Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Qupperneq 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Hafrannsóknastofnun birti í síðustu viku árlega skýrslu sína um nytjastofna sjávar og aflahorfur næsta árs. Þar kemur fram að almennt megi segja að flestir okkar nytjastofnar séu í ágætu jafnvægi og nýting þeirra hófleg, þannig að breytingar í stofnstærð og ráðgjöf markast af óvissu í vexti og stærð upp- vaxandi árganga. Samkvæmt aflareglu verður aflamark þorsks 244 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016 til 2017 sem er 5 þúsund tonnum hærra en aflamark yfirstandandi fiskveiðiárs. Er það nokkru minna en vonast var til því þorskur hefur verið áberandi mikill á miðum allt í kringum landið. Ástæðan að mati Hafró er lélegur árgangur 2013 og spá um þyngd í viðmiðunarstofni árið 2016, er nokkuð lægri en verið hefur síðustu árin. Munar þar 9 prósentum. Aflamark ýsu verður 34,6 þúsund tonn sem er 1800 tonnum lægra en aflamark yfirstandandi fiskveiðiárs. Þar gæti þó farið að rofa til því sterkir árgangar eru í sjónmáli. Ufsastofninn hefur stækkað undanfarin ár og mælir Hafró með að aflamark í ufsa verði 55 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Hrygn- ingarstofn gullkarfa hefur vaxið ört síðan 2004 og samkvæmt aflareglu verður aflamark 52,8 þúsund tonn eða 1800 tonnum hærra en ráðlagt aflamark yfirstandandi fiskveiðiárs. Síldarstofninn hefur orðið fyrir áföllum síðustu árin. Gerir Hafró ráð fyrir að hrygningarstofn síldar verði í lágmarki 2017 vegna lítilla árganga frá 2011 og 2012. Mælir stofnunin með að aflamark verði 63 þúsumd tonn, eða 8 þúsund tonnum lægri en fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Brýnt að auka loðnurannsóknir „Almennt má segja að þessar fréttir hafi ekki komið á óvart. Aukning í þorski er þó minni en við áttum von á en stofninn er sterkur og vonandi skilar það sér síðar í auknum aflaheimildum,“ sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Í okkar rekstri er það auðvitað loðnan sem skiptir mestu, en eins og áður hefur komið fram, hefur ekki enn fundist nægjanlegt magn til að gefa út upphafskvóta fyrir næstu vertíð. Í því ljósi er brýnt að auka loðnurannsóknir og að því er stefnt hjá Hafró í samstarfi við útgerðir og stjórnvöld.“ Ástand humarstofnsins áhyggjuefni Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri í bolfiski hjá Vinnslustöðinni, tók í sama streng og Stefán, að fátt hefði komið á óvart í skýrslu Hafró. „Nema kannski helst það að margir áttu von á að aukning í þorski yrði eitthvað meiri, enda hefur víða verið mjög mikið af þorski á ferðinni,“ sagði Sverrir. „Það sáum við í veiðununum og á vertíðinni að óhemju mikið af þorski er hér við Suðurströndina. Það verður samt að hafa í huga að samanlögð aukning síðustu fjögurra til fimm ára er mikil, úr 160 þúsund tonnum í 244 þúsund fyrir næsta fiskveiðiár.“ Sverrir sagði ýsu enn virðast vera í niðursveiflu vegna lélegrar nýliðunar. „En það eru alltaf talsverðar sveiflur í ýsunni. Karfi eykst aðeins og stöðugleiki virðist vera í ufsa. Menn hafa átt í erfileikum með að veiða ufsa en það getur tengst mörgu, t.d. mikilli þorskgengd víða á miðunum. Aðaláhyggjuefni okkar er ástand humarstofnins en nýliðun í humri er í sögulegri niðursveiflu. Það birtist greinilega í veiðunum, lítið hefur veiðist af smáum og millistórum humri. Meðalstærð humars er nálægt 110 grömm sem er langt yfir langtímameðaltali. Kvótinn hefur verið skorinn mikið niður undan- farin ár, hann er núna rúm 60% af því sem var 2010 til 2011. Það hafa áður verið sveiflur í veiði og stofnstærð en nýliðun er meira áhyggjuefni nú en áður,“ sagði Sverrir. Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerð- arinnar hefur óskað eftir tilboðum í smíði nýrrar Vest- mannaeyjaferju. Annars vegar er óskað eftir tilboðum í smíði á ferju til fólks-, bíla- og vöru- flutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Hinsvegar er óskað eftir tilboðum í einkaframkvæmd, þ.e. að þjónustuaðili eigi, og byggi ferju í samræmi við lýsingu á ferjunni hér að ofan og annist reksturinn í tólf ár. Gert er ráð fyrir að ný ferjan hefji siglingar síðla sumars 2018. „Það er náttúrulega mjög gott að við séum núna loksins að ná þeim stað í samgöngum sem við vorum á 2008 þegar seinast fór fram útboð á ferju sem sigla átti í Landeyjahöfn,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um útboðið. „Það er hreinlega búið að taka átta ár og fleygja út um gluggann í þessu með þeim hroða sem það hefur leitt yfir samfélagið hér í Eyjum, íbúa og atvinnulífið. Við í bæjarstjórn höfum þó verið að minna á að þótt nýja ferjan ein og sér bæti vafalaust ástandið og sé nauðsynleg forsenda þess að gera samgöngur boðlegar þá er hún ekki nægjanleg. Kálið er ekki sopið fyrr en í ausuna er komið og mikilvægt að tryggja að farið verði í að vinna höfnina út úr þeim vanda sem að henni snýr. Þar er mikilvægast að tryggja nægt dýpi og halda áfram að reyna að finna lausnir á erfiðri aðkomu skipa.“ Elliði sagði líka ljóst að Eyjamenn verði að fara að líta út úr þessum hefðbundna Herjólfskassa hvað samgöngur varðar. „Oft hefur manni hreinlega dottið í hug hvort reynandi væri að fá hingað öflugan farþegabát og reka hann nánast eins og um strætó væri að ræða. Bát sem við ættum sjálf og réðum yfir. Bát sem við gætum nýtt þegar samfélagið hér telur þörf á án þess að þurfa að fara langa boð- og betlileið milli innanríkisráðuneytis, Vegagerðar, Eimskipa og hvað þetta allt heitir. Bát sem rekinn væri á samfélags- legum forsendum með það eina markmið að þjónusta Eyjamenn og gesti þeirra. Jafnvel þótt slíkur bátur tæki bara farþega þá yrði mikil bót í máli. Höfum hugfast að þegar mest var fóru hátt í 30.000 farþegar um Bakkaflugvöll og það var árið 2005, sem sagt löngu áður en ferðaþjónustan tók það stökk sem við síðan höfum séð. Nú- verandi ástand er að minnsta kosti ekki boðlegt og mikilvægt að skoða alla fleti á þessu og útiloka ekkert,“ sagði Elliði. Stefán Jónasson, oddviti Eyjalistans í bæjarstjórn sagðist alfarið á móti því að farið verði í einkafram- kvæmd á smíði og rekstri Herjólfs. „Um það erum við sammála í bæjarstjórn og höfum ályktað tvisvar gegn einkaframkvæmd,“ sagði Stefán. „Mín skoðun er að Vegagerðin eigi að láta smíða skipið og reka það. Allt þarf að vera uppi á borðinu varðandi reksturinn þannig að við getum séð hvort borð sé fyrir báru til að lækka fargjöldin.“ Stefán sagðist hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra sem hafi sagt að gamli Herjólfur verði til reiðu í tvö ár eftir að ný ferja kemur. „Þeir eru til sem segja nýja ferju henta illa til siglinga í Þorlákshöfn og þarna er verið að bregðast við því.“ Stefán sagði þetta hafa verið langan og erfiðan feril og hann er feginn að búið er að taka ákvörðun. „Björnin er þó ekki unninn og verðum við að treysta á að Vega- gerðin haldi áfram endurbótum á Landeyjahöfn og noti þessi þrjú ár til þess. Heyrst hefur að útboðs- ferlið klárist ekki fyrr en í desember sem leiði til þess að ný ferja verði ekki tilbúin fyrr en á vormánuðum 2019. Ég hef nokkrar áhyggjur af þessu og vonandi verður þetta ekki reyndin því ég vil sjá nýja ferju sumarið 2018,“ sagði Stefán. Ferjan á að vera um 70 metra löng, 14 metra breið, geta flutt allt að 73 fólksbíla og allt að 540 farþega og vera með djúpristu um 2,8 m. Nýja ferjan skal vera með tveimur Azipull skrúfum sem gefur henni mikla stjórnhæfni við erfiðar aðstæður. Til samanburðar þá getur Herjólfur flutt innan við 56 bifreiða, allt að 525 farþega og er með djúpristu 4,2 m. Hafrannsóknastofnun :: Ástand og aflahorfur á næsta fiskveiðiári: Aflamark þorsks 244 þúsund tonn og hækkar um 5000 tonn :: Minna en vonast var til :: Almennt eru flestir nytjastofnar í ágætu jafnvægi Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Útboð á Vestmannaeyjaferju :: Óskað eftir tilboðum í smíði og rekstur: Nauðsynleg forsenda þess að gera samgöngur boðlegar :: En meira þarf til segir bæjarstjóri :: Vil sjá nýja ferju sumarið 2018, segir fulltrúi E-lista Kap VE við loðnuveiðar. Ferjan á að vera um 70 metra löng, 14 metra breið, geta flutt allt að 73 fólksbíla og allt að 540 farþega og vera með djúpristu um 2,8 m.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.