Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 keppnin rosalega skemmtileg og að spila alla leikina. Hvað er uppáhalds fótboltakonan þín: -Ég á enga uppáhalds. En uppáhalds fótboltamaðurinn þinn: -Ég á engan uppáhalds heldur. Ég fylgist ekkert rosalega mikið með fótbolta, finnst bara skemmtilegast að spila sjálf. Svo finnst mér rosalega gaman í boxi. Æfi það líka. Hvernig heldur þú að íslenska landsliðinu eigi eftir að ganga á EM: -Ég held þeir eigi eftir að standa sig vel. Vonandi ná þeir einhverju góðu sæti. Bara allt skemmti- legt Nafn :Sara Dröfn Ríkharðsdóttir. Lið: ÍBV. Hvað ertu búin að æfa fótbolta lengi: -Ég er búin að æfa í 6 ár. Hvað fannst þér skemmtilegast á TM mótinu: Bara allt. Að fá að keppa og vera með í liðinu, allt saman mjög skemmtilegt. Hvað er uppáhalds fótboltakonan þín: Margrét Lára, Sísí Lára og Natasha. En uppáhalds fótboltamaðurinn þinn: Messi og Alexis Sanchez. Ætlar þú að verða fótboltakonan þegar þú ert orðin stór: -Já, ég ætla að verða fótboltakona og draumaliðið mitt að spila með er Arsenal og auðvitað að spila með íslenska landsliðinu. Hvernig heldur þú að íslenska landsliðinu eigi eftir að ganga á EM: -Ég held að þeim eigi eftir að ganga mjög vel, hef mikla trú á strákunum. Margrét Lára, Sísí og Fanndís í uppáhaldi Nafn: Thelma Sól Óðinsdóttir. Lið: ÍBV. Hvað fannst þér skemmtilegast á TM mótinu: -Að keppa og vinna leiki. Hvað er uppáhalds fótboltakonan þín: Margrét Lára, Sísí og Fanndís Friðriksdóttir. Ég gæti ekki valið á milli þeirra. En uppáhalds fótboltamaðurinn þinn: -Kolbeinn Sigþórsson og Messi. Ætlar þú að verða fótboltakonan þegar þú ert orðin stór: -Já, ég ætla að verða fótboltakona þegar ég er orðin stór og draumaliðið að spila með er íslenska landsliðið. Hvernig heldur þú að íslenska landsliðinu eigi eftir að ganga á EM: -Ég held þeim eigi eftir að ganga ágætlega og ég held að þeir komist í 16 liða úrslitin. Takk fyrir mig og áfram Ísland! ÍþRóTTiR u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 15. júní Kl. 18:00 ÍBV - Breiðablik Pepsi-deild karla Kl. 16:30 ÍBV - Grindavík 4. flokkur karla Fimmtudagur 16. júní Kl. 18:00 Grindavík - ÍBV/KFR 3. flokkur karla Kl. 18:00 Snæfellsnes - ÍBV/ Selfoss 3. flokkur kvenna Föstudagur 17. júní Kl. 14:00 Haukar - ÍBV/KFS/ KFR 2. flokkur karla Kl. 14:00 ÍBV - Selfoss/ Hamar/Ægir 4. flokkur kvenna Díana Helga Guðjónsdóttir hefur verið valin á landsliðsæfingar U-19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu sem kemur saman helgina 17. - 19. júní og æfir í Laugardalnum. Díana hefur leikið vel fyrir 2. flokk og fengið nokkur tækifæri með meistaraflokki. Þórður Þórðarson er landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðs kvenna. Fjórir strákar úr Íslandsmeistaraliði ÍBV í handknattleik hafa verið valdir í 16 manna lokahóp U-18 ára landsliðsins sem tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi dagana 30. júní til 3. júlí og fara á lokamót EM sem fram fer í Króatíu 10. - 22. ágúst. Ísland er með gestgjöfum Króata í riðli á EM, sem og Svíþjóð og Tékklandi. Strákarnir eru Andri Ísak Sigfús- son, markvörður, Ágúst Emil Grétarsson, hornamaður, Elliði Snær Viðarsson, varnar- og línumaður og Friðrik Hólm Jónsson, hornamaður. Logi Snædal Jónsson er ekki í hópnum að þessu sinni en hann hefur verið að glíma við meiðsli í öxl sem halda honum frá handbolta í einhvern tíma. Fjórir frá ÍBV í 16 manna lokahóp U-18 ára fyrir EM Þremenningarnir Dagur Arnarsson, Nökkvi Dan Elliðason og Hákon Daði Styrmisson hafa verið valdir til æfinga hjá U-20 ára landsliði karla í handbolta. Valinn var 20 manna hópur sem æfir saman fyrir EM sem fram fer í Danmörku í júlí og ágúst. Ísland er með Rússlandi, Slóveníu og Spáni á EM. Liðið mun fara á æfingamót í Sviss á næstu vikum og mun