Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. júlí 2016 Útgefandi: eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Sædís eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: óskar Pétur friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Hagnaður Vinnslustöðvarinnar var um 10 milljónir evra eftir skatta á árinu 2015, sem jafngildir 1,4 milljörðum króna, en var 7,2 milljónir evra árið 2014 eða rétt rúmur milljarður króna. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á miðvikudag- inn í síðustu viku. Hluthafar Vinnslustöðvarinnar eru um 250 talsins. Í skýrslu stjórnar kom fram að flestir hluthafanna hafi komið að félaginu um árabil og upplifað bæði áföll í sjávarútveg- inum og gríðarlega erfiðleika í rekstri fyrirtækisins undir lok aldarinnar sem leið. „Með útsjónarsemi hefur náðst að byggja félagið markvisst upp og með sameiningu við önnur fyrirtæki hafa fleiri hluthafar bæst í hópinn. Í þessari vegferð hefur viss varkárni verið höfð að leiðarljósi þannig að félagið geti tekist á við þær niðursveiflur sem koma óhjákvæmi- lega í sjávarútvegi. Á undanförnum árum höfum við markað stefnu um uppbyggingu félagsins til framtíðar þar sem horft er til endurnýjunar skipakosts og uppbyggingar landvinnslu, breytts sölufyrirkomu- lags og ýmissar stoðþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður meðal annars í skýrslu stjórnar og nefndi síðan helstu þætti uppbygg- ingar sem hófst fyrir alvöru árið 2014 og eru fjárfestingar upp á um sjö milljarða króna. Ný skip og fjárfesting í landi Byrjað var að smíða togarann Breka VE í Kína, skipið er væntanlegt til heimahafnar seint á árinu. Keypt voru uppsjávarskipin Ingunn og Faxi af HB Granda og með þeim fylgdi 0,7% aflahlutdeild í loðnu. Skipin komu í stað Ísleifs og Kap og bera nöfn þeirra nú. Félagið hefur selt þrjú skip, gamla Ísleif, Jón Vídalín og Stíganda. Á vor hófust framkvæmdir við nýtt uppsjávarfrystihús. Það verður búið blástursfrystum í stað plötufrysta. Til mikils er vænst með þeirri breytingu, enda eru kaup- endur í Asíu reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir sjávarafurðir sem frystar eru með blásturstækni. Afkastagetan verður í fyrstu um 420 tonn á sólarhring. Nýir hráefnisgeymar verða reistir á árinu. Frystipláss verður fjórfald- að, frystigeymslan tekur nú 4000 tonn en fer í nær 16.000 tonn eftir stækkun. Unnið er að lokahönnun byggingarinnar og umhverfis í góðri samvinnu við Vestmannaeyjabæ. Framkvæmdir hefjast þegar nýja uppsjávarhúsið er tilbúið. Dótturfélagið Hafnareyri var stofnað og sameinuð í því starfsemi Eyjaíss, Skipaafgreiðslu Vest- mannaeyja, rekstur frystigeymsl- unnar og hvers kyns verkleg þjónusta, til að mynda vinna iðnaðarmanna og verkstæða. Hafnareyri sinnir stoðþjónustu við Vinnslustöðina en þjónar jafnframt öðrum viðskipta- vinum. „Ég er sann- færður um að allar þessar fjárfestingar og breytingar muni skila Vinnslu- stöðinni enn betri afkomu á komandi árum. Sumir kunna að segja að við hefðum átt að gera þetta fyrr, og ég get tekið undir það að vissu leyti, en á undanförnum miss- erum hefur of mikil orka starfs- manna og stjórnarmanna farið í annað en uppbyggingarmál, svo sem deilumál fyrir dómstólum og fleira,“ sagði Gunnar Örn stjórnar- formaður. Ingvar Eyfjörð nýr stjórnarmaður Ingvar Eyfjörð, eigandi og starfsmaður Álftavíkur ehf. í Reykjanesbæ var kjörinn í stjórn í stað Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims en stjórnin er óbreytt að öðru leyti. Kjörið var til stjórnar í tvígang á aðalfundi VSV 6. júlí sl. þegar kom í ljós við talningu í fyrra skiptið að greidd atkvæði voru færri en afhent- ir kjörseðlar. Arnar Sigurmundsson sem var fundarstjóri á aðalfund- inum úrskurðaði þá að atkvæða- greiðslan skyldi endurtekin og voru nýir atkvæðaseðlar afhentir hluthöfum og fulltrúum þeirra á fundinum. Þrír aðilar sáu um talninguna og hefur svo verið til nokkurra ára. Einn af þeim er starfsmaður VSV, en hinir eru endurskoðandi fyirrtækisins og sá þriðji fulltrúi Stillu, félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar. „Ástæðan fyrir því að ég úrskurð- aði í þessa veru er að það er mjög mikilvægt að úrslit kosninga endurspegli vilja hluthafanna, en við talningu kom í ljós að einn hluthafi hafði greitt atkvæði en ekki sett það í kassann,“ hefur Morgun- blaðið eftir Arnari. Þegar þessi staða kom upp við talningu var óskað eftir úrskurði fundarstjóra um framhaldið. Í Morgunblaðinu er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni að svo virðist sem „einhverjir hluthafar hafi ekki kosið í kosningu til stjórnar. Þá hafi verið gengið á þá og þeir spurðir hvort þeir hefðu ekki greitt atkvæði. Talningu hafi þá verið lokið og ekki ástæða til ógild- ingar.