Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Alls útskrifuðust 56 nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Vest- mannaeyja sem var slitið í síðustu viku. Skólaslitin fóru fram í Höllinni að viðstöddum fjölskyldum þeirra sem voru að útskrifast. Athöfnin var hátíðleg og skóla og nemendum til mikils sóma. Stelpurnar hirtu öll verðlaun og viðurkenningar en strákarnir komust varla á blað. Voru þær með hæstu einkunnir og hirtu allar viðurkenningar fyrir þematengd verkefni sem voru lokaverkefni nemenda. Flestar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fékk Elsa Rún Ólafsdóttir, alls fimm verðlaun, fyrir ástundun, stærðfræði, íslensku, dönsku og náttúrufræði. „Mig langar að þakka ykkur fyrir komuna og ánægjulega samveru í kvöld og vil nota tækifærið og þakka ykkur foreldrar góðir fyrir gott samstarf og skemmtilega viðkynningu á undanförnum árum,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri í skólaslitaræðu sinni. „Hér sláum við botninn í þessa samkomu, mig langar að þakka ykkur fyrir komuna og ánægjulega samveru í kvöld og nota tækifærið og þakka ykkur foreldrar góðir fyrir gott samstarf og skemmtilega viðkynningu á undanförnum árum. Og þar með segi ég Grunnskóla Vestmannaeyja slitið vorið 2016.“ Eva Aðalsteinsdóttir og Sigmar Sigurðsson fluttu ávarp út- skriftarnema og gerðu það mjög vel. Fóru yfir árin tíu í GRV sem þau segja góðan skóla. Þau byrjuðu á að kynna sig og buðu svo alla hjartanlega velkomna á útskrift 10. bekkjar í Grunnskóla Vestmannaeyja vorið 2016. „Í dag eru stór tímamót í lífi okkar en við erum loksins að útskrifast úr grunnskóla eftir heila 10 ára skólagöngu,“ sagði Eva. „Sumir hafa verið alla sína skólagöngu hér en aðrir eins og t.d. við höfum verið í öðrum skólum. Af minni reynslu þá er Grunnskóli Vestmannaeyja bestur af þeim skólum sem ég hef farið í, hér er best að vera. En það sem að ég dái mest við árganginn okkar er að það ríkir mikil sam- kennd innan árgangsins. Frá mínu sjónarhorni sé ég árgang sem nær mjög vel saman, ég sé engan skilinn út undan eða útilokaðan á einn eða annan hátt. En sumir sjá þetta kannski í allt öðru ljósi, en ég vona ekki.“ Þá tók Sigmar við. „Þennan tíma sem við höfum verið hér í Grunn- skóla Vestmannaeyja höfum við upplifað og lært margt. En í grunnskóla höfum við flest eytt 1800 dögum af ca. 5840 dögum sem við höfum lifað. Óskar Jósúa kenndi okkur flestum prósentuþrí- hyrninginn og ef hann er notaður fær maður það út að við höfum eytt 30% úr lífi okkar í Grunnskóla. Þegar ég hugsa til baka man ég bara eftir því skemmtilega sem gerðist á þessum tíu árum.. Við munum mörg eftir leikritunum sem Þóra Guðmunds leikstýrði snilldar- lega. Mörg munum við eftir ferðalaginu í sjötta bekk þegar við fórum á Úlfljótsvatn í bongóblíðu! Og við munum flest mjög vel eftir hinni skemmtilegu ferð á Reyki. Við fórum líka í dagsferð til Reykjavíkur í níuna bekk en þá fórum við í Vísindasmiðju HÍ sem var svipað skemmtilegt og að detta á smettið niður skíðabrekku en við komum betur að því hér á eftir. Seinna þann dag kíktum við á Þjóðminjasafnið og síðan fórum við í Hellisheiðarvirkjun sem er staður fyrir vatn eða eitthvað. Svo var það náttúrulega útskriftar- ferðin okkar sem fór nú bara einstaklega vel. Það stakk reyndar ein manneskja af út í þokuna en það er ekkert til að væla yfir. Síðan eins og allir vita braut Arnar á sér fótinn, kallinn