Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. júlí 2016 Eyjapeyinn Hjálmar Ragnar Agnarsson útskrifaðist nýverið sem cand. med. frá Háskóla Íslands. Hjálmar er í sambúð með Eyjamærinni Söru Dögg Guðjónsdóttur og eiga þau saman soninn Nóel. Hjálmar byrjaði kandídatsárið sitt í júní síðastliðnum, en þar er skylda að taka fjóra mánuði á heilsu- gæslu, tvo mánuði á bráða- móttöku, fjóra mánuði á lyflækningasviði og tvo mánuði að eigin val. Hjálmar fékk því framgengt að taka heilsugæslu að hluta til hér í Eyjum eða fram í miðjan október, svo fer hann á bráðamóttökuna, þaðan á barnadeildina og endar í lyflækningum. En hvað varð til þess að þessi ungi og efnilega Eyjapeyi ákvað að fara í út í þetta nám? Ætlaði að verða bílstjóri Gauja bæjarstjóra ,,Ég hef oft pælt í þessu sjálfur og get ekki sett fingur á einn einstakan hlut, en ég hef einhvern veginn alltaf stefnt að þessu. Eina sem ég man eftir að hafa sagst ætla að verða þegar ég yrði ,,stór” var atvinnumaður í fótbolta eða læknir. Það hefur örugglega haft eitthvað að segja að allir læknar sem maður komst í tæri við voru alltaf með ,,læknir” skeytt aftan við nafnið sitt, Hjalti ,,læknir” og Kalli ,,læknir” og Einar ,,læknir” og Gústi ,,læknir” og Smári ,,læknir” og mér fannst borin mikil virðing fyrir þessum mönnum og öllu sem þeir sögðu. Það hefur örugglega haft heilmikil áhrif á þessa ákvörðun mína þegar ég var bara pínulítill peyi. Reyndar þegar ég var í leikskóla þá sagðist ég ætla að verða bílstjóri bæjarstjórans, það var þegar Gaui bæjó átti sjö sæta Pontiac með hurð sem opnaðist til hliðar. Ég hef síðan þá útskrifast úr læknadeild og ég hef oft skutlað Gaua bæjó, svo að þegar ég einset mér eitthvað þá yfirleitt kem ég því í kring.” Sé ekki eftir því að hafa skráð mig í þetta nám Hjálmar segir inntökuferlið inn í læknanámið hafi verið langt og strangt og hefði vel mátt ganga betur. ,,Ég reyndi við inntökuprófið fyrst vorið 2008, komst ekki inn og tók eitt ár í lífefnafræði, reyndi aftur vorið 2009 en komst ekki inn. Tók mér þá árspásu og fór að vinna. Það var síðan pabbi sem eiginlega neyddi mig til að skrá mig í inntökuprófið og ég gerði það svona til að hafa hann góðan og kald- hæðnislega við það er að í það skiptið gerði ég það í meira kæruleysi, eyddi ekki nærri jafn löngum tíma í undirbúninginn og ég hafði gert hin tvö skiptin. Það endaði svo með því að ég komst inn í það skiptið og sé ekkert eftir því. Erfitt að vera boðberi slæmra frétta Hjálmar segist oft segja það við fólk að læknisfræðin sé í raun og veru ekki flókin fræði miðað við margt annað sem er hægt að læra í háskóla. ,,Þetta er ekki eins og einhver brjáluð eðlisfræði eða stærðfræði (sem mér finnst frekar flókin allavega) þar sem það eru ímyndaðar tölur og einhverjar stjarnfræðilega flóknar formúlur. Málið er samt að þetta er svo rosalega mikið af hlutum sem maður þarf að kunna, og maður þarf að kunna þá utanbókar nánast upp á 10,5 og hafa á reiðum höndum þegar maður tekur á móti sjúklingi. Þannig að það erfiðasta við námið var allur tíminn sem fór í að lesa og leggja á