Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Síða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. júlí 2016 Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2016 var haldin með pompi og prakt í þrítugasta skipti á laugardagskvöld. Keppnin var öll hin glæsilegasta og sjá mátti að stúlkurnar höfðu lagt mikla vinnu á sig undanfarnar vikur. Alls tóku fjórtán stúlkur þátt í keppninni sem var öll hin glæsilegasta. Margrét Júlía Ingimarsdóttir var kosin vinsæl- asta stúlkan en stelpurnar kjósa sjálfar vinsælustu stúlkuna. Sigþóra Önnudóttir er ljós- myndafyrirsætan, Díana Helga Guðjónsdóttir var valin sport- stúlkan, Jenný Jóhannsdóttir hlaut titilinn bjartasta brosið og Margrét Björk Grétarsdóttir er sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2016. Eyjafréttir, Höllin og Einsi Kaldi bera hitann og þungann af keppn- inni í ár. Súsanna Georgsdóttir er framkvæmdastjóri keppninnar og er hennar framlag alveg til fyrir- myndar eins og kvöldið sjálft bar merki um. Hafdís Snorradóttir var veislustjór kvöldsins hún er enginn nýgræðingur á þeirri braut og kann að fá fólk til að hlæja. En eins og veislustjórinn sagði þá var kokkur- inn búinn að æfa sig vel fyrir kvöldið, en hann hefur dvalið með íslenska landsliðinu undanfarið og var því vel tilbúinn eins og áður að elda ofan í mannskapinn sem hann gerði vel eins og honum er lagið. Kvöldið alveg til fyrirmyndar Mikið var lagt í keppnina sem var öll hin glæsilegasta og geta Súsanna og stelpurnar fjórtán verið stoltar. Í opnunaratriðinu sýndu stúlkurnar dansatriði sem gaf góðan tón fyrir kvöldið og það sem koma skyldi. Því næst tók hvert atriði við af öðru. Krakkar úr Grunnskóla Vestmanna- eyja sem Súsanna kennir, sýndu dans, Sara Reene Griffin kom og söng tvö lög sem hún gerði frábærlega, þvílík söngkona þar á ferð. Sumarstúlkurnar geisluðu af öryggi og útgeislun í tískusýning- unni frá Sölku og 66°norður þar sem þær sýndu brot af sumartísk- unni í fatnaði og útivistarfatnaði sem er virkilega flott. Skvísubúðin var með tískusýningu fyrir 35+ og börn og sýndar voru myndir úr óvissuferð sumarstúlkn- anna. Næst tók við kynning á stúlkunum sem komu fram í sínum eigin kjólum, Hafdís leyfði áhorfendum að kynnast stelpunum betur og sýndar voru myndir úr þeirra lífi. Að henni lokinni dró dómnefnd sig í hlé og átti hún vandasamt val fyrir höndum. Í dómnefnd sátu, Sara Sjöfn Grettisdóttir, Annika Vignisdóttir, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hafdís Ástþórsdóttir og Birgir Nielsen. Á meðan beðið var eftir niðurstöðum hennar fóru á svið kærustuparið Elías Fannar Stefnisson og Kristín Inga Jónsdóttir sem tóku nokkur lög og skemmtu gestum. Því næst var komið að stóru stundinni, Margrét Björk, Jenný, Díana Helga, Sigþóra og Margrét Júlía voru allar vel að titlum sínum komnar. En allar stúlkurnar fjórtán voru glæsilegar. Margir komu að keppninni og verðlaunin glæsileg Stúlkurnar sem titil hljóta fá allar að gjöf mjög veglega tösku með Nivea húð- og hársnyrtivörum frá Bajerstorf, fæðubótarefni og sólarvörn frá Artasan, Max factor snyrtivörur frá Medico, gjafaöskju frá Ölgerðinni, gjafabréf frá Joy, gjafabréf frá Slippnum, Skin Iceland húvörur frá