var að skíða niður eitthverja risabrekku, sem reyndist seinna vera næst minnsta brekkan þegar hann ákvað að það væri fínasta hugmynd að setja á sig skíðagleraugun á meðan hann skíðaði niður. Stuttu seinna var hann fluttur á spítalann eftir skíðaslys í krakka- brekkuni. En síðan verð ég náttúrulega að tala um þá sem höfðu svo stóra drauma að fara til Danmerkur. Þrátt fyrir hversu hart við reyndum að svindla á fyrstu bekkingum að borga þúsund kall fyrir „bíó“ þá náðum við samt líklegast ekki einu sinni einn hundraðasta af þeim 11 milljónum sem þurfti. Fólk hefur einnig komið og farið og fannst okkur mikilvægt að minna alla á hverjir og hverjar það voru. Daníel Helgi sneri aftur til Vestmannaeyja. Helgi Birkis sneri aftur til Vestmannaeyja og Viktoría flutti til Vestmannaeyja og svo framvegis og svo framvegis. Við sáum Óskar Jósúa koma... og svo fara.. og svo koma aftur. Og síðan veit ég ekkert hvar Siggi er. En þrátt fyrir það að við munum gleyma nemanda eða tveim þá er ég viss um að enginn muni gleyma pýþagóras reglunni sem mun sitja í hjörtum okkar allra að eilífu. Ég vil þakka fyrir fullkomna önn án rifrilda, íkveikju, lélegra kynna, drama og lokandi félagsmiðstöðva. Megi ykkur öllum ganga vel í framtíðinni, takk fyrir,“ sagði Sigmar og fengu þau gott klapp fyrir ræðuna og flutninginn. Alls útskrifuðust 56 nemendur frá GRV í ár: Stelpurnar hirtu allar viður- kenningar sem í boði voru Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Eva og Sigmar fluttu útskriftarræðu: Í allt 1800 dagar af þeim 5840 dögum sem við höfum lifað Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja. Lára Skæringsdóttir kennari, Rósa María Bjarnadóttir, Þórhildur Örlygsdóttir, Tanya Rós Jósefsdóttir, Hafrún Dóra Hafþórsdóttir, Sigmar Snær Sigurðsson, Ingibergur Sigurbjörnsson, Birkir Snær Alfreðsson, Baldvin Ingi Hermannsson, Eyþór Daði Kjartansson, Marcin Kazimierz, Ágúst Már Þórðarson, Kristófer Hlöðversson, Grétar Þorgils Grétarsson, Ísabella Tórshamar, Arna Dís Halldórsdóttir, Gíslný Birta Bjarka- dóttir og Þorbjörg Júlía Ingólfsdóttir. Á myndina vantar: Aron Frey Gerhardsson og Bjarka Frey Valgarðsson. Efri röð: Sigurhanna Friðþórsdóttir kennari, Viktoría Dís Viktordóttir, Stella Guðlaugsdóttir, Elísa Sjöfn Sveinsdóttir, Thelma Lind Þórarinsdóttir, Sólveig Lind Gunnarsdóttir, Daníel Helgi Guðjónsson. Daníel Már Sigmarsson og Grétar Þór Sindrason. Neðri röð: Dagbjört Lena Sigurðardóttir, Gabríela Dögg Viktorsdóttir, Elsa Rún Ólafsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Eva Lind Ingadóttir, Eva Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Gísli Snær Guðmundsson og Daníel Scheving Pálsson. Á myndina vantar Willum Pétur Andersen og Andra Stein Jacobsen. Efri röð: Helgi Birkis Huginsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Arnar Freyr Ísleifsson, Jóhannes Helgi Jensson, Ívar Logi Styrmisson, Magnús Kristleifsson, Alexander Andersen. Neðri röð: Berglind Þórðardóttir kennari, Erna Scheving Pálsdóttir, Katja Marie Helgadóttir, Birta Líf Jóhannsdóttir, Sara Renee Griffin, Selma Þöll Guðjónsdóttir, Inga Birna Sigursteinsdóttir, Linda Petrea Georgsdóttir, Díana Hallgrímsdóttir og Kristjana Björnsdóttir. Á myndina vantar Baldur Braga Birgisson og Sigurð Elí Bergsteinsson. Eva Aðalsteinsdóttir og Sigmar Sigurðsson fluttu ávarp útskriftarnema.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.