Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. júlí 2016 Meistaramót Golfklúbbs Vest- mannaeyja fór fram um helgina þar sem keppt var í sex flokkum hjá körlum: Meistaraflokki karla, 1. flokki karla, 2. flokki karla, 3. flokki karla, öldungaflokki karla 55 til 69 ára og síðan öldunga- flokki karla 70 ára og eldri. Hér verður hlaupið hratt yfir sögu þar sem við skoðum efstu menn flokkanna. Í næsta blaði verður betur fjallað um golfið í Eyjum. Í meistaraflokki karla bar Gunnar Geir Gústafsson sigur úr býtum en hann átti alveg hreint magnaðan þriðja dag. Par vallarins er 70 en fyrsta daginn spilaði Gunnar á 74 höggum, var þá í 3. sæti, þann næsta spilaði hann á 76 höggum og var hann enn í 3. sæti. Hann tók afgerandi forystu á þriðja deginum þar sem hann spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins. Enginn keppinautur hans komst nálægt því þann daginn og þrátt fyrir slakan fjórða dag endaði Gunnar Geir sem sigurvegari með sex högga mun, samtals á 15 höggum yfir pari. Örlygur Helgi Grímsson var ekki með í mótinu að þessu sinni en það fylgir ekki sögunni af hverju. Hann hefur oftar en ekki sigrað þetta mót þar sem hann þekkir völlinn eins og handarbakið á sér. Tveir ungir og efnilegir kylfingar urðu næstir í röðinni í meistaraflokki karla. Daníel Ingi Sigurjónsson spilaði á 21 höggi yfir pari og það gerði Lárus Garðar Long einnig. Daníel spilaði jafnasta golfið þar sem tvö högg voru munurinn á besta og slakasta hringnum hans. 1. flokkur Í 1. flokki karla sigraði Bjarki Ómarsson á 24 höggum yfir pari. Hann átti næst besta hring mótsins þar sem hann spilaði á 67 höggum, sem eru þrjú högg undir pari 2. dag mótsins. Hina dagana spilaði hann á 11 yfir pari og átta yfir pari í tvígang. Bjarki spilaði því betur en þeir tveir sem voru með slakasta skorið í meistaraflokki karla. Næstir á eftir Bjarka í 1. flokki voru þeir Arnsteinn Ingi Jóhannes- son og Nökkvi Snær Óðinsson. Nökkvi er einnig ungur og efnilegur kylfingur sem er fæddur árið 1999. Eftir slakan fyrsta dag átti Nökkvi næst besta skorið á 2. og 3. degi og síðan besta skorið á 4. deginum í 1. flokki. 2. flokkur Í 2. flokki karla sigraði Tryggvi Kristinn Ólafsson á 351 höggi, eða 71 höggi yfir pari vallarins. Hann spilaði mjög jafnt golf alla dagana og var munurinn á besta og slakasta hring hans einungis fjögur högg. Magnús Gíslason og Friðrik Örn Sæbjörnsson komu næstir í 2. flokki á 80 og 82 höggum yfir pari. 3. flokkur Í 3. flokki karla bar Unnar Hólm Ólafsson sigur úr býtum en hann spilaði á 80 höggum yfir pari, einu höggi betur en Hannes Kristinn Sigurðsson sem varð í 2. sæti, Andri Steinn Sigurjónsson var síðan í 3. sætinu á 84 höggum yfir pari. Öldungaflokkur Í öldungaflokki karla frá 55 ára aldri til 69 ára aldurs spilaði Þórður Hallgrímsson besta golfið. Hann lék á 31 höggi yfir pari vallarins. Hann átti tvo bestu hringina og þrjá af bestu fjórum. Grétar Jónatansson og Hallgrímur Júlíusson komu síðan næstir 11 og 16 höggum á eftir Þórði. Flokkur 70+ Í flokki 70 ára og eldri sigraði Sigurður Guðmundsson með sjö högga mun en hann