Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. júlí 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 14. júlí kl. 20.00 Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Laugardagur 16. júlí kl. 11.00 Minningarathöfn Betsýar Gíslínu Ágústsdóttur. Sunnudagur 17. júlí kl. 11:00 Björt og hlý sumar-helgi- stund í Landakirkju að hætti sr. Guðmundar Arnar. Miðvikudagur 20. júlí kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Sr. Guðmundur Örn. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Bænastund, biðjum fyrir landi og þjóð. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmars prédikar, mikill söngur, kaffi og spjall. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Gaman að fá að kynnast öllum stelpunum svona ótrúlega vel og eyða svona miklum tíma saman Á laugardaginn fór sumarstúlka Vestmannaeyja fram. Það er hefð fyrir því að sumarstúlkurnar sjálfar velji vinsælustu stúlkuna og hlaut þann titil Margrét Júlía Ingimars- dóttir. Nafn: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fæðingardagur: 9. febrúar 1998. Fæðingarstaður: Ég fæddist hérna í Eyjum. Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Ingimar Heiðar og Hjördís Inga, ég á síðan 6 systkini og þau er Arnar Ingi, María Sif, Arndís Bára, Ásgeir Heimir, Heiðar Smári og Georg Rúnar. Skóli/vinna: Ég er í FÍV og ég vinn í Vöruval. Áhugamál: Helstu áhugamálin mín eru að teikna og farða. Uppáhalds matur: Pizza. Versti matur: Versti matur sem ég veit er fiskur. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara alls kyns tónlist. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn: Núna er ég með æði fyrir Aron Can en Banks er uppáhaldið af öllum. Hvaða mann/konu úr mannkyns- sögunni mundir þú vilja hitta: Ég myndi vilja hitta Alexander McQueen. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hrísey, það er svo fallegt að vera þar og horfa á fjöllin á meginlandinu. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Birkir Bjarnason og ÍBV. Uppáhalds sjónvarpsefni: Það er Gossip Girl eða American Horror Story. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Mér finnst skemmtilegast að vera bara með vinum mínum. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Mér finnst gaman að lesa svona hryllingssögur. Hvernig var sumarstúlku upplifunin: Hún var mjög skemmtileg, það var ótrúlega gaman að fá að kynnast öllum stelpunum svona ótrúlega vel og gaman að vera alltaf saman á æfingum. Á að skella sér á þjóðhátíð: Að sjálfsögðu.Margrét Júlía Ingimarsdóttir er Eyjamaður vikunnar Ég ætla að þakka Arnari Gauta kærlega fyrir áskorunina. Þorskur í ofni 1/2 kg þorskur Mauk 1: 2 krukkur af rauðu pestó 1 rautt chili 1 rauð paprika. Allt maukað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Mauk 2: 1/2 búnt fersk steinselja 1/2 blaðlaukur 3 msk brauðrasp börkur af 2 sítrónum. Allt maukað saman. Aðferð: Ef fiskurinn er frosinn, látið hann þiðna í ísskáp yfir nótt, gott að salta hann og ekki skola af fyrir eldun. Skera fiskinn í bita og setja í eldfast mót, setja mauk 1 yfir og svo mauk 2 þar ofaná. Hita í ofni í 15-20 mín við 200°C. Meðlæti er ferskt salat og kartöflur eftir smekk. Þjóðhátíðarvínarbrauð 1 kg hveiti 370g smjör 300g sykur 2 tsk lyftiduft 2 tsk hjartarsalt 1 egg. Allt hnoðað saman. Fletja út í lengjur (ca 15cm breiðar) setja rabbarbarasultu í miðjuna og loka. Bakað í miðjum ofni við mikinn hita þar til verður ljósbrúnt. Í uppskriftina fer 1/2-1 kg af sultu. Svo er gott að geyma þetta í frysti og á fimmtudagskvöld fyrir þjóðhátíð er svo glassúrinn settur á sem er flórsykur, vatn, vanilludropar og 3-4 dropar af rauðum matarlit. Allt hrært saman og sett ofan á vínarbrauðin. Ég skora svo á Sæbjörn Sævar Jóhannsson að koma með holla og næringaríka uppskrift í næstu viku. Þorskur í ofni og þjóðhátíðar- vínarbrauð Baldur Haraldsson er matgæðingur vikunnar Íbúð óskast Einhleypur karlmaður óskar eftir tveggja til þriggja herbergja íbúð sem fyrst. Reyklaus, reglusamur og fyrirframgreiðsla ef óskað er. Langtímaleiga. Upplýsingar í síma 869-0425. Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón >> SMáAuGlýSInGAr FélagsFundur Félagsfundur fimmtudaginn 14. Júlí kl. 17.00 í alþýðuhúsinu. dagskrá: - Valmundur Valmundsson, formaður sjómannasambands Íslands fer yfir stöðu samninga. sJómannaFélagið Jötunn Skólavegi 21b | s. 481 2700

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.