Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Ólafur Ágúst Guðlaugsson er 18 ára og útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Hann er sonur Guðlaugs Ólafssonar og Esterar F. Ágústsdóttur. Á dögunum komst Ólafur Ágúst inn í læknisfræði í Slóvakíu og hann mun flytja þangað síðla sumars. Aðspurður finnst honum félagslífið í FÍV bera af umfram aðra skóla. Honum finnst ekki gott þegar krakkar komast ekki í þá áfanga sem þau þurfa eða vilja komast í. „Núna vorum við nokkur sem lentum í því að þurfa að taka spænsku 303 og spænsku 403 á sama tíma. Og ég veit að sumir eru að lenda í vandræðum með að klára þýskuna.“ Aðspurður um bestu minninguna á skólagöngunni. „Þegar við fórum upp á Fimmvörðuháls, og við vorum þrír sem ákváðum að hlaupa síðustu 5 km af ferðinni.“ Ólafur Ágúst telur að hann sé ekki alveg tilbúinn fyrir næsta skólastig. „Samt sem áður þegar ég var að læra fyrir inntökuprófið var ég að læra svona einn þriðja sem ég átti nú þegar að kunna en ég var ekki búinn með þá áfanga.“ Ólafur Ágúst segir að á seinustu önn hafi verið mikið um kynningar á framhaldsnámi sem hann var ánægður með en telur að það hefði mátt byrja fyrr að kynna framhalds- nám fyrir þeim. Ekki er hann viss hvort framtíðin sé í Vestmannaeyjum. „Það fer eftir því hvernig spítalinn hérna verður eftir nokkur ár.“ Kristín Edda Valsdóttir er 18 ára og útskrifaðist af Félagsfræði- braut. Hún er dóttir Sigríðar Sigmarsdóttur og Jóns Vals Jóns- sonar. Í sumar tekur við vinna, þjóðhátíð og njóta þess að vera með vinum sínum áður en alvaran tekur við í haust, en Kristín Edda stefnir á sagnfræði við Háskóla Íslands. Ánægð með skólann sinn og veru sína þar Kristín Edda er virkilega ánægð með árin sín í skólanum. „Skólinn hefur haft á sér ansi slæmt orð sem ég skil ekki. Persónulega get ég ekki hugsað mér að fara í skóla einhverstaðar annarstaðar. Skólinn hefur sína kosti og galla. Félagslífið er þar efst á listanum en það sem ég tel hann hafa fram yfir aðra skóla er nándin. Þetta er lítill skóli og lítið samfélag en það gerir okkur bara enn nánari og finnst mér dásamlegt hvað ég persónulega hef tengst góðum böndum bæði við nemendur og kennara hérna við skólann. Ég á eftir að sakna kennaranna alveg svakalega.“ Hún segir að breyta þurfi viðhorfi til skólans. „Það vantar jákvæðara viðhorf til skólans og meiri metnað hjá nemendum innan skólans. Svo þarf líka augljóslega að laga félagslífið. Sem betur fer er nú verið að vinna hörðum höndum að því að bæta það og gera það betra en það hefur nokkurn tímann verið.“ Aðspurð segir hún að kennararnir hafi verið duglegir að kynna fyrir þeim hvað væri í boði eftir nám. „Það er sérstaklega einn kennari sem var ansi dugleg að upplýsa okkur og hvetja til áframhaldandi náms. Spjallaði stundum við okkur eftir tíma eða í verkefnatímum þegar fáir voru í stofunni um hvert við stefndum og hvort við værum búin að skoða hvernig nám við ætluðum í. Annars, jú, þá nær skólinn alltaf að lauma þessu inn á ólíklegustu stöðum sem vekur upp áhuga til þess að kynna sér betur hvað tekur við næst.“ Kristín Edda á margar góðar minningar. „Ég á margar góðar minningar úr skólanum, minningar sem munu ávallt fylgja mér. Ég veit ekki hvort ég eigi einhverja sérstaka minningu sem stendur upp úr en ef ég ætti að nefna einhverja eina akkúrat núna held ég að ég myndi segja árshátíð skólans í fyrra þar sem ég leyfði mér í fyrsta skipti að vera ég sjálf á sviði. Eða kannski Fimmvörðuhálsgangan sem ég fór í með skólanum síðasta vor sem var ákveðinn sigur fyrir mig að klára.