Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Síða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Pæjumót ÍBV og TM fór fram í síðustu viku þar sem komu saman lið úr fimmta flokki kvenna og kepptu sín á milli um níu bikara. Í ár voru það 76 lið frá 28 félögum og í allt voru þetta um 800 stelpur sem tóku þátt í mótinu með þjálfurum og farastjórum. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnars- dóttur, framkvæmdarstjóra ÍBV gekk mótið vel fyrir sig og gestir mótsins fóru allir glaðir í bragði heim eftir vel heppnaða daga í Eyjum, þó veðrið framan af hefði mátt vera betra. ,,Mótið gekk mjög vel en hér voru 28 félög sem spiluðu tæplega 400 leiki á þrem dögum. Til þess að svona stórt mót gangi upp þarf margar hendur, komu 70 manns að því á hverju degi í að skammta mat, dæma, sinna gæslu í skólum og starfsfólk hér í Týsheimilinu var á fullu. Það er því óhætt að segja að það sé ekki hægt að halda mót sem þetta nema með því að allir leggist á eitt. Foreldrar í yngri flokkum félagsins hafa á síðustu árum komið töluvert meira að mótunum okkar en var. En fyrirtækin í Vestmanna- eyjum hafa verið okkur hjálpleg og lána starfsfólk sitt til okkar í dómgæslu og er það ómetanlegt,” sagði Dóra Björk. Hæfileikakeppninn ávallt hápunkturinn Margrét Lára Viðarsdóttir setti mótið fyrir hönd TM og ÍBV og talaði við stelpurnar um mikilvægi liðsheildar í hópíþróttum og að hvert lið þurfi að hugsa vel um sína liðsheild. Einnig var Margrét Lára með snapchat fyrir TM á fimmtudag og föstudag og vakti það mikinn áhuga hjá stelpunum. Fyrstu leikirnir fóru svo fram snemma morguns á fimmtudag og var leikið langt fram eftir degi. Á milli leikja gerðu liðin sér glaðan dag og fóru í bátsferðir, sund og fleira. Hápunktur fimmtudagsins að mati flestra keppenda var svo hæfileikakeppnin á kvöldvökunni. Þar kom hvert lið með heimatilbúið skemmtiatriði og var gaman að sjá hversu fjölbreytt og frumleg atriðin voru. ,,Í ár voru stelpurnar í Selfoss- liðinu með frumlegasta atriðið og Fylkir vann keppnina og fengu þær í verðlaun fyrir þetta ávaxtakörfur frá Ingimar í Vöruval. Þetta er árvisst hjá okkur og lukkast alltaf vel,“ sagði Dóra Björk. Vindasamur föstudagur Föstudagurinn var tekinn snemma í töluverðu roki, en stelpurnar létu það ekki á sig fá. Landsleikur TM mótsins var svo á sínum stað, þar sem landslið og pressulið mættust, en hann fór fram á Hásteinsvelli. Mörg glæsileg tilþrif sáust í leiknum en ekki vildi boltinn inn þannig að liðin skildu jöfn 0-0. Dómarar og starfsmenn völdu lið mótsins sem samanstóð af átta stelpum, þeim Þóru Björk Stefáns- dóttur ÍBV, Kötlu Tryggvadóttur Val, Kristínu Önnu Smára Val, Ólöfu Söru Sigurðardóttur Stjörnunni, Ernu Sólveigu Sverris- dóttur Fylki, Þórdísi Kötlu Sigurðardóttur Breiðabliki, Theodóru Guðný Vilhjálmsdóttur Víkingi R og Amelíu Rún Hjartar- dóttur RKV. Eftir langan og strangan dag héldu stelpurnar í sundlaug Vestmannaeyja þar sem var diskósund og skemmtu þær sér þar fram eftir kvöldi. Valsstelpur sigurvegarar TM bikarsins