æfa mikið saman á Íslandi fyrir EM. Dagur, Nökkvi og Hákon í æf- ingahóp fyrir EM Díana Helga á æfingar U-19 ára landsliðsins ÍBV sótti Stjörnuna heim í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla á fimmtudaginn en Stjarnan tapar sjaldnast leik á heimavelli, á gervigrasinu í Garðabæ. ÍBV sem hefur verið að spila glimrandi fótbolta tók forystuna á 17. mínútu þegar Pablo Punyed skoraði gegn sínum gömlu félögum með þrumuskoti af kantinum. Bjarni Gunnarsson, töframaður, skoraði annað mark ÍBV snemma í seinni hálfleik og gerði þannig úti um leikinn. Derby Carillo, markvörður ÍBV, var besti leik- maður vallarins en hann átti frábæran dag í markinu. ÍBV hefur nú haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum, gegn Stjörnunni, KR, Þrótti og Huginn. Vörnin er að styrkjast og mörkin virðast einnig koma á réttum tímapunktum. Næsti leikur ÍBV er í dag, miðvikudag gegn Blikum en gaman verður að sjá hvort að ÍBV haldi uppteknum hætti. Strákarnir voru ekki þeir einu sem komust áfram í bikarnum í síðustu viku þar sem stelpurnar sigruðu KR-inga í Frostaskjóli. Lítið hefur gengið hjá ÍBV í deildinni og þá aðallega á heima- velli þar sem sigrarnir hafa verið fáir. KR-ingar komust yfir eftir skyndisókn á fyrstu mínútum leiksins og útlitið var því ekki bjart fyrir ÍBV. Sigríður Lára Garðars- dóttir skoraði jöfnunarmark ÍBV eftir tæpan hálftíma og kom liðinu einnig í 1:3 undir lokin með flottu marki. ÍBV því örugglega áfram í bikarnum eftir erfiða byrjun. Knattspyrna | Borgunarbikar karla :: Stjarnan 0:2 ÍBV: Derby átti frábæran dag í markinu Knattspyrna | Borgunarbikar kvenna :: KR 1:3 ÍBV: Sísí með tvö mörk í öruggum sigri Dregið var í bikarnum í hádeginu á mánudaginn en byrjað var að draga hjá stelpunum. Fyrsta liðið upp úr pottinum var ÍBV en næsta lið var auðvitað Selfoss og spilar ÍBV því við Selfoss, þriðja árið í röð í undanúrslitum. Í síðustu tvö skipti hefur ÍBV verið slegið út í vítakeppni. Hjá strákunum bíður einnig erfiður leikur en Breiðablik dró ÍBV sem mótherja sinn og liggur leið strákanna því á annan erfiðan útivöll, í þetta skiptið í Kópavogi. Knattspyrna | Átta liða úrslit í Borgunarbikarnum: Selfoss þriðja árið í röð :: Karlarnir mæta Breiðabliki Fyrir tíu árum, þann 10. júní árið 2006 eyddi Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfari sjötta flokks drengja ÍBV afmælisdegi sínum í að undirbúa lið sitt fyrir Shell- mótið í Vestmannaeyjum. ÍBV náði mjög góðum árangri á mótinu og fór með A, B og C liðin í úrslit. Á þetta bendir Hallgrímur sonur Heimis á á Facebooksíðu sinni og bætir við: „Aðeins tíu árum seinna, 10. júní 2016 eyðir hann afmælis- deginum í Frakklandi þar sem hann undirbýr íslenska karlalandsliðið fyrir fyrsta leik þeirra á stórmóti frá upphafi og verður þar með fyrsti íslenski þjálfarinn til að þjálfa á EM,“ segir Hallgrímur og óskar pabba sínum innilega til hamingju með daginn. Og neitar því ekki að vera virkilega stoltur. Það er svo sannarlega ástæða til að óska Heimi til hamingju með afmælið og árangurinn og við Eyjamenn og Íslendingar allir getum verið virkilega stolt af honum. Hér tók hann út sinn þroska sem leikmaður og hóf ferilinn sem þjálfari, fyrst í yngri flokkunum og síðar þjálfaði hann meistaraflokka ÍBV kvenna og karla. Þaðan lá leiðin á EM í knattspyrnu þar sem fyrsti leikurinn er á móti Portúgal. Þetta eru stór skref hjá Heimi á tíu árum og vonandi var góður árangur á Shellmóti verði vísir að góðum árangri á EM í Frakklandi. Af Shellmóti á EM á tíu árum Heimir er Ystklettingur af bestu gerð. Þar byrjaði hann ungur að veiða lunda með bræðrum sínum og föður. Hann var því að vonum ánægður með merkinguna á flugvélasætinu á leiðinni til Frakklands Mynd: Sigurjón Ragnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.