Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 16. júní Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. Sunnudagur 19. júní Kl. 11.00 Messa í Landakirkju, ferming. Kl. 12.00 Safnaðarfundur, valið í kjörnefnd prestakallsins vegna komandi prestsskosningar. Mánudagur 20. júní Kl. 13.00 Útför Jóhönnu Andersen. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Brauðsbrotning og bænastund. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar. Lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: >> Smáauglýsingar Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar aldrei að vita hvað gerist í ágústbyrjun hjá Karlakórnum Á dögunum fagnaði Karlakór Vestmannaeyja eins árs afmæli sínu. Kórinn hélt stórskemmtilega tónleika í Eldheimum og kom svo einnig fram á dagskrá sjómanna- dagsins. Þórhallur Barðason kórstjóri Karlakórs Vestmannaeyja er Eyja- maður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Þórhallur Barðason. Fæðingardagur: 23.03. 1973. Fæðingarstaður: Fæddur í Reykjavík en ólst upp á Kópaskeri. Þingeyingur í allar ættir. Fjölskylda: Dóttir mín Brynhildur Þorbjörg, ellefu ára yndismær og kærasta mín og sambýliskona (sama konan) Christina S. D. Andersson. Svo á ég tvær frábærar systur, Helgu og Þórnýju. Uppáhalds matur: Heit lifrarpylsa og kartöflustappa með smá sykri. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Balkan brass tónlist, Goran Bregovi og Emir Kusturica til dæmis, Eyjalögin og svo endalaust úrval; frá Beethoven til Rammstein. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Leirhöfn á Melrakkasléttu og svo er Kópasker ótrúlega fallegur staður. Vestmannaeyjar eru líka alveg mergjaðar, sérstaklega Heimaey. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Snörtur á Kópaskeri, Liverpool og núna ÍBV. Annars eru mínir uppáhaldsmenn hættir að sprikla flestir, Ásgeir Sigurvinsson, Sunna Gestsdóttir spretthlaupari, Alfreð Gíslason, Mika Häkkinen ökuþór og Steve McManaman. Ertu hjátrúarfullur: Já, örugglega meira en ég geri mér grein fyrir sjálfur. Hjátrú stjórnar held ég ekki neinum þáttum lífs míns það að ég taki eftir sjálfur. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fastir liðir eins og venjulega. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Rússneska gamla meistara og Suður-ameríska. Góð ljóð og krimma inn á milli. Halldór Laxness er líka flottur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Bralla eitthvað með dóttur minni. Hefur þú unnið við tónlist lengi: Hún hefur verið mitt aðalstarf frá árinu 2002, þá byrjaði ég að kenna einsöng og stjórna kórum. Ertu ánægður með framvindu Karlakórs Vestmannaeyja: Mjög ánægður. Þessu vindur fram eins og ég var búinn að sjá fyrir mér. Hvað er framundan hjá kórnum: Sumarfrí og einstaka jarðarför. En svo veit maður aldrei hvað gerist í ágústbyrjun. Þórhallur Barðason er Eyjamaður vikunnar Ég þakka kærlega fyrir áskorunina. Grillað nautafille með lárperu- sósu og hvítlauksbökuðum kartöflum fyrir fjóra 2 tsk hvítlauksduft. 2 tsk cumin duft. 1 tsk chili duft. 1 tsk laukduft. 800 g nautafille. salt og pipar. Láperusósa 2 hvítlauksrif. 2 msk rauðvínsedik. 2 msk olivuolia. 1/2 tsk chili duft. Safi af 1/2 límónu. 2 litlar lárperur, afhýddar og steinhreinsaðar. 2 msk fersk steinselja salt og pipar. Hvítlauksbakaðar kartöflur 800 g litlar kartöflur, skornar til helminga. 1/2 kúrbítur, skorinn í bita. 10 hvítlauksrif með hýði. 3 msk olivuolía. Salt og pipar. Aðferð: Blandið kryddunum saman, nuddið á kjötið og látið standa í tíu mínútur. Grillið í 3-4 mín. á hvorri hlið og hvílið í 3-4 mín. Kryddið með salti og pipar. Láperusósa: Setjið hvítlauk, edik, olíu, chiliduft og límónusafa saman í matvinnslu- vél og vinnið vel saman. Bætið lárperununm og steinseljunni saman við og blandið gróflega saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið ofninn í 200 gráður. Raðið karöflunum, kúrbítnum og hvít- lauksrifjunum á pappírsklædda ofnplötu og hellið olíunni yfir. Bakið í 50-55 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Ég ætla að skora á Daða stein Jónsson. grillað nautafille Valur marvin Pálsson er matgæðingur vikunnar Íbúðaskipti á Þjóðhátíð Er eitthver tilbúin að hafa húsa-/ íbúðaskipti við mig og fjölskylduna um þjóðhátíð. Erum austur í Mjóafirði. Áhugasamir hafi samband í síma 849 4790. Erna Ólöf Óladóttir. V Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Jóhanna Andersen Eyjahrauni 11 Lést 2. júní sl. á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Jarðsett verður frá Landakirkju 20. júní nk. kl. 13:00. Helgi Þ. Gunnarsson, Auðbjörg S. Björgvinsdóttir, Halldór J. Gunnarsson, Jóhanna I. Hjartardóttir. barnabörn og barnabarnabörn V Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir Freydís Fannbergsdóttir Lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þann 13. júní sl. Júlíus Sveinsson, Sverrir Júlíusson, Steinunn Friðriksdóttir. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort sigurðar i. Magnússonar Björgunarfélags vestMannaeyja Emma Sigurgeirsdóttir s. 481-2078 Þóra Egilsdóttir s. 481-2261 Sigríður Magnúsdóttir s. 481-1794 Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389 Minningarkort kraBBavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Guðbjörg Erla Ragnarsd Brekastíg 30 / sími 588 3153 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219 Minningasjóður ingiBjargar Marinósdóttur - Þroskahjálp í vestMannaeyjuM- Ólöf Margrét Magnúsdóttir s. 861-3245 Unnur Baldursdóttir s. 481-2081/897-2081

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.