Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. júlí 2016 Mikið fjölmenni tók þátt í dagskrá goslokahátíðar um helgina og þótti hún takast vel frá upphafi til enda. Veðrið hélst nokkuð gott alla helgina og skemmtu bæjarbúar og gestir sér vel. Dagskráin hófst á fimmtudeginum með átaki Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og fleiri aðila í uppgræðslu Eldfells. Þar mættu bæjarbúar galvaskir og sáðu fræjum. Virkilega þarft átak sem nauðsynlegt er að bæjarbúar taki þátt í og gaman að sjá þetta inn í dagskrá goslokahátíðar. Bjartmar Guðlaugsson opnaði myndlistarsýn- ingu í Eldheimum í byrjun hátíðar og Málfríður Aðalsteinsdóttir sýndi Surtseyjarverk sín. Um kvöldið voru svo tónleikar með Bjartmari á kaffihúsinu í Eldheimum og einnig tónleikar með kántrýbandinu Axel og Co. á Háaloftinu þar sem gríðarleg stemning var. Fjörugur föstudagur Á föstudagsmorguninn var Volcano open var á sínum stað og var þáttaka góð að vanda. Ræst var út klukkan 10.00 og 17.00. Ísfélagið bauð svo bæjarbúm á glæsilega barnaskemmtun á Stakkagerðistúni sem heppnaðist með eindæmum vel. Þar voru meðlimir Sirkus Ísland með atriði, Friðrik Dór tók lagið og boðið var upp á sérfram- leiddan goslokaís. Ísfélagið bauð bæjarbúum einnig á barnaleikritið Litland sem leikhópurinn Lotta sýndi. Félagar úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja sýndu verk sín í Básum alla helgina og Jóhanna Hermansen var með sýninguna ,,Innsýn” í Tónlistarskólanum. Logi Jes Kristjánsson var með sýninguna ,,Upphafið, fólkið og goðin í Eyjum” í Akóges og var að vonum sáttur með móttökurnar. Jónína Björk Hjörleifsdóttir og Laufey Konný Guðjónsdóttir sýndu einnig verk sín í Einarstofu. Berglind Ómarsdóttir var svo með glæsilega tískusýningu í Eldheimum, en Berglind útskrifaðist nýverið sem kjóla- og klæðskerameistari. Hápunktur föstudagskvöldsins var svo án efa tónleikarnir ,,Í skugga meistara yrki ég ljóð” sem haldnir voru í Höllinni. Þar voru spiluð lög af nýútgefni plötu sem eru óútgefin Eyjalög í flutningi Eyjamanna. Frábærir tónleikar og það er nokkuð ljóst að við eigum ótal mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í okkar röðum. Föstudagskvöldið endaði svo á Bryggjunni þar sem strákarnir í Stuðlagabandinu héldu uppi stemningunni langt fram eftir nóttu, þar sem var sungið og dansað af Eyjanna sið. Skemmtun eins og hún gerist best Nóg var um að velja í dagskrá laugardagsins. En Ingibergur Óskarsson kynnti í Sagnheimum verkefnið ,,Allir í bátana”. En Ingibergur hefur síðustu ár unnið að því að taka saman nafnalista farþega í hverjum báti gosnóttina. Á Nausthamarsbryggju var svo haldið skemmtilegt bryggjuveiðimót fyrir yngri kynslóðina og þar var sannkölluð fjölskylduveiðistund í frábæru veðri. Slökkvilið Vest- mannaeyja var með opið hús, þar sem öllum var velkomið að koma og skoða búnað félagsins og ræða við slökkviliðsmenn bæjarins og Landsbankinn hélt sína árlega fjölskylduhátíð á Bárustígnum, þar sem mikill fjöldi mæti og gleðin var við völd. Frábær stemmning myndaðist í portinu hjá 900 Grillhús um miðjan dag en þar mætti rokk karlakórinn Storm- sveitin og gerði allt vitlaust. Stemning var gríðaleg og má með sanni segja að kórinn hafi staðið fyrir sínu. Fyrirtækið Langa bauð svo gestum og gangandi upp á fiskisúpu unna úr þurrkuðum afurðum fyrirtækisins sem var virkilega skemmtilegt framtak hjá fyrirtækinu. Í Eldheimum héldu Andrea Gylfadóttir og Bíóbandið skemmtilega tónleika þar sem tónlist Stellu Hauks heitinnar var spiluð og Taflfélagið hélt hrað- skákmót í húsi félagsins. Laugar- dagurinn endaði svo með hinni árlegu skemmtun á Skipasandi þar sem valinkunnur maður var í hverri kró. Þetta kvöld er ætíð eitt af skemmtilegustu kvöldum sem haldin eru á hinni fögru Heimaey og stóðst það allar væntingar þetta árið. Þarna voru saman komnir ungir sem aldnir í einum tilgangi, til þess að skemmta sér saman. Þetta var svo sannarlega skemmtun eins og hún gerist best. Þjóðarstolti skein úr hverju andliti Sunnudagurinn hófst svo með göngumessu frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkjunni, þar spiluðu félagarnir í Lúðrasveit Vestmannaeyja og kirkjukór Landakirkju söng og boðið var upp á kaffi í lok messu. Folfvöllurinn við Íþróttamiðstöðina var formlega tekinn í notkun við mikinn fögnuð frisbígolfunnenda. Svo var komið að því sem allir landsmenn voru búnir að bíða eftir óþreygjufullir í nokkra daga, leik Íslands og Frakklands á Stade de France. Að því tilefni stóðu Vestmannaeyjabær, Landsbankinn og goslokanefnd fyrir því að sýna leikinn á stórum skjá á Stakkagerðistúni. Stemningin á Stakkó var stórkostleg og gríðarlegur fjöldi fólks mætti þarna saman og hvatti okkar menn til dáða. Þó svo að úrslitin hafi ekki verið okkur í vil, mátti sjá þjóðar- stoltið skína úr hverju andliti eftir frábæran árangur okkar manna á EM. Frábær goslokahátíð að baki og fær goslokanefnd stórt hrós fyrir fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þetta árið. Nú er bara að bíða eftir næstu hátíð okkar Eyjamanna sem hefst eftir 22 daga. Óskar Pétur fór á stúfana með myndavélina og skjalfesti fjörið. Goslokahátíð 2016 :: Goslokanefnd á heiður skilið :: Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir allan aldurshóp: Frábær goslokahátíð SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is M yn di r: Ó sk ar P ét ur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.