“ Kristín Edda er ekki viss hvort framtíðin sé í Vestmannaeyja „Ég er ekki alveg viss. Ég hef stóra drauma og væntingar til framtíðarinnar. Kannski allt of stóra drauma, sem henta kannski ekki alveg nógu vel fyrir líf í svona litlu samfélagi. Ég elska Eyjarnar og satt best að segja þá langar mig alls ekki að fara héðan því ég er hræddust um að koma aldrei aftur. En ég hugsa samt að leiðin muni ávallt liggja aftur heim sama hvert stefnan verður tekin.“ Guðný Charlotta Harðardóttir er 19 ára gömul og útskrifaðist af félagsfræðibraut. Hún er dóttir Kolbrúnar Matthíasdóttur og Harðar Pálssonar. Guðný Charlotta stefnir á Tækni- skólann í haust og verður þar á hönnunarbraut. „Planið er svo að sækja um í Listaháskólanum inn í arkitektdeildina. En að sjálfsögðu mun ég stunda tónlistarnám samhliða því í Tónlistarskólanum í Garðarbæ. Hver veit nema ég endi bara á því að klára háskólanám í tónlist og gerist atvinnutónlistar- maður.“ Aðspurð segir Guðnú Charlotta að persónulegu tengslin séu stærsti kostur skólans. „Eitt af því sem FÍV hefur klárlega fram yfir aðra skóla eru persónuleg tengsl. Allir vita hver þú ert og þú veist hverjir allir eru. Einnig voru samskipti milli mín og kennara svo auðveld og þægileg og þetta var einhvern veginn ekkert mál ef eitthvað fór úrskeiðis.“ Það sem henni finnst vanta er fjölbreytileikinn. „Mér finnst að það mætti vera meiri fjölbreytileiki. Auðvitað þarf maður að læra þetta hefðbundna eins og íslensku, stærðfræði, ensku o.s.frv. en ég hefði viljað fleiri áfanga sem myndu ,,kenna manni að lifa í framtíðinni” eins og hvernig maður sér um sín fjármál, hvernig almennur vinnu- markaður virkar og þess háttar. En ég veit samt að í svona litlum skóla er oft erfitt að hafa marga áfanga í boði.“ Guðný Charlottu finnst hún vera tilbúin fyrir næsta skólastig. „Ég held að það sé meira hvernig einstaklingurinn er frekar en skólinn sem ákveður hvort að maður sé tilbúinn fyrir næsta skólastig. FÍV hefur reynst mér mjög vel og ég myndi segja að ég væri tilbúin fyrir næsta skólastig.“ Einnig fengu krakkarnir sérstaka kynningu um námið í haftengdri nýsköpun, einnig fór hún sjálf á kynningu hjá Háskólanum í Reykjavík. Guðný Charlotta á margar góðar minningar úr náminu. „Efst í mínum huga er þegar skólinn bauð upp á kynningu í salnum þar sem fullt af fyrirtækjum af Suðurlandinu kynntu starfsemi sína. Ég fór með Mirru vinkonu minni og við héldum á kaffibolla og vorum að skoða. Við eitt kynningarborðið stóð maður með blöð og tölvu og var að sýna okkur kokkanám. Mirra hallaði sér aðeins fram til að skoða og hellti kaffinu út um allt, ofan á öll blöðin og tölvuna hjá grey manninum! Það versta var samt að það var ekkert bréf til að þurrka kaffið og svo stóðum við þarna eins og aular og reyndum að halda andliti meðan maðurinn kláraði kynninguna sína.“ Margar kennslustundir eru minnistæðar og ákveðnir frasar frá mörgum kennurum. „T.d. var Thelma félagsfræðikennari vön að segja, -maður er ekki bara krækiber í helvíti. Óli Týr stærðfræðikennari sagði, -Leitið og þér munið finna og Gunnar Þorri íslenskukennari sagði ansi oft -framtíðin er björt. Ég lærði ,,hraðhlustun” í sálfræði- tímum hjá Auðbjörgu sálfræðikenn- ara þar sem ég vissi ekki að fólk gæti talað svona hratt á svona stuttum tíma, en sálfræði var samt sem áður eitt af mínum uppáhalds- fögum í skólanum.“ Aðspurð um framtíðina í Vestmannaeyjum þá telur hún að hún muni enda hér eftir að hún hefur menntað sig. Á leið til Slóvakíu í læknisfræði Hefur stóra drauma og væntingar til framtíðarinnar Margar góðar minn- ingar sem hún tekur með sér út í lífið Kristín Edda ásamt fjölskyldunni á útskrifardaginn. Guðný Charlotta ásamt foreldrum sínum. Ólafur Ágúst ásamt fjölskyldu sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.