Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Page 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Ásgeir Jónsson hefur tekið við starfi forstöðumanns yfir Háskólanáminu í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum. Hann segist þekkja Eyjamenn af handboltavellinum og er hann og fjölskyldan spennt fyrir komandi tímum. Ásgeir hefur lengst af starfað í fjölmiðlum en hefur verið síðustu misseri hjá Háskólanum í Reykja- vík. „Ég hef lengst af starfað í fjölmiðlum og vann sem fréttamað- ur á RÚV áður en ég tók til starfa hjá HR.“ Ásgeir hefur ekki unnið við sjávar- útveg áður en hefur nú lokið fimm ára námi þar sem hann sérhæfði sig í þeim fræðum. „Minn helsti starfsvettvangur hingað til hafa verið fjölmiðlarnir. Ég er að koma úr fimm ára námi þar sem ég hef sérhæft mig í sjávarútvegsfræðum svo ég kem ferskur inn af skóla- bekknum. Annars var afi minn útgerðarmaður á Seyðisfirði á sínum tíma, pabbi er skipstjóri og bróðir minn sjóari, þannig að ég á ekki langt að sækja þetta.“ Aðspurður segir Ásgeir að starf hans muni snúast um að halda utan um allt sem tengist náminu. „Nemendurna, kennsluna og halda virku samtali við atvinnulífið í Eyjum og helstu stofnanir og samtök sem koma að þessu. Sjá til þess að allt smelli.“ Ekki er vitað endanlega hvað margir munu hefja nám í haftengdri nýsköpun nú á haustönn „Það er erfitt að segja til um hvað þau verða mörg þar sem við eigum eftir að fara yfir umsóknir. Frestur er til 5. júní og flestar umsóknir koma inn á síðustu metrunum. En markmiðið er að vera með á bilinu 15 til 20 nemendur í þessari fyrstu umferð.“ Nýtt starf og nýr vettvangur leggst vel í Ásgeir og fjölskyldur „Ég þekki Eyjamenn vel af handbolta- vellinum og við eigum skap saman, þó alltaf hafi hart verið tekist á.“ Ásgeir á frændfólk í Eyjum og segir hann að það verði ánægjulegt að virkja þau fjölskyldutengsl betur. „Þetta er yndislegt fólk sem hefur þegar hjálpað mér og mínum mikið.“ Ásgeir og konan hans Yrja Dögg Kristjánsdóttir eiga tvö börn, Viktoríu Nansý sem er fimm ára og Jón Kristján sem er tveggja ára. Búsetan í Vestmananeyjum leggst vel í þau. „Við erum spennt fyrir komandi tímum, annars myndi ég ekki taka starfið að mér. Ég lít á það sem kost að búa í litlu samfélagi þar sem ég get varið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég hef ekki mætt neinu nema hlýhug frá heimafólki þannig að það er engu að kvíða.“ Ásgeir Jónsson :: Forstöðumaður haftengdrar nýsköpunar í Vestmannaeyjum: Þekki Eyjamenn vel af handbolta- vellinum og við eigum skap saman :: Lít á það sem kost að búa í litlu samfélagi þar sem ég get varið meiri tíma með fjölskyldunni Sara SjöFn grEttiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Ásgeir Jónsson forstöðumaður yfir háskólanámi í haftengdri nýsköpun. Þau viðbrögð sem ég fékk við grein minni um okrið á einokunarferð- unum á milli lands og Eyja voru slík að ég hélt ótrauður áfram og sendi Vegagerðinni í krafti upp- lýsingalaga ósk um að fá að sjá samning þann sem er í gildi á milli Vegagerðarinnar og Eimskips um Vestmannaeyjasiglingar ferjunnar Herjólfs. Svar hefur borist og kemur fram að ríkið greiðir Eimskip 680.999.000 króna á ári fyrir að reka Herjólf fyrir utan aukaferðir sem farnar eru. Þá er greitt aukalega fyrir það ásamt því að Eimskip fær alla innkomu af innheimtu fargjalda hverju nafni sem hún nefnist og er hagnaðurinn af rekstri ferjunnar sem rennur í vasa Eimskips líklega um 400 milljónir á ári. Hvorki Eimskip né nokkur annar sem tekur að sér rekstur Herjólfs á að hagnast um 400 milljónir á ári vegna þessarar þjónustu við Vestmannaeyinga og ekki minnkar hagnaðurinn við stórkostlega lækkun olíuverðs. Krafan er að fyrir eitt stykki bíl kosti 1000 krónur og frítt fyrir þá sem í bílnum eru og fyrir fullorðinn farþega sé gjaldið 500 kr. En samningurinn skiptir kannski minnstu máli í þessu samhengi og hvað það kostar að reka Herjólf eða aðra ferju til að sinna þessari þjónustu, við erum einfaldlega búin að borga fyrir þá þjónustu með sköttunum okkar eins og aðrir landsmenn og það ekkert smá og ríkið á lögum samkvæmt að greiða fyrir þá þjónustu sama hvað hún kostar. Þetta sanngirnismál um lækkun fargjaldanna snýst ekki eingöngu um okkur Eyjamenn þetta snýst um alla okkar gesti og þá sem hingað vilja koma, alla Íslendinga, ferðamenn innlenda og erlenda og þá um leið alla þá sem þjónusta þessa gesti og ferðamenn. Þetta snýst einfaldlega um hvort það verður fýsilegt að búa hér í Eyjum í framtíðinni og það fólk sem hefur haft djörfung og dug til að reisa hér upp glæsileg mannvirki í alls konar þjónustu og ferðamannaiðnaði njóti ávaxta erfiðis síns eða hvort fólk