var á 50 höggum yfir pari, næstur kom Ársæll Lárusson og síðan Sverrir Halldórsson. Kvennaflokkur Þá var einnig keppt í tveimur kvennaflokkum: GV kvennaflokki og almennum kvennaflokki. Í GV kvennaflokki sigraði Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR með yfir- burðum. Hún lék á 67 höggum yfir pari en hún var ellefu höggum á undan Söru Jóhannsdóttur sem varð í 2. sæti. Katrín Harðardóttir kom næst í 3. sætinu. Jóhanna Lea náði sér í þrjá fugla á mótinu en tveir af þeim komu síðasta daginn. Sara nældi sér í einn fugl og Katrín náði í tvo. Í almennum kvennaflokki voru sex konur sem spiluðu bara tvo hringi en þar var Freyja Kristín Rúnars- dóttir á besta skorinu en hún lék tvívegis á 133 höggum. Síðan voru sjö konur sem léku alla fjóra hringina í þeim flokki en þar var Þóra Ólafsdóttir sterkust og lék hún á 483 höggum, sjö höggum betur en Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir og tíu höggum betur en Unnur Björg Sigmarsdóttir. Meistaramót GV fór fram um helgina Gunnar Geir og Jóhanna Lea Vestmannaeyjameistarar Nýlega var ég í Eyjum og litaðist aðeins um. Þá var ég spurður um álit mitt á breytingum sem orðið hafa á síðustu árum. Ég rifjaði upp þær sem orðið höfðu á Heimaey á síðustu áratugum og fyrir mér er þetta augljósast: 1. Byggingaframkvæmdir við Lautina þar sem lítið tillit er tekið til eldri byggðar, sem þar var fyrir. 2. Ræktun sandbrekkunnar undir Löngu, þar sem krakkar tóku áður fimm metra tröllaskref á hlaupum niður í fjöru. Það er örugglega vandfundinn hlaupabraut skyld sandbrekkunni sem var undir Löngu. 3. Plöntun lúpínu í nýja hraunið, þar sem gamburmosi hefði þakið land líkt og austar á hrauninu. Að þekja hraunið lúpínu er líkt og að klæða sjómann í blúnduföt. 4. Byggingar í Herjólfsdal, sem hlífa á við öllu raski. 5. Draslið fyrir framan Skiphellana er til vansa. Sprangið er þjóðaríþrótt í Eyjum. Eins er stór ritubyggðin í bjarginu algert einsdæmi svo nálægt mannaferð. Allt land er viðkvæmt fyrir ágangi. Þeim mun minna sem það er um sig, þeim mun vandmeðfarnara verður það. Aftur fannst mér athyglisvert: 1. Hve snyrtileg Ísfélagshúsin eru og flotinn slotlegur sem fyrirtækið rekur. 2. Eldheimar komu mér þægilega á óvart. Þetta er áhugverðasta safn á Íslandi. 3. Sama er að segja um Byggða- safnið. Ég þekki söfn á Íslandi, sem drabbast hafa og koðnað. Vest- mannaeyjasafnið er sívirkt og alltaf jafn áhugavert. 4. Ánægjulegt er líka hve leik- félagið dafnar enn. Þetta litla samfélag verður að vera sjálfu sér nóg um tónlist og afþreyingu og heimamenn halda þeim takti. 5. Íþróttir eru snar þáttur í uppbygg- ingu þrekfólks. Vestmannaeyingar rækja þann þátt vel og sanna getu sína þar sem þeir mæta til leiks. Alla þessa þætti ætti að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir og uppbyggingu samfélagsins. Yndislega Eyjan mín Páll steingrímsson Verðlaunahafar meistaramóts Golfklúbbs Vestmannaeyja 2016. Verðlaunahafar í öldungaflokki ásamt stjórnarmönnum GV.Vestmannaeyjameistararnir Gunnar Geir og Jóhanna Lea.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.