Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Nú þegar búið er að bjóða út smíði á nýrri ferju getum við fagnað því að loksins erum við að losna úr þeim hjólförum sem við höfum verið föst í frá 2008 þegar fallið var frá smíði nýrrar Vestmannaeyja- ferju. Það hefur verið stórmerkilegt að sjá í umræðunni hvað fólk hefur verið tilbúið að leggja á sig til að ala á óeiningu hér í samfélaginu, allt tínt til, bæði til að hræða fólk og tefja fyrir því að ráðamenn taki ákvarðanir. Margt af því sem sagt hefur verið er alveg réttmætt á meðan annað hefur verið algjör þvæla. Stundum held ég að menn séu að reyna að koma höggi á það fólk sem fer með þessi mál fara af persónulegum ástæðum og jafnvel upphefja sjálfa sig á kostnað samfélagsins og verkefnisins sem verið er að glíma við. Því sannar- lega er það glíma að leysa þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Þegar maður heyrir það að ný ferja kosti of mikið þá getur ekki verið annað en eitthvað sé saman við það, aldrei hefur fólk verið að kvarta yfir því að of vel er gert við það. Tölum hlutina upp en ekki niður Ég minnist þess ekki að hafa lesið um að Siglfirðingar hafi býsnast yfir kosnaði við 10 milljarða króna göng sem gerð voru til að bæta samgöngur þeirra. Talandi um Siglufjörð, nú í vor var athafna- maður þaðan með erindi hér, maður sem gert hefur kraftaverk fyrir sitt samfélag, Róbert Guðfinnsson, hans ráð til okkar hér í Eyjum voru einföld, standið saman og talið hlutina upp en ekki niður. Því miður hefur okkur ekki borið gæfa til að hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi, ef það hefði verið værum við að taka á móti nýju skipi núna. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað frekari rannsóknir og umsagnir óháðra aðila, var t.d skrifuð grein um brotalamir á störfum smíðanefndar. Um það vil ég segja, samstarfið í smíðanefnd- inni hefur verið mjög gott og aldrei hafa farið fram jafnmiklar rann- sóknir á skipi sem smíða á fyrir Íslendinga eins og nú. Það liggja fyrir gríðalega mikil gögn um hönnunina og þegar er til umsögn óháðra aðila. Þegar ég vildi ekki fara í frekari prófanir var það önnur spurning sem var ofar í mínum huga, eigum við að fresta smíðinni í eitt ár enn og skoða málið betur? Fyrir mér var svarið einfalt við getum ekki beðið lengur, nú er komið nóg, við þurfum að stíga næstu skref. Óábyrgt kaffistofuspjall Samgöngur skipta okkur öll miklu og við eigum öll allt undir því að vel takist til. Það er bæði eðlilegt og gott að fólk hafi skoðanir og tjái þær. Það er hinsvegar mikilvægt að greina á milli óábyrgs kaffistofu- spjalls og þess sem verið er að vinna faglega. Fólk sem ber enga ábyrgð getur sagt hvað sem er og hefur það sannarlega verið gert. Það eru forréttindi sem við sem nálgumst málið frá faglegri hlið getum ekki leyft okkur. Við getum ekki leyft okkur að vera með sleggjudóma. Getum ekki sagt „það þarf bara að....“ þegar við vitum að málið er verkfræðilega flókið. Þess vegna er mikilvægt fyrir þingmenn og aðra sem fjalla um málið og bera ábyrgð að vera vel upplýst. Því miður sá Ásmundur Friðriks- son þingmaður og Vestmannaeying- ur sér ekki fært að styðja okkur í þessu máli en þrisvar sinnum hafði ég samband við hann og bað hann að hitta mig til að fara yfir það sem við í smíðanefndinni höfum verið að glíma við, en hann mátti ekki vera að því, líklega verið að sinna öðrum og þarfari málum en samgöngumálum Vestmannaeyj- inga, enda kom það á daginn, þingmaðurinn veit ekki einu sinni hver ganghraði nýju ferjunnar kemur til með að vera. Lítil batterísferja Það er alltaf hægt að tala hlutina niður, að segja nýja skipið litla batterísferju er talandi dæmi um það. Sannleikurinn er sá að við höfum allt að græða með hybrid kerfi ( batteríi). Þetta er það nýjasta og fullkomnasta aflkerfi sem völ er á. Ástæðan fyrir því að þessi leið var valin er að skipið verður einfaldlega betra og hagkvæmara á allan hátt með þeim búnaði. Við sem berum ábyrgð erum einnig oft spurð hvort skipið sé ekki of lítið. Því er þá til að svara að vissulega myndum við öll vilja að það gæti verið stærra og borið