Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Page 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 15. júní 2016 :: 43. árg. :: 24. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Stelpurnar hirtu allt tími til að fagna >> 13 hvert Stefna Stúdentarnir >> 8 >> 10 Hæstaréttur: Samruni VSV og Ufsa- bergs lögmætur Gríðarlega ánægður með stelpurnar „ÍBV átti mjög flott mót og er ég gríðarlega ánægður með stelpurnar. A-liðið endaði í 5. sæti mótsins sem er mjög góður árangur, þær voru meðal annars tveimur mínútum frá sigri á Val, sem vann að lokum mótið,“ segir Guðmundur Tómas, þjálfari um árangur ÍBV á TM- mótinu þar sem stúlkur í fimmta flokki kepptu í knattspyrnu. Liðið vann FH í tvígang 1-0 en FH var einungis þremur mínútum frá því að komast í úrslitaleik mótsins. „Efstu átta liðin á mótinu voru mjög jöfn og hefði þannig séð hvaða lið sem er af þessum átta geta unnið mótið. B-liðið stóð sig einnig mjög vel og enduðu rétt fyrir ofan miðju í mótinu. Þar eru nokkrar sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta og hafa tekið gríðarlegum framförum á þeim mánuðum sem þær hafa æft.“ >> Nánar um TM-mótið á bls. 14 Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku ákvörðun hluthafafundar í Vinnslu- stöðinni (VSV) frá 8. október 2014 um samruna VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. og ákvörðun um aukningu hlutafjár í VSV og tiltekna ráðstöfun þess í tengslum við samrunann. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Suður- lands frá 25. nóvember 2015. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfur Stillu útgerðar ehf., félags sem er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona og hluthafi í Vinnslustöðinni, um að ógilda samrunann. Vinnslustöðin áfrýjaði síðan héraðsdómnum til Hæstaréttar og krafðist sýknu af kröfu Stillu útgerðar og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur dæmdi Vinnslustöðinni í vil að öllu leyti; sýknaði Vinnslu- stöðina af kröfum Stillu útgerðar og dæmdi Stillu útgerð til að greiða Vinnslustöðinni tvær og hálfa milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Helgi Jóhannesson hæstaréttarlög- maður fór með mál Vinnslustöðvar- innar fyrir Hæstarétti. Hann segir um niðurstöðuna: „Ég er auðvitað hæstánægður með að þetta deilumál skuli leitt til lykta með svo afgerandi hætti og að samruni félaganna tveggja gangi nú eftir eins og til var stofnað. Héraðsdómurinn í fyrra skapaði bæði eigendum Vinnslustöðvarinnar og fyrri hluthöfum í Ufsabergi útgerð óvissu sem Hæstiréttur hefur nú eytt.“ M yn d: S ig fú s G un na r G uð m un ds so n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.