Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. júlí 2016 Íþróttir u m S j ó n : Guðmundur tómaS SiGfúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 13. júlí Kl. 18:00 ÍBV - FH Pepsi-deild kvenna Fimmtudagur 14. júlí Kl. 18:00 Selfoss/Hamar/Ægir - ÍBV 2. flokkur karla Kl. 17:30 ÍBV - ÍR 4. flokkur kvenna A-lið Kl. 15:00 Vestri - ÍBV 5. flokkur kvenna B-lið Föstudagur 15. júlí Kl. 18:00 Grótta/KR/Þróttur - ÍBV/Keflavík 2. flokkur kvenna Kl. 15:00 ÍBV - Grótta 5. flokkur karla ABC-lið Kl. 15:50 ÍBV - Þróttur 2 5. flokkur karla D-lið Kl. 17:40 ÍBV 2 - Víkingur 2 5. flokkur karla D-lið Laugardagur 16. júlí Kl. 16:00 ÍBV - FH Pepsi-deild karla Mánudagur 18. júlí Kl. 17:30 Grindavík - ÍBV/ Keflavík 2. flokkur kvenna Kl. 18:45 Selfoss/Hamar/Ægir - ÍBV/KFR 3. flokkur karla Kl. 16:00 Snæfellsnes - ÍBV 4. flokkur karla A-lið kl. 18:30 ÍBV - Fylkir 2 4. flokkur karla B-lið Kl. 17:40 ÍR 2 - ÍBV 2 5. flokkur karla D-lið Þriðjudagur 19. júlí Kl. 16:15 Þór/KA - ÍBV Pepsi-deild kvenna Kl. 13:00 Fylkir - ÍBV 4. flokkur kvenna A og B-lið Stelpurnar í meistaraflokki kvenna virðast vera komnar á skrið þar sem þær hafa sigrað síðustu tvo leiki með fimm mörkum gegn engu. Rétta sóknarformúlan virðist vera fundin en Cloe Lacasse og Rebekah Bass finna sig mjög vel saman uppi á toppnum. Þá er vörnin að smella vel saman og virðist erfitt að skora fram hjá liðinu. Stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu gegn KR þegar Cloe Lacasse slapp í gegnum vörnina eftir rúmar tvær mínútur. Hún kom boltanum framhjá markverði KR og ÍBV komið í forystu. Markahrókurinn Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði næsta mark liðsins með skalla eftir fyrirgjöf. Rebekah Bass bætti við þriðja markinu í fyrri hálfleik þegar hún slapp ein í gegn. Cloe Lacasse skoraði fjórða mark liðsins í seinni hálfleik og Rebekah bætti við sínu öðru marki og fimmta marki liðsins. Algjörlega frábær sigur hjá stelpunum sem yfirspiluðu KR-liðið allan leikinn. Ian Jeffs var að vonum sáttur við úrslitin í viðtali eftir leik: „Þetta var sannfærandi, það gekk aftur mjög vel í dag. Við héldum áfram í dag og erum virkilega ánægð,“ sagði Jeffs. „Við skorum mjög snemma, það breytir leiknum. Við vissum að þær eru með sterkt lið og verjast mjög vel, þetta opnaði leikinn fyrir okkur og gaf okkur pláss fyrir aftan vörnina þeirra. Annað markið okkar drap leikinn og þegar þriðja markið kom þá var leikurinn búinn. Shaneka er í endurhæfingu núna og vonandi kemur hún aftur seint í júlí eða í byrjun ágúst,“ sagði Ian Jeffs um Shaneku Gordon en hún er ekkert búin að spila með liðinu í sumar. „Við ætlum aðeins að sjá með Shaneku hvernig þetta þróast í næstu viku. Við erum alltaf með augun opin og skoðum þetta eftir viku, við erum þó aðeins búnir að vera að spá í þessu.