Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 6. júlí 2016 :: 43. árg. :: 27. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is LandsLeikur á GosLokahátið - sunnudagskvöldið 3. júlí var landsleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum á eM sýndur á risaskjá á stakkagerðistúni. Landsbankinn, goslokanefnd og Vestmannaeyjabær stóðu að útsendingunni. eyjamenn fjölmenntu fyrir framan skjáinn og hvöttu landsliðstrákana til dáða í blíðskaparveðri. M yn d: G un na r In gi Makrílvertíð sumarsins er hafin og eru flest uppsjávarveiðiskip eyjanna farin til veiða. Vertíðin fer hægt af stað en eyjaflotinn hefur verið við veiðar suðaustan við eyjar. eyþór harðarson útgerðar- stjóri Ísfélagsins í Vestmanna- eyjum, segir það ekki mikið áhyggjuefni að veiðar fari hægt af stað. ,,Fyrsta löndunin í makríl var 28. júní síðastliðinn. Við erum með þrjú skip á makrílveiðum, heimaey, sigurð og álsey. Veiðarnar hafa farið hægt af stað og ekki mikið að sjá af makríl enn sem komið er. Það er ekkert sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ennþá, þar sem oft hefur þetta ekkert verið að gera sig fyrr en undir miðjan júlí.” sindri Viðar- son, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar tekur í sama streng. ,,Makrílinn fer rólega af stað. Veiðin er róleg til að byrja með en það er ekkert óvenjulegt. oft er rólegt til að byrja með og kannski voru ekki bestu að- stæður í síðustu viku, kvika og lítil sól. annars gengur vel að vinna og fiskurinn er ágætlega haldinn. Við erum búnir að vera á vöktum með smá hléum síðan síðasta mánudag. Þannig að við erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir framhaldið.” Aukið svigrúm Nýlega samþykkti Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, beiðni útgerða um að hverju skipi verði heimilt að flytja allt að 20% af úthlutuðum aflaheim- ildum í makríl frá árinu 2016 til ársins 2017. Núgildandi heimild mið- ast við 10% af úthlutuðum aflaheim- ildum í makríl. Eftir að viðskipta- bann Rússlands skall á sumarið 2015 var heimild til að flytja aflaheimildir fiskiskipa í makríl frá árinu 2015 yfir á 2016 aukin vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika í markaðssetningu afurðanna. „Enn eru óvissar markaðsaðstæður fyrir makrílafurðir vegna viðskipta- banns Rússlands og því teljum við rétt að veita áfram aukið svigrúm til að auðvelda fyrirtækjunum að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Í samræmi við framangreint verður gefin út reglugerð með heimildum samkvæmt þessu. Makrílvertíðin fer hægt af stað :: ekkert sérstakt áhyggjuefni ennþá :: oft rólegt til að byrja með SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Goslokahátíð :: Myndir suMar- stúlkurnar kynntar >> aukablað Eitthvað í sjónuM oG rokinu sEM kvEikir >> 10 >> 8

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.