Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir sú var tíðin að ekki þótti frétt- næmt þegar barn fæddist í Vestmannaeyjum. en það heyrir nú til undantekninga. en annað barn ársins fæddist þann 30. júní síðastliðinn. Það voru þau Þóranna halldórsdóttir og elís Jónsson sem voru að eignast sitt fjórða barn og fæddist þeim stúlka. heilsast bæði móður og barni vel. „Við erum ótrúlega lánsöm að hafa geta komið stúlkunni okkar í heiminn hér í Eyjum. Við eru afar þakklát fyrir að eiga hana Drífu ljósmóður að og finnst okkur dásamlegt að hún hefur tekið á móti báðum stúlkunum okkar hér í Eyjum. Litla prinsessan okkar fæddist fimmtudaginn 30. júní 2016 kl 9:12 og var 4200 gr. eða um 17 merkur og 51 cm. Hraust og falleg stúlka. Stóra systir hennar fæddist hér í Eyjum 27. janúar 2014 og var þá fyrsta barn ársins en litla prins- essan er annað barn ársins 2016,“ sagði Þóranna í samtali við Eyja- fréttir. Þórönnu finnst eins og mörgum öðrum að fæðingarþjónusta sem og önnur þjónusta í kringum meðgöng- una sé mikilvæg í hverri heimabyggð : „Mér finnst mikilvægt að konur geti átt í sinni heimabyggð og hvað það er dásamlegt fyrir alla fjölskylduna að geta haldið sinni rútínu, þá sérstaklega fyrir eldri systkinin. Og ekki má gleyma hvað það er dásamlegt að geta tekið sængurleg- una á spítalanum hér í Eyjum, þar er komið fram við nýbakaða móður og barn sem stórstjörnur,“ sagði Þóranna sem var ánægð með alla þá þjónustu sem hún fékk. Búið að taka grunnstoðina undan starfinu Drífa Björnsdóttir ljósmóðir sagði í samtali við Eyjafréttir að hún væri enn á bleiku skýi eftir að hafa tekið á móti stúlkunni, þetta sé orðið svo sjaldgæft. „Þetta var alveg yndislegt í alla staði, við vorum báðar svo tilbúnar í þetta,“ sagði Drífa. „Í dag er það algjör undantekning að kona velji að eiga í sinni heimabyggð þar sem ekki er skurðlæknir og svæfinga- læknir á svæðinu. Ef kona hefur enga sögu um erfiðleika eða meðgöngu- tengda sjúkdóma á fyrri meðgöngum þá á ekkert að standa í veginum fyrir að næsta fæðing verði þannig líka og stendur þeim til boða að eiga í Vestmannaeyjum, en það er undan- tekning að konur velji þann kost. Því miður er þetta svona og eins og ég hef sagt áður þá er búið að taka grunnstoðina undan starfinu mínu,“ sagði Drífa að lokum. Annað barnið sem fæðist í Eyjum á árinu :: Þóranna og elís eignuðust sitt fjórða barn Sara SjöFn grEttiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Vikutilboð SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! ath! Opið aLLa DaGa tiL KL. 21.00 B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Grillmatur í úrvali ! taktu þá tt Taktu girnilega mynd sem fangar þína grillstemningu með grillvörum frá Hunt’s, Caj P, Patak’s, Tabasco , Sælkerafisk, Rose Poultry, Filippo Berio og Fazer Dumle. Merktu myndina með millumerkinu #GrillsumaridMikla2016 á tímabilinu 15. júní – 10. ágúst. Vikulega verður dreginn út veglegur kassi stútfullur af grillvörum. Aðalvinningshafinn fær veislu fyrir 10 manns, þar sem kokkur mætir á svæðið og grillar fyrir mannskapinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.