meira bæði af bílum og farþegum. Við sem berum ábyrgð verðum hinsvegar að taka alla þætti með í reikninginn og getum ekki skilið neitt útundan, þess vegna er skipið bara með 40% meiri flutningsgetu á bíladekki en núverandi ferja. Bíladekkið er náttúrlega sá þáttur sem skiptir okkur mestu sem búum í Eyjum og sannarlega hefði ég viljað stækka það enn meira. Menn töldu það ekki lítið þegar núverandi Herjólfur kom því þetta er nokkurnvegin sama stækkun og var þegar hann kom nýr, þótti mönnum það stórt í þá daga en ekki lítið. Við vildum að sjálfsögðu að skipið gæti verið stærra en aðstæður bjóða ekki upp á það hvorki í Landeyjarhöfn né Vestmannaeyjum, allt tal um að breyta bara aðstæðum er mikil einföldun á mjög flóknum hlutum. Þótt það geti verið mjög mannalegt að hefja umræðu um Landeyjahöfn með orðunum: „Það þarf bara að.....“ þá höfum við í smíðanefnd ekki frekar en aðrir ábyrgir aðilar þau forréttindi að tala þannig. Ný ferja breytir engu Stundum er því haldið fram að allir sjómenn segi að ný ferja breyti engu. Það er ekki rétt. Sjálfur var ég sjómaður í 30 ár og er með rétt til að stýra öllum þeim skipum sem sigla um heimsins höf ef frá eru talin herskip. Ég veit sem er eftir langan feril til sjós að tækninni fleygir fram þar eins og annarstaðar. Hjá því verður þó ekki litið að reyndir skipstjórar hafa haft sínar efasemdir. Ég ber virðingu fyrir öllum skoðunum og geri ekki lítið úr reynslu annarra. Ef til vill hefði ég aðra skoðun en nú, ef ég hefði ekki varið hundruðum og jafnvel þúsundum stunda í að kynna mér þessi mál en ég hef verið í smíða- nefnd nýrrar Vestmannaeyjaferju í næstum 10 ár. Það er hinsvegar svo sem ekki flókið að sjá að þegar siglt er um höfn byggða í sandfjöru þar sem botninn er á mikilli hreyfingu að djúprista skipsins sem siglir þar um skiptir miklu máli. Jafnvel mestu máli. Ég veit það að þegar ég var um borð í dýpkunarskipinu við vinnu í Landeyjarhöfn nú í vor og samfé- lagið alveg á hliðinni að minni djúprista á Herjólfi hefði hjálpað mikið til við að opna höfnina. Um það þarf ekki að deila. Það þarf líka að líta til þess að það er ekkert skip á Íslandi með azipod skrúfum eins og verður í nýju ferjunni og skipstjórar og skipherrar hér þekkja ekki þennan búnað og vita því eðlilega ekkert um hvað hann getur. Ég og Guðlaugur skipstjóri á Herjólfi kynntumst þessum azipod skrúfum í herminum í Danmörku og hef ég einnig í mínu starfi stýrt nokkrum erlendum skipum svona útbúnum. Staðreyndin er sú að þetta er gríðalega flottur búnaður sem virkar. Það er einfaldlega himinn og haf á milli gömlu hefðbundnu skrúfunnar og þessa nýja búnaðar. Þegar litið er til alls þess þá er vont að fólk trúi því að ný ferja breyti engu. Hún lagar ekki allt en hún breytir svo sannarlega miklu. Hvað sem öðru líður þá fer ný ferja loks að sigla af teikniborðinu og því getum við öll farið að stilla saman strengina, standa saman, þá náum við betri árangri í að bæta samgöngurnar, því það er enn mikið óunnið og bætur á höfninni er það sem við blasir. Eitt er víst að við vitum öll hvað Landeyjarhöfn hefur þegar gert fyrir okkur. 1 9 . j ú n í 2 0 1 6 - K v e n r é t t i n d a d a g u r i n n Í ár fögnum við því að þennan dag eru 101 ár liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Barátta formæðra okkar skóp okkur sem nú lifum betri kjör og þeim til heiðurs bjóða Sagnheimar, byggðasafn upp á kvenlega sögugöngu um safnið kl. 15.00. Við hvetjum alla til að bera eitthvað bleikt þennan dag og minnast þannig formæðra okkar. Sögugangan er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Sagnheimar, byggðasafn Tími til að fagna :: Eftir 30 ára sjómennsku og þúsundir vinnustunda við að kynna mér þessi mál fullyrði ég að ný ferja breytir miklu Safnaðarfundur Ofanleitissóknar verður haldinn að lokinni messu sunnudaginn 19. júní. nk, messan hefst kl. 11.00. Efni fundarins er val í kjörnefnd vegna komandi prestkosninga. Allir velkomnir. Sóknarnefnd Fréttatilkynning: Safnaðarfundur Ofanleitissóknar andrés Þ. Sigurðsson í smíðanefnd nýrrar ferju

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.