Aróma, gjafabréf frá 900 Grillhús, gjafa- öskju frá Snyrtihofinu, skart frá Skvísubúðinni og gjafabréf á Subway. Vinsælustu stúlkuna velja stelpurn- ar sjálfar og fær hún að auki, förðunarvörur frá NN Cosmetic, púða frá Nostra, hárbursta frá B prow.is, gjafabréf frá Vöruhúsinu og gjafakörfu frá Heildverslun Karls Kristmannssonar. Ljósmyndafyrirsætan Ljósmyndafyrirsætan er sú stúlka sem myndast best að mati dómara. Auk þess kemur ljósmyndari að vali hennar. Ljósmyndafyrirsæta fær auk þeirra gjafa sem allir verðlauna- hafar fá, Canon 600D myndavél frá Geisla, nærfatasett frá Eyjavík, ferð fyrir 2 fram og til baka með Herjólfi, hárbursti og facion fix hársnyrtivörur frá B prow.is, förðunarvörur frá NN Cosmetic gjafabréf frá Smart og gjafabréf frá Tanganum. Sportstúlkan Sportstúlkan er meðal annast valin út frá tískusýningunni frá 66°norð- ur. Hún er valin eftir útgeislun, hvernig hún ber fötin og framkomu. Sportstúlkan fær auk gjafanna sem allir verðlaunahafar fá, peysu og líkamsræktarkort frá Hressó, gjafabréf á Gott, gjafabréf frá Axel Ó, hárbursta og facion fix hársnyrti- vörur frá B prow.is, förðunarvörur frá NN cosmetic og gjafaöskju frá Activ. Bjartasta brosið Bjartasta brosið er stelpan sem dómnefnd fannst bera mesta útgeislun og er með bjartasta brosið. Verðlaun hennar eru auk gjafanna sem allir verðlaunahafar fá, ferðataska frá Eymundsson, ferð fyrir 2 fram og til baka með Herjólfi, gjafabréf frá Einsa Kalda, förðunarvörur frá NN cosmetic, púða frá Nostra, gjafabréf frá Sölku, hárbursta og Blond tríó frá B prow.is. Sumarstúlkan Sumarstúlkan er sú stúlka sem dómnefnd finnst bera af í heildina. Sumarstúlkan fær auk gjafanna sem allir verðlaunahafar fá, kjól frá Berglindi Ómars fatahönnuði, gjafabréf með morgunverði fyrir 2 á Hótel Selfoss, flug frá Flugfélaginu Erni, sléttujárn og hárbursta frá B Prow.is, ferð fyrir 2 fram og til baka með Herjólfi, gjafabréf frá Einsa Kalda, gjafabréf frá Apótekaranum, gjafabréf frá Axel Ó, förðunar- og burstasett frá NN Cosmetic, húfu og vettlinga eftir Siggu Ingu frá Nostru, gjafakörfu frá Heildverslun Kalla Kriss og gjafabréf frá Sölku. Frábært starf og mörgum að þakka Eins og áður hefur komið fram eru margir sem koma að svona keppni og flestir sem gefa vinnu sína og allar gjafirnar. „Ég vil koma á framfæri innilegustu þökkum til allra sem studdu keppnina með einum eða öðrum hætti. Það er ekkert sjálfgefið að fólk sé tilbúið að leggja þessu lið,“ sagði Súsanna Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Sumarstúlku- keppninnar að henni lokinni. „Gjafirnar sem stúlkurnar fengu voru mjög myndarlegar og flottar. Þeir sem hjálpuðu okkur við frábæra óvissuferð eiga líka skilið þakklæti. Eins Bjarni Þór ljósmynd- ari, stelpurnar á Dízó, María og Henrétta sem sáu um snyrtingu, Einsi Kaldi og hans fólk, skemmti- kraftar og síðast en ekki síst Sumarstúlkurnar 14 sem stóðu sig allar frábærlega.“ Margét Björk Grétarsdóttir Sumarstúlkan 2016 :: Margrét Júlía Ingimarsdóttir vinsælasta stúlkan :: Sigþóra Önnudóttir ljósmyndafyrir- sætan :: Díana Helga Guðjónsdóttir sportstúlkan :: Jenný Jóhannsdóttir bjartasta brosið Sara Sjöfn GrettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.