“ Strákarnir í meistaraflokki karla þurftu að sætta sig við tap á Vodafone-vellinum þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn framan af. ÍBV komst yfir snemma í leiknum með marki frá Simon Smidt en Valsarar jöfnuðu stuttu seinna. Þrátt fyrir að ÍBV hafi fengið aragrúa af færum og hálffærum þá voru það Valsarar sem tóku forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en seinni hálfleikur var örlítið daufari heldur en sá fyrri. Þó grátlegt fyrir ÍBV að fá ekkert út úr leiknum þar sem liðið var síst lakari aðilinn. Eftir að ÍBV eyddi nokkrum klukkutímum á toppi deildarinnar í kringum sjómanna- daginn þá hefur leiðin legið niður á við. Liðið er nú í 7. sæti deildarinnar einungis þremur stigum frá tíunda sætinu þar sem KR-ingar sitja. Þrír tapleikir í deildinni í röð og útlitið er ekkert alltof bjart. Bjarni Jóhannsson var ekkert alltof sáttur með sína menn og sagði þá hafa farið illa með færin sín í leiknum. „Við vorum með hraða- upphlaupstaktík á þá, þar sem það vantaði bara örlítinn herslumun á að setja í gegn. Við eigum sláarskot í stöðunni 0:1 og annað sláarskot úr dauðafæri í stöðunni 1:1,“ sagði Bjarni . „Við fáum hræðilegt mark á okkur í lok fyrri hálfleiks sem drap okkur. Það var sigurmark leiksins en mér fannst við eiga skilið allavega stig í þessu. Við verðum að vera örlítið klókari í að refsa liðum eins og Val sem er klárlega eitt af betri liðum landsins. Ég lagði upp með að við yrðum að færa okkur framar, við vorum marki undir og urðum að færa okkur framar. „Okkur tókst ekki að halda boltanum nógu vel uppi á vellinum, þrátt fyrir að við hefðum fengið eitt dauðafæri upp úr horni.“ ÍBV og FH mætast á Hásteinsvelli í Pepsídeild karla klukkan 18:00 í kvöld. FH-ingar eru á toppi deildarinnar með 21 stig eftir tíu umferðir en Eyjamenn með 13. ÍBV hefur tapað þremur síðustu leikjum í deildinni og á því á brattann að sækja. Sömu lið mætast í fjögurra liða úrslitum Bikarkeppninnar á Hásteinsvelli fimmtudaginn 28. júlí kl. 18.00 sem er fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð. tveir mikilvæg- ir leikir við topp- liðið Pepsídeild kvenna :: Kr 0:5 ÍBV: rétta sóknarformúlan virðist vera fundin Pepsídeild karla :: Valur 2:1 ÍBV: Eyjamenn síst lakari aðilinn sem dugði ekki Báru á þrepin í Heimakletti. Meistaraflokkur ÍBV kvenna í fótbolta er á leiðinni til Akureyrar tvisvar með fjögurra daga millibili. Þann 19. júlí eiga þær að leika deildarleik þar en svo óheppilega vildi til að ÍBV dróst gegn Þór/KA í bikarkeppninni og fer leikurinn fram á Akureyri þann 23. júlí. Það er því ljóst að um tvö rándýr ferðalög er að ræða og tóku stúlkurnar því fegins hendi þegar þeim bauðst sem fjáröflun vinna við að bera á þrepin sem búið er að koma upp á Heimakletti. Bjarni var ekkert alltof sáttur við sína menn í leiknum gegn Breiðablik. Breiðablik 7 5 2 0 13 - 3 17 Stjarnan 7 5 1 1 17 - 2 16 Valur 7 4 2 1 12 - 7 14 Þór/KA 7 3 2 2 14 - 12 11 ÍBV 7 3 0 4 10 - 8 9 Selfoss 7 3 0 4 10 - 12 9 Fylkir 7 1 4 2 7 - 9 7 FH 7 2 1 4 3 - 9 7 KR 7 1 3 3 8 - 16 6 ÍA 7 0 1 6 1 - 17 1 Pepsídeild kvenna FH 10 6 3 1 14 - 6 21 Fjölnir 10 6 1 3 22 - 11 19 Víkingur Ó 10 5 3 2 14 - 13 18 Stjarnan 10 5 2 3 18 - 13 17 Breiðablik 10 5 1 4 10 - 8 16 Valur 10 4 2 4 15 - 11 14 ÍBV 10 4 1 5 11 - 11 13 ÍA 10 4 1 5 12 - 17 13 Víkingur R. 10 3 3 4 14 - 12 12 KR 10 2 4 4 8 - 11 10 Fylkir 10 2 2 6 9 - 15 8 Þróttur R. 10 2 1 7 9 - 28 7 Pepsídeild karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.