verið í torfæru í um 40 ár og hefur verið keppt í þessu sporti lengi á Íslandi. „Það kom reyndar lægð í þetta á tímabili en núna er allt komið af stað á ný. Sem dæmi má nefna að í fyrsta skipti fer hópur frá Íslandi til að keppa í Bandaríkjunum í haust og þar á meðal „Team Kubbur“. Þeir fara með um 25 manna hóp héðan frá Eyjum.“ Ekki sinna þeir félagar sportinu fyrir peningana því verðlaunin fyrir að vinna keppni sem þessa er yfirleitt bikar. Þannig að áhuginn og skemmtunin sem fylgir þessu drífur menn áfram. Kostnaðinn við sportið borga þeir að mestu úr eigin vasa en eru með hina ýmsu styrktaraðila sem styðja þétt við bakið á þeim. „Við förum líka aðrar leiðir við að finna það sem okkur vantar, við tökum aldrei dýrasta hlutinn úr hillunni, reynum að fá vörur sem ódýrastar og flytjum nær allt sem við notum inn sjálfir. Dýrasti einstaki hluturinn í bílnum kostaði 200.000 kr. og er það auka mótor. Þó við förum þessa leið þá erum við samt að keppa í toppsæt- unum.“ Aðspurður segir Guðni að það séu meira og minna bara karlmenn í þessu sporti. „Það var ein kona að keyra á síðasta móti sem við kepptu á og lenti hún í þriðja sæti á mótinu og stóð sig því mjög vel. En á bakvið okkur eru samt okkar konur sem styðja okkur og værum við ekki að þessu nema vegna þeirra því það fer mikill tími í þetta. Enda stílum við inná þetta sem fjölskyldusport þar sem allir eru með og eftir keppnir höldum við grillveilsu með fjölskyldum okkar og höfum það gott.“ Sindri Georgsson er bílaáhuga- maður mikill og hefur frá unga aldri verið að brasa við bíla. Hann er ekki bara áhugamaður um bíla í frítíma sínum því hann vinnur í Bragganum við að laga bíla alla daga. Eins og mörg okkar myndum við áhugamálin okkar eða það sem grípur augað og þar eru bíla- áhugamenn engin undantekning. Sindri hefur verið að taka myndir í rúm tíu ár og þá aðallega af bílum sem hann gera virkilega vel. Hann á heiðurinn af myndunum á forsíðu blaðsins og einnig myndunum hér á síðunni. Faratækin sem eru mynduð eru frá vinum og kunningjum aðalega í Vestmannaeyjum, einnig hefur Sindri myndað torfærubílinn Kubb og aðstoðar í því liði. Torfæran :: Kubbur í flokki sérútbúinna :: Í toppsætunum: Þú mætir á því sem þú smíðar :: Þarft samt sem áður alltaf að fylgja mjög ströngum öryggisreglum :: Áhuginn og skemmtunin drífandi Sara Sjöfn Gret tiSdót tir sarasjofn@eyjafrett ir. is Team Kubbur - mynd: Sindri Georgsson Kubbur á flugi - mynd: Sindri Georgsson Vinnur við bíla og myndar þá Bílar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.