minnið. Það voru átta tímar á dag í fyrirlestrum(eða inn á deildum spítalans þegar við vorum komin á 4. árið) og svo oft á tíðum aðrir 4-8 tímar í lestur utan skóla/ spítala eftir það, fyrir utan þær löngu, óborguðu, vaktir þar sem við fylgjum eftir deildarlæknum/ kandidötum á hverju sviði fyrir sig og fylgjumst með (og fáum að spreyta okkur líka). Besta lýsingin á læknanáminu sem ég hef heyrt er að þetta er eins og að reyna að fá sér vatnssopa úr brunahana.” Hjálmar bætir því við að það sé líka mjög erfitt að vera boðberi slæmra frétta, eða í þeirra hlutverki sem læknanemar, að vera t.d. með á fjölskyldufundi þar sem þarf að gera fólki grein fyrir að ástvinir og/ eða ættingjar muni líklega ekki lifa þessi tilteknu veikindi af. ,,Það eru ansi mörg þessháttar atvik sem ég mun líklega aldrei gleyma.” Mun alltaf vera að læra eitthvað nýtt Þrátt fyrir að margt sé erfitt þegar kemur að starfi læknis segir Hjálmar að það séu fleiri hlutir sem sé skemmtilegir. ,,Eins erfitt og það er að vera viðstaddur sorg fólks þá er ofboðslega gaman að geta tekið þátt í gleði þeirra. Ég mun alltaf muna fyrstu fæðinguna sem ég var viðstaddur, bara svo ég taki dæmi. Í náminu kynntist ég mörgu ótrúlega skemmtilegu fólki og eignaðist vini til lífstíðar (vonandi). Það er ótrúlega gaman að vera að gera eitthvað sem krefst mikils af manni og mér finnst mjög gaman að hugsa til þess hvað mér fannst ég vita hrikalega lítið þegar ég byrjaði á 4. ári og hvað ég veit núna. Mér finnst líka mjög skemmtileg tilhugsun að ég veit hrikalega lítið ennþá og ég á svo ótrúlega margt eftir ólært og ég mun alltaf vera að læra eitthvað nýtt alla ævi. Það finnst mér mjög spennandi tilhugsun.” Vann mikið með náminu Hjálmar hefur meðfram náminu verið að vinna ansi mikið. ,,Eftir 4. árið þá getum við byrjað að taka vissar "læknanema-vaktir". Ég nýtti mér það og var að vinna á lyflækn- ingasviði sumarið eftir 4 árið, nánar tiltekið á blóðlækningadeildinni og tók svo helgarvaktir á lungnadeild- inni veturinn á 5. ári. Sumarið eftir 5. árið vann ég svo á taugasjúk- dómadeild og núna í vetur var ég áfram að vinna eina og eina helgarvakt á gigtardeildinni og krabbameinsdeildinni. Ég hef einnig verið að taka svokallaðar ,,síðdegisvaktir” á heilsugæslu- stöðinni í Glæsibæ.” Himneskt að fá póstinn um að ég hafi komist inn í námið Hjálmar segist ómögulega get bent á eitthvað eitt atvik sem er eftir- minnilegra en annað í þessu sjö ára námi. ,,Þetta er svo langur tími, tæpur 1/5 af minni ævi sem hef ég spreðað í læknadeild. Það var bara mjög eftirminnilegt að komast að því að ég komst inn í deildina, það var nefnilega þannig að ég var númer 49 í inntökuprófinu en bara 48 hæstu komast inn, það var virkilega súr tilfinning að fá það bréf, en það var líka himneskt að fá tölvupóst tveim vikum seinna þar sem mér var boðið að koma inn í deildina þar sem einhver einstak- lingur hafði hætt við og þáði ekki inngöngu. Ég á þann tölvupóst vistaðan einhversstaðar í pósthólf- inu mínu.” Stefni á sérnám erlendis Hjálmar segir framhaldið hjá sér eftir kandidatsárið óráðið. ,,Ég