Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. júlí 2016 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is íþróttir: guðmundur tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: ómar garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Í kjölfar frétta af uppsögnum hjá hsu fóru eyjafréttir á stúfana og leituðu svara. eftirfarandi tilkynning barst: „Af hálfu HSU skal upplýst að frá sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi á árinu 2014 hefur átt sér stað veruleg fjölgun verkefna hjá stofnuninni og hefur álag aukist á öllum sviðum þjónustunnar, einkum þó bráða- og utanspítala- þjónustu. Fjárhagsleg staða stofnunar er hins vegar erfið og vantar nokkuð upp á að jafnvægi verði náð í rekstri auk þess sem stofnunin glímir við eldri skulda- vanda fyrrverandi heilbrigðisstofn- ana á Suðurlandi. Eftir fyrsta ársfjórðungsuppgjör HSU nú á árinu var ljóst að það stefndi í vanda í rekstri og mikill þrýstingur var á kostnaði við rekstur sjúkrasviðs. Eitt af markmiðum framkvæmdastjórnar HSU var að á þessu ári skyldi endurskoða skipulag þjónustu og mönnun með því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir það fjármagn sem stofnunin fær úthlutað. Þetta er viðvarandi verkefni heilbrigðisstofnanna og skylda okkar að nýta sem best það fjármagn sem við fáum til þjónust- unnar. Forstjóri hafði því frum- kvæði af því eftir umtalsverða vinnu framkvæmdastjórnar í aprílmánuði að skila til ráðherra tillögum að endurskipulagi og hagræðingaraðgerðum. Þær tillögur voru sendar til Velferðarráðu- neytisins í lok apríl. Í framhaldi af því og með góðu samráði við ráðuneytið var ákveðið af hálfu HSU að grípa til viða- mikilla aðgerða við endurskipu- lagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunarinnar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmanna í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfs- mönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlaun. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða var boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni. Uppsagnirnar sem þurfti að grípa til munu ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnenda- störfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunar- deilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu. Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, sem sagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum. Þessi hagræðing og endurskipu- lagning á starfsemi var eins og áður sagði unnin í samstarfi við heil- brigðisráðuneytið, og reynt að milda niðurskurðinn af fremsta megni. Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunar- innar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið. Þess bera að geta að lokum þingmönnum voru kynntar þessar fyrirætlanir og haldinn upplýsinga- fundur með sveitastjórnum á Suðurlandi 31. maí s.l. þar sem málefni er varða tiltekt í rekstri og skipulagsbreytingar innan HSU voru kynntar,“ segir í tilkynningu HSU. Átján sagt upp hjá HSU :: samtals 13,1 stöðugildi :: Fimm missa starfið :: aðrir fá ekki endurnýjun samnings eða var boðið laus störf innan stofnunarinnar :: segir í tilkynningu frá hsu „Kæru Eyjamenn!! Nú stöndum við frammi fyrir stórum vanda sem við getum með samtakamætti unnið bug á. Júlíana Silfá dóttir mín slasaði sig illa seinni partinn í dag og er sennilega fót- og handleggs- brotin, þó er það ekki vitað fyrir víst því að ekki mátti mynda hana hér í Eyjum því það er yfirvinnu- bann hér hjá HSU þannig að engar myndir eru teknar hér eftir kl. 14.00. Því var dóttir mín flutt til Reykjavíkur á Landspítalann því að þar eru teknar myndir allan sólarhringinn. Vil ég taka fram að geislafræðingarnir okkar standa ekki fyrir þessu banni. Þannig að það getur verið slæmt að slasa sig eftir kl. 14.00,“ segir Haraldur Þórarinsson í grein á fésbókarsíðu sinni. Seinna leiðréttir hann sig og segir: „Nú hefur fólk komið að máli við mig og leiðrétt þetta með yfirvinnu- bannið og er ástæðan sú að ekki hefur tekist að fá fólk til sumaraf- leysinga á röntgendeildinni, þannig að hún er opin til kl. 14.00 á daginn og er bakvakt aðra hverja viku. Það er alveg sama hvað vandamálið heitir, það er bara alls ekki boðlegt.“ Hjörtur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á HSU staðfestir að ekki hafi fengist fólk til að leysa geislafræðinga af í sumarfríi og því ekki hægt að manna allar vaktir. „Þetta hefur ekkert með fjármögnun eða slíka hluti að gera. Staðan er einfaldlega sú að ekki hefur enn tekist að fá afleysingu geislafræðings í Vestmannaeyjum vegna sumarleyfa. Hjá HSU í Vestmannaeyjum starfa tveir geislafræðingar og þeir eru, eins og skiljanlegt er ekki tilbúnir til að standa bakvakt einir stanslaust vikum saman þegar annar þeirra er í sumarfríi. Það þýðir að það er ekki hægt að manna allar vaktir eins og staðan er núna. Myndrannsóknir eru gerðar að degi til alla virka daga,“ segir Hjörtur. Hann segir að til margra ára hafi vakt geislafræðinga einungis náð fram að miðnætti eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggð- inni og því ekki verið í boði að gera myndrannsóknir að næturlagi. „Í mörgum tilfellum breytir það engu um meðferð að bíða með mynd- rannsókn til næsta morguns. Í öðrum tilfellum er augljóst að senda þarf sjúkling á Landspítalann og hvort myndrannsókn fer fram í Eyjum eða Landspítala breytir ekki heldur meðferð. Neyðarrannsókn þarf örsjaldan til utan dagvinnutíma og geislafræðingar hafa sagt að þeir muni ekki neita að aðstoða í slíkum tilfellum á meðan þetta ástand varir.