“ Arnar segir að talningu atkvæða til stjórnar og vara- stjórnar hafi ekki verið lokið þegar hann úrskurðaði að atkvæðagreiðslan skyldi endurtekin. Áður en til seinni atkvæðagreiðslu kom á fundinum kannaði fundar- stjóri hvort allir sem tóku þátt í fyrri atkvæðagreiðslunni væri enn á fundinum og reyndist svo vera. Arnar sagði að aðalfundurinn hefði farið mjög vel fram og voru allar atkvæðagreiðslur einróma, svo sem ársreikningar, greiðsla arðs til hluthafa, kosning endurskoðanda og fleira. Stjórn Vinnslustöðvarinnar er þannig skipuð: Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Takts, formaður; Einar Þór Sverrisson hæstaréttarlögmaður varaformaður; Rut Haraldsdóttir framkvæmda- stjóri hjá Vestmannaeyjabæ; Íris Róbertsdóttir kennari og Ingvar Eyfjörð, eigandi Álftavíkur ehf. Í varastjórn eru Eyjólfur Guðjóns- son skipstjóri á Kap VE og Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir fiskverkandi í Vestmannaeyjum. Von um sættir Í frétt um fundinn segir að tvær fylkingar hluthafa í Vinnslustöðinni hafi tekist á fyrir opnum tjöldum og fyrir dómstólum undanfarin ár og deilur um stjórnarkjörið verði að skoðast í því ljósi. Guðmundur Örn nefndi niðurstöður Hæstaréttar í langvinnri þrætu um sameiningu Ufsabergs útgerðar og Vinnslu- stöðvarinnar. Hann vonaðist til þess að friðsamlegra yrði í hluthafahópn- um hér eftir en hingað til. „Það var afar ánægjulegt er Hæstiréttur Íslands tók af öll tvímæli um lögmæti sameiningar Ufsabergs útgerðar og Vinnslustöðvarinnar. Því máli er þar með endanlega lokið. Ég vona að það sé komið að ákveðnum tímamótum í stjórnar- starfinu,“ sagði Guðmundur Örn sem leitað hefur leiða til að ná sáttum. „Á síðustu vikum hef ég átt gott samtal við fulltrúa helstu eigenda félagsins um að finna leiðir til þess að slíðra sverðin í áralöngum deilum þeirra um áherslur í rekstri félagsins. Þau samtöl hafa verið til góðs og ég vænti þess að á næsta ári snúist stjórnarstarfið um góðar, opinskáar, uppbyggilegar og málefnalegar umræður um veg og framgang Vinnslustöðvarinnar, í stað málaferla fyrir dómstólum eða á öðrum vettvangi.“ Guðmundur Kristjánsson sat í fráfarandi stjórn Vinnslustöðvar- innar með stuðningi hluthafahóps- ins sem gjarnan er kenndur við hann sjálfan og/eða Stillu útgerð ehf. og KG fiskverkun ehf. Þessi hópur bauð fram þrjá fulltrúa til stjórnarkjörsins nú: Guðmund, Magnús Helga Árnason lögmann og Ingvar Eyfjörð. Ingvar náði kjöri. Hinn hluthafahópurinn studdi aðra stjórnarmenn til endurkjörs og þeir hlutu allir kosningu. VSV 70 ára Vinnslustöðin verður sjötug milli jóla og nýárs í vetur og fagnar áfanganum á ýmsan hátt þegar nær dregur sjálfu afmælinu. Meira um það síðar. Á aðalfundinum var hins vegar upplýst að stjórn félagsins hefði í tilefni afmælisins samþykkt að verja 10 milljónum króna til fegrunar og uppgræðslu í Vest- mannaeyjum. Þetta er táknræn afmælisgjöf sjálfs afmælisbarnsins til samfélags síns! Aðalfundur VSV 2015 :: Góð afkoma og betri en árið á undan :: Fagnar 70 ára afmæli Reynt að slíðra sverðin í áralöngum deilum um áherslur í rekstri félagsins :: Stjórnarformaður væntir þess að á næsta ári snúist stjórnarstarfið um veg og framgang Vinnslustöðvarinnar, í stað málaferla fyrir dómstólum eða á öðrum vettvangi ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Framkvæmdir standa nú yfir við nýja uppsjávarvinnslu sem verður tilbúin til notkunar í sumar. Með útsjónarsemi hefur náðst að byggja félagið markvisst upp og með sameiningu við önnur fyrirtæki hafa fleiri hluthafar bæst í hópinn. Í þessari vegferð hefur viss var- kárni verið höfð að leiðarljósi þannig að félagið geti tekist á við þær niðursveiflur sem koma óhjákvæmilega í sjávarútvegi. Á undanförnum árum höfum við markað stefnu um uppbyggingu félagsins til fram- tíðar þar sem horft er til endurnýjunar skipakosts og uppbyggingar landvinnslu, breytts sölufyrirkomulags og ýmissar stoð- þjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.