hugsa að ég vilji vera fluttur erlendis eftir 3-4 ár í frekara sérnám, hvað og hvar sem það svo verður er annað mál. Að öllum líkindum verður Svíþjóð fyrir valinu en ég er mjög opinn fyrir því að fara til Bandaríkjanna.” Hjálmar segist þó ekki alveg vera búinn að ákveða sig hvaða sérnám hann stefni á. ,,Ég hef átt auðveldara með að útiloka hluti frekar en að geta sett stefnuna á eitthvað eitt ákveðið. Ég hef svona þrengt hringinn niður í 3 hluti: lyflækningar og einhver undirsérgrein þar, barnalækningar eða heimilislækningar. Ég þarf aðal- lega að velja mér sjúklingahóp; hvort ég vil vera að lækna full- orðinna (lyflæknir), börn (barna- læknir) eða Vestmanneyinga (heimilislæknir).” Skulda mömmu og pabba örugglega 20 milljónir En hvað stendur upp úr að námi loknu? ,,Það er góð spurning, kannski aðallega þakklæti, ég er mjög þakklátur öllum sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta allt saman. Ef ég ætti að t.d. taka það saman þá skulda ég örugglega LÍN sirka 5 milljónir, en mömmu og pabba örugglega 20 milljónir. Ég fékk ótrúlega góða kennslu öll mín námsár, og þá meina ég alveg frá grunnskóla, í FíV og læknadeild og það er eitthvað sem ég ætla að reyna að endurgjalda með því að verða góður kennari líka og taka virkann þátt í kennslu í fram- tíðinni.” Draumastaðan er að verða góður læknir En hver er draumastaðan fyrir Eyjapeyjann þegar þessu mikla og langa námi er lokið ? ,,Ef ég fengi öllu um það ráðið og þyrfti ekki að hugsa um neitt annað en læknis- fræði og sjálfan mig þá yrði ég bandarískt sérmenntaður sérfræð- ingur í lyflækningum með smit- sjúkdóma sem undirsérgrein og prófessor í lyflækningum við Háskóla Íslands og Landspítala. En draumastaðan er bara að vera góður læknir einhversstaðar innan um fjölskyldu og vini, með gommu af börnum og endalausan tíma til að sinna þeim, þar sem er alltaf gott veður, það er alltaf gaman í vinnunni og allir eru glaðir. Ég fer ekki fram á mikið.” Staðan á heilbrigðiskerfinu á Íslandi? Við komumst ekki hjá því í lokin að spyrja Hjálmar um stöðuna á heilbrigðiskerfinu á Íslandi. ,,Ég gæti örugglega skrifað svona 25.000 orð um þetta málefni, held ég hlífi fólki við því enda það kannski orðið langþreytt á nei- kvæðnistali um heilbrigðiskerfið. Svo ég tali bara um læknastéttina þá hafa samningarnir hér um árið leitt til þess að eitthvað af íslenskum sérfræðingum utan úr heimi hafa komið heim, en betur má ef duga skal. Það er mjög mikilvægt að fá nýjan Landspítala (mér er alveg sama hvar) og það þarf að huga betur að heilsugæslunni og landsbyggðinni. Þetta eru vandamál sem þarf að leysa af klárari mönnum en mér.” :: Útskrifaðist nýverið sem cand.med :: Stefndi alltaf á læknanám :: Mun alltaf vera að læra eitthvað nýtt :: Stefnir á sérnám erlendis :: Mikilvægt að fá nýjan Landspítala :: Þarf að huga betur að heilsugæslunni og landsbyggðinni Ætlaði að verða bílstjóri bæjarstjórans SædÍS eVa BirGiSdóttir seva@eyjafrettir.is Hjálmar með soninn Nóel í fanginu og unnustuna Söru Dögg Guðjónsdóttur sér við hlið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.