“ Hjörtur segir þetta tímabil án þjónustu vera lengra þá daga sem ekki hefur tekist að manna vakt. „Verið er reyna af fullum hug að leysa úr þessu ástandi. M.a. er búið að hafa samband við geislafræðinga sem áður hafa leyst af, sendur hefur verið tölvupóstur á alla félagsmenn í Félagi geislafræðinga og haft hefur verið samband við aðrar heilbrigðisstofnanir. Góð laun fyrir afleysingamanneskju eru í boði og það er því ekki fyrirstaða.“ Hjörtur segir þetta ekki óskastöðu en þetta hafi ekkert með breytingu á skipulagi þjónustu að gera. „Eins og áður sagði, er algerlega rangt að yfirvinnubann eigi hlut að máli hvað varðar truflun á vaktþjónustu fyrir myndgreiningu,“ sagði Hjörtur og heldur áfram. „Ýmsar stéttir sérfræðinga á mörgum sviðum eru fáliðaðar á litlum stöðum á landsbyggðinni og einn sérfræðingur til eða frá getur skipt sköpum um hvort þjónustan er fyrir hendi eður ei. Sem dæmi má nefna ómskoðun á meðgöngu. Um tíma var ekki hægt að sinna henni í Vestmannaeyjum því enginn gat veitt þessa þjónustu. Á tímabili þurfti fólk því að fara til Reykja- víkur. Nú hefur aftur ræst úr og ómskoðanir á meðgöngu eru aftur í boði. Það hafði heldur ekkert með fjármögnun, yfirvinnubann eða annað slíkt að gera, en skapaðist af óviðráðanlegum aðstæðum.“ Hjörtur segir margt jákvætt vera að gerast og til dæmis hafi læknum fjölgað. „Þar hefur orðið töluverð bragabót og nú eru þrír fastir læknar við Heilsugæsluna í Vestmanna- eyjum í stað eins fyrir hálfu ári síðan. Lítið álag hefur verið á sjúkradeildinni síðustu vikur og laus rúm þrátt fyrir sumarlokun sem þýðir færri sjúkrarúm á sumarleyfis- tímanum.“ Hann segir mikilvægast að tryggja öryggi skjólstæðinga. „Það held ég að sé fyrir hendi hvað varðar myndgreiningarþjónustuna. Hins vegar er um óviðræðanlegar aðstæður að ræða sem geta valdið óþægindum og óhagræði fyrir fólk og að sjálfsögðu ber að harma slíkt,“ segir Hjörtur og hann kveðst skilja afstöðu fólks. „Það er skiljanlegt að fólk sé tortryggið og túlki hluti eins og þessa á versta veg þar sem heil- brigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur átt í vök að verjast og skerðing orðið á ýmsum þjónustu- þáttum og þjónustustigi undanfarin ár. Hér er sem sagt ekki um neitt slíkt að ræða. Ekki er verið að leggja niður eða draga úr þjónustu sem slíkri heldur einfaldlega tímabundið ástand vegna mönnun- arvandamáls sem tengist skorti á sérhæfðum starfsmanni til sumaraf- leysinga. Verið er að leita leiða til að lágmarka það tímabil sem þetta ástand varir.“ Á fésbókarsíðu sinni segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri að hann hafi fengið upplýsingar um stöðuna hjá Hirti og fagnar því jákvæða sem er að gerast á HSU í Vestmannaeyjum. Það sé líka eðlilegt í ljósi þróunar heilbrigðiþjónustu á landsbyggðinni að fólki sé brugðið þegar eitthvað ber út af. „Þrátt fyrir að staðan sé ekki sú sem við vildum og þrátt fyrir að við verðum aldrei sátt á meðan hér er ekki full fæðingaþjón- usta þá er vert að horfa til þess sem færst hefur til betri vegar,“ segir Elliði en ekki megi láta staðar numið og verk að vinna. „Nú sem fyrr er mikilvægast að tryggja öryggi sjúklinga og annarra skjólstæðinga heilbrigðisþjónust- unnar. Upp geta komið óviðræðan- legar aðstæður sem því miður valda oft óþægindum og óhagræði fyrir fólk og að sjálfsögðu ber að harma slíkt. Flestum ber saman um að við fæðingarþjónustuna liggi sársauka- mörk heilbrigðisþjónustunnar í Vestmannaeyjum. Þar er verk að vinna og fráleitt að ætlast til að við sættum okkur við núverandi ástand.“ Þarna slær hann sama takt og Haraldur sem segir í grein sinni: „Við verðum að standa vörð um sjúkrahúsið okkar svo að það geti sinnt sínu hlutverki fullkomlega. Við viljum öryggi til að geta búið hér og við eigum rétt á því að hér sé sjúkrahús sem virkar fullkomlega en ekki að hluta. Ef að það vantar rekstrarfé eru það þingmennirnir okkar sem eiga að ráða úr því og þeir eiga líka að vita hvað er að gerast hér. En hverjir eru nú þessir þingmenn? Tökum saman höndum og látum í okkur heyra áður en niðurskurður- inn verður meiri! En akkúrat núna er Júlíana Silfá að bíða eftir röntgenmyndatöku, en hún er bara að bíða eftir henni í Reykjavík en ekki hér í Eyjum. Það þurfti sennilega enginn að borga fyrir sjúkraflugið eða hvað, það kostar víst um sexhundruð þúsund og svo sjúkrabílarnir, eða er þetta orðið ókeypis. Stöndum saman,“ segir Haraldur. HSU Vm :: ekki full þjónusta á röntgendeild vegna sumarfría :: Bakvakt aðra hverja viku: Töluverð bragabót á ýmsum svið- um og nú eru þrír fastir læknar :: eigum rétt á því að hér sé sjúkrahús sem virkar fullkomlega en ekki að hluta, segir faðir konu sem þurfti að senda á Lsh til myndatöku ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.