Laugardagurinn var svo stóri dagurinn þar sem spilað var til úrslita áður en haldið var heim á leið. Þar fóru Valsstelpur með sigur af hólmi eftir æsispennandi leik á móti Stjörnunni en leikurinn fór í framlengingu og svo í vítaspyrnu- keppni og voru Valsstelpurnar því sigurvegarar TM bikarsins. Mótið endaði svo með glæsilegu lokahófi þar sem verðlaun voru afhent og pulsur grillaðar. Lið Sindra var valið prúðasta liðið á mótinu og lið Þróttar Reykjavík vann nammipok- ann sem Heildverslun Karls Kristmanns gefur ár hvert. ,,Mótið var mjög vel heppnað í alla staði og ég veit ekki betur en að allir hafi farið sáttir til sins heima að mótslokum” sagði Dóra Björk. Knattspyrna | Vel lukkað TM mót að baki :: Tæplega 400 leikir á 3 dögum: Valsstelpur unnu TM- bikarinn í æsispennandi leik á móti Stjörnunni :: Ekki hægt að halda mót sem þetta nema með því að allir leggist á eitt Úrslit mótsins TM mótsbikarinn 1. Valur-1 2. Stjarnan-1 3. Víkingur R-1 Huginsbikarinn 1. Haukar-1 2. Breiðablik-3 3. Þór Ak.-1 Ísleifsbikarinn 1. Snæfellsnes-1 2. Víkingur R.-2 3. Stjarnan-2 Bergsbikarinn 1. Valur-2 2. Haukar-2 3. FH-2 Glófaxabikarinn 1. Breiðablik-6 2. Fjarðabyggð-1 3. Selfoss-1 Dala Rafnsbikarinn 1. Stjarnan-4 2. Stjarnan-3 3. Höttur-1 Gullbergsbikarinn 1. Afturelding-2 2. Fylkir-3 3. Breiðablik-7 Drangavíkurbikarinn 1. Fram-1 2. KA-2 3. Sindri-1 Stígandabikarinn 1. FH-4 2. Fylkir-4 3. ÍR-2 Kvöldvakan rosalega skemmtileg Nafn: Emilía Rún Árnadóttir. Lið: Álftanes. Hvað fannst þér skemmtilegast á TM mótinu: -Mér fannst kvöld- vakan rosalega skemmtileg, þar voru allskonar skemmtiatriði og hæfileikakeppni. Liðið mitt dansaði í henni. Svo er bara búið að vera rosalega skemmtilegt að spila alla leikina. Hver er uppáhalds fótboltakonan þín: -Margrét Lára Viðarsdóttir. En uppáhalds fótboltamaðurinn þinn: -Gylfi Sigurðsson. Hvað ertu búin að æfa fótbolta lengi: -Ég er búin að æfa síðan ég var 6 ára gömul, er 11 ára í dag. Ætlar þú að verða fótboltakona þegar þú ert orðin stór: -Já, ekki spurning. Ég mundi mest vilja spila með Liverpool ef ég ætti að velja mér lið. Liverpool og íslenska landsliðið Nafn: Inga Rakel Aradóttir. Lið: KA. Hvað ertu búin að æfa fótbolta lengi: -Ég er búin að æfa í 4 ár. Hvað fannst þér skemmtilegast á TM mótinu: -Mér fannst eiginlega skemmtilegast að fara í sund. Rosalega flott sundlaugin hérna. Hver er uppáhalds fótboltakonan þín: -Sara María Jessen. En uppáhalds fótboltamaðurinn: -Hannes Þór Halldórsson. Ætlar þú að verða fótboltakona þegar þú ert orðin stór: -Já, og mundi mest vilja spila með Liverpool og íslenska landsliðinu. Kynnast öllum stelpunum Nafn: Sonja Shíí Kristjánsdóttir. Lið: FH. Hvað fannst þér skemmtilegast á TM mótinu: -Mér fannst skemmti- legast að hitta önnur lið og kynnast öllum stelpunum sem voru á mótinu. Svo fannst mér hæfileika- Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is M yn d: S ig fú s G un na r G uð m un ds so n M yn d: S ig fú s G un na r G uð m un ds so n M yn d: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.