festist í átthagaböndum og sitja uppi með fasteignir sem enginn vill kaupa og bankarnir hirði allt að lokum. Það er ekki nýtt fyrir mér og það eru ekki mörg ár síðan fasteigna- verð hér í Eyjum var hið lægsta á öllu Íslandi en hefur aðeins hækkað síðustu 5 til 6 ár. Nú eða þá að fólk flytji bara burt þar sem það þarf ekki að búa við slíka nauðung. Mitt næsta skref er að ég er langt kominn með undirbúning og skoðanakönnun meðal Eyjamanna um þetta sanngirnismál og að þessi skoðanakönnun verði afhent ráðamönnum og þingmönnum kjördæmisins til þess að þeir geti t.d. sett þetta á oddinn í næstu kosningum. Ég sá að einn þingmaður hefur lesið það sem ég hef verið að skrifa um þessi mál og tekið upp við sinn ráðherra og er það hið besta mál og vonandi styður hann þessa sann- girniskröfu um lægri fargjöld. Neydd til að nota dýrasta þjóðveg Íslands Bergur m. Sigurmundsson Björn fæddist í Fljótum í Skagafirði og fluttist til Vestmannaeyja ungur að árum og varð brátt átakagóður og vaskur sjómaður. Lengst af á hans sjómannsferli voru það Eyjabátarnir og fiskimiðin við Eyjarnar sem áttu hug hans þegar fram í sótti. Á fyrstu árum hans í Vestmannaeyjum réði hann sig á síðutogarann Bjarnarey Ve 11 þar sem allt var stærra í sniðum, en hann hafði átt að venjast. Sjólagið við Eyjar gat líka verið skeinuhætt og gerði sjaldan boð á undan sér. En það sem einkenndi Björn í dagsins önn var hversu traustur og aðgætinn hann var. Hann kom víða við þar sem veiðar voru annarsvegar. Hann var stýrimaður á Ísleifi Ve 3. Og Ingólfi Ve 216 sem og Erlingi Ve 295. Lengstur sjómannsferill Björns var um borð í Gullborginni Re 38 þar sem hann var stýri- maður og í afleysingum sem skipstjóri. Reynsla hans af sjómennsku og ekki síður kunnátta af hinum ýmsu veiðarfærum var einstök og kom sér vel þegar á bjátaði og þá fjarri næstu höfn. Á fyrstu árum sínum hér lærði hann á tilþrif náttúrunnar sem voru kannski með öðrum blæ og jafnvel á hærri nótum en hann átti að venjast. Ekki síst í sjósókn. Þegar veðjað var á þorskinn sem óð hér umhverfis Eyjarnar til hrygningar og inn á grunnið við Landeyja-sand. Hampnetin lögð inn á fáa faðma dýpi. Þar sem menn krossuðu fingurna í von um að þau fengju nú að liggja í friði fyrir veðrum og straumum þar til dregið yrði næsta dag. Sá dagur kom í norðanbáli þar sem allt fraus, bátur og veiðarfæri og varla hægt að klæða kuldann af sér. Þrátt fyrir ullarvettlinga, sjóstakk og klofhá stígvél. Tuxham vélin slær eitt og eitt púst og helst til of langt á milli pústa svo að unga sjómanninum frá Skagafirði líst ekki sem best á blikuna, Vélstjórinn er til liðsinnis við að greiða þorskinn úr netunum og karlinn í brúnni sallarólegur svo að þetta hlýtur þá að vera með eðlilegum hætti. Jafnvel þótt báturinn sé kominn inn á tvo faðma. En sólin er farin að ylja mann- skapnum og ungi sjómaðurinn að norðan er svo sannarlega með á nótunum. Árin líða ekki svo frábrugðin hvert öðru að undanskyldu árinu 1973, þegar eldgosið á Heimaey umbylti stórum hluta eyjarinnar og færði undir hraun og ösku fjöldann allan af hýbýlum þar á meðal Grænuhlíð 13 heimili Ástu systur minnar og Björns. Á meðan á eldgosinu stóð dvöldu þau hjónin á Stokkseyri og síðar í Hveragerði. Í goslok fluttu þau aftur til Eyja. Sá kapítuli í lífi þeirra hjóna að verða að yfirgefa Eyjarnar og missa eigur sínar undir hraun var þeim erfiður eins og gefur að skilja. En ekki vonlaus. Þannig slógu hjörtu þeirra beggja. Og má segja að þau áttu góð ár að Heiðarvegi 36 og síðar að Túngötu 18. Sá sem þessa minningargrein ritar um vin sinn Björn Jónsson á haldgóðar minningar um sjósókn á trillubátnum Einfara þar sem við Björn þvældumst um fiskimiðin. Þá helst suðursjóinn við lúðuveiðar svo og tilviljanakenndar krákusigl- ingar með björgum úteyja í pælingum og kompaníi við íbúa þeirra. Björn var sem sé útivistar- maður og naut umhverfisins á sinn þögla hátt og margir eru kílómetr- arnir að baki í gegnum árin þar sem við félagarnir stikluðum um íslenska móa í veiðiskap. Þar steig hann líka ölduna sem var honum svo eðlisleg. Ég kveð nú minn gamla félaga með ósk um góðan byr í hans síðustu siglingu. Ólafur R. Sigurðsson ------------------------------------------- Vegna mistaka birtist minningar- grein um Björn Jónsson ekki í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja undir minningu látinna. Því fengum við góðfúslegt leyfi til þess að birta hana í Eyjafréttum. Mistökin voru okkar og biðjumst við velvirðingar á þeim. Sædís Eva Birgisdóttir, ritstjóri Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 2016. V Björn Jónsson F. 26.10. 1925 - D. 13.02 1916

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.