Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Norrænt þing kvenfélaga, í umsjón Kvenfélagasambands Íslands, fer fram í Vestmanna- eyjum 17. - 19. júní nk. og verður fundað í AKÓGES salnum. Yfirskrift þingsins er, Lifað í sátt við náttúruna. Væntanlegar eru um 100 norrænar konur og fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar tengdir þema þingsins, verða á dagskrá þingsins. Meðal dagskrárliða má nefna að Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Líknar flytur erindið Á flótta, fyrirvaralaust, með alla fjölskylduna. Sigrún Inga Sigurgeirs- dóttir, Líknarkona og félagsmála- frömuður flytur erindi Helgu Hallbergsdóttur menningarmiðlara og safnstjóra og Hrefnu Valdísar Guðmundsdóttur þjóðfræðings, Lifað með náttúrinni í Eyjum, listir, menning og atvinna. Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræð- ingur og ritstjóri flytur fyrirlesturinn Jákvæður lífsstíl sem færir styrk, sátt, heilsu og hamingju. Sýnd verður mynd eftir Evu Káradóttur og Margréti Lilju Magnúsdóttur um Kvenfélagið Líkn, framlag, starfs- semi og áhrif þess á samfélagið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri afmælisnefndar- innar og fyrrverandi þingforseti, ráðherra og þingmaður segir frá hvernig 100 ára kosningaréttar- afmælis kvenna á Íslandi var minnst. Eyjarnar verða skoðaðar frá sjó og landi og menning og saga þeirra kynnt. Líknarkonur í Vestmanna- eyjum hafa haft veg og vanda að skipulagningu í heimabyggð. Bjóða þær þingfulltrúum í kvöldmat föstudagskvöldið 17. júní í Líknar- húsið. Hátíðarkvöldverður er síðan í Akóges laugardagskvöldið18. júní og þar mun Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ taka við formennsku í Norrænu kvenfélagasamtökunum Nordens kvinneförbund, NKF, til næstu fjögurra ára. Nordens kvinneförbund, NKF, sem stofnað var árið 1920 hefur í dag um 70.000 félaga innan sinna raða á Norðurlöndunum, þar af um 5000 á Íslandi. Stjórn NKF samanstendur af formönnum landssambanda aðildar- félaganna. Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri, til skiptis á Norður- löndunum. Markmiðið með þing- unum er að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélagskvenna á Norðurlöndunum auk þess að taka ákvarðanir fyrir félagsheildina. Allar kvenfélagskonur eru velkomnar að sækja þingin og skipuleggur Kvenfélagasamband Íslands ferðir á þingin þegar þau eru haldin á Norðurlöndunum. Samhliða þingum eru haldnir stjórnarfundi NKF. Í dag er Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ og Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri. Formaður Líknar er Edda Ólafsdóttir. :: Kvenfélagasamband Íslands :: Norrænt þing kvenfélaga í Eyjum um helgina: Væntanlegar eru um 100 norrænar konur :: Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar :: Þema þingsins, Lifað í sátt við náttúruna: Núverandi stjórn Kvenfélagasambands Íslands. B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Vikutilboð ATH! Opið AllA dAgA Til kl. 21.00 SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.00 Tökum niður pantanir ! 15. til 21. júní 2016 Grillmatur í úrvali ! Frón kex verð nú kr 268,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.