Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Síða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Það er mikið um unga og efnilega leikmenn hjá ÍBV um þessar mundir en fjöldinn allur af leikmönnum er í yngri landsliðum Íslands. Nokkrir hafa þegar fengið tækifæri í meistaraflokki og má þar nefna Dag Arnarsson, Nökkva Dan Elliðason og Elliða Snæ Viðarsson sem hafa allir spilað nokkuð stórt hlutverk í liðinu. Þessa þrjá þarf varla að kynna fyrir ykkur þar sem þeir eru allir uppaldir Eyjamenn sem fólk hefur séð í meistaraflokki félagsins síðustu ár. Aðrir óþekktir leikmenn eru á leiðinni og einungis tímaspursmál hvenær þeir brjóta sér leið inn í meistaraflokkinn. Hér verða nokkrir slíkir nefndir. Logi Snædal Jónsson er einn af efnilegri leikmönnum sem eyjan hefur alið af sér. Leikur í stöðu skyttu eða miðjumanns og er einstaklega klár leikmaður. Leikskilningur Loga er upp á tíu og hefur hann verið burðarás í liði 3. flokks sem unnið hefur hvern titilinn á fætur öðrum undanfarin ár. Logi er einnig með frábær skot en hann hefur mikið spilað með landsliði síns árgangs og er einn af betri leikmönnum þess. Logi var virkilega drjúgur hjá ÍBV gegn FH fyrir stuttu þar sem ÍBV varð Íslandsmeistari í 3. flokki karla. Logi skoraði sjálfur sigurmarkið og lagði upp tvö af síðustu þremur mörkunum. Andri Ísak Sigfússon markvörður er jafnaldri Loga og hefur líkt og hann spilað með landsliðinu í sínum árgangi. Andri hefur þá einnig verið hluti af 3. flokks liði ÍBV sem hefur unnið nokkra titla undanfarin ár. Andri hefur tvisvar sinnum verið í hópi hjá meistaraflokki ÍBV, gegn ÍR og gegn Akureyri á þessu tímabili. Andri er gríðarlega skapstór og getur það háð honum í leikjum en þegar hann nær að stjórna reiði sinni er hann einn af betri markvörðum síns aldurs. Ágúst Emil Grétarsson er örvhent- ur hornamaður sem hefur leikið í sama liði og strákarnir hér að ofan undanfarin ár. Hann hefur verið aðalkostur í hægra horninu í mörg ár og á oftar en ekki góða leiki þegar mikið er undir. Nú fyrir stuttu var hann valinn maður leiksins í úrslitaleik liðsins gegn FH-ingum í Íslandsmótinu þar sem hann skoraði átta mörk. Ágúst mun að öllu óbreyttu koma inn í meistaraflokks- hóp ÍBV á næstu leiktíð þar sem fáir örvhentir leikmenn eru í liðinu. Ágúst var nú á dögunum valinn í landslið síns árgangs í fyrsta skiptið. Friðrik Hólm Jónsson hefur einnig fengið smjörþefinn af meistara- flokknum en hann var í hópi liðsins í einum leik í vetur. Hann hefur líkt og strákarnir að ofan spilað stórt hlutverk í sigursælasta liði ÍBV í yngri flokkum karla frá upphafi. Hann er fyrsti kostur í landsliði sínu og spilar einnig vel þegar mikið er undir. Hann átti fínan leik um daginn þar sem ÍBV sigraði FH í úrslitum Íslandsmótsins en hann mun líklega koma við sögu hjá meistaraflokki á næstu leiktíð ef hann heldur áfram hjá ÍBV. Einungis einn hornamaður er í meistaraflokkshópi ÍBV vinstra megin. Daníel Örn Griffin er örvhent skytta sem leikið hefur með báðum 3. flokks liðum ÍBV karlamegin á tímabilinu. Hann lék lykilhlutverk í báðum liðum sem urðu Íslands- meistarar og sigruðu B-úrslitin um helgina. Miklar vonir eru bundnar við þennan frábæra íþróttamann sem mun eflaust ná langt í hand- bolta ef hann velur þá íþrótt. Daníel hefur mjög snöggar hreyfingar og góð skot en hann er einnig sterkur og frábær varnarmaður. Daníel hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú ár en í fyrra og hitteðfyrra með FH-ingum. Aðra leikmenn 3. flokks má einnig nefna en þeir gætu sprungið út á næstu árum. Darri Viktor Gylfason er stór og stæðileg skytta sem hefur verið partur af þessu 3. flokks liði í nokkuð langan tíma. Hann hefur gríðarlegan stökkkraft og er frábær varnarmaður. Ingvar Ingólfsson hefur verið í sama liði og allir hér að ofan upp alla yngri flokka. Fáir hafa tekið jafn miklum framförum og Ingvar sem bætir sig með hverju árinu. Dugnaður og vilji lýsa Ingvari best en hann leggur yfirleitt aðeins meira á sig heldur en hinir. Gabríel Martinez Róbertsson er örvhent skytta og hornamaður sem ber ekki mikið á inni á vellinum en skilar alltaf sínu. Gabríel er með snöggar og góðar gabbhreyfingar og er einkar góð vítaskytta. Þessar myndir tók Sigfús Gunnar á handboltaslútti yngri flokkanna þar sem veitt voru verðlaun fyrir góða frammistöðu í vetur. Í hópnum eru margir efnilegir krakkar sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Handbolti | Ungir og efnilegir í handboltanum: Logi, Andri Ísak, Ágúst Emil, Friðrik Hólm, Daníel Örn, Darri Viktor, Ingvar og Gabríel Martinez eru framtíðarmenn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.