Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Ástþór Jónsson, nýr verslunar- stjóri ÁTVR í Vestmannaeyjum, var í óðaönn að taka móti sendingu af víni þegar Eyjafréttir náðu tali af honum rétt rúmri viku fyrir Þjóðhátíð. Þrátt fyrir annir sá Ástþór sér fært um að veita stutt viðtal eins og við mátti búast. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að verslunarstjórnun en eins og margir vita var hann um tíma yfir Krónunni í Vestmanna- eyjum. Fyrst var Ástþór þó verslunarstjóri KÁ í Goðhrauninu sem síðar varð 11-11 og þegar Krónan kom til Eyja var hann fenginn í það starf líka. Eftir að hafa verið með báðar verslanirnar samtímis í fimm ár ákvað hann að hætta með 11-11 og í kjölfarið Krónuna líka árið 2008. Þaðan lá leiðin í FES og hefur Ástþór verið vaktformaður þar síðastliðin átta ár. Ástþór er menntaður stýrimaður og var til sjós í um 25 ár og skilgreinir sig frekar sem sjómann en eitthvað annað. Aðspurður um hvort hann ætti einhverntímann afturkvæmt á sjóinn svarar Ástþór: „Aldrei,“ og hlær. „Ég er orðinn það gamall að ég myndi aldrei getað starfað með þessum jöxlum sem eru á sjónum í dag. Þetta er rosa tarnavinna og þegar maður er kominn langt undir sextugt á maður að vera búinn að finna sér eitthvað starf í landi. Það er kannski ekki öllum boðið það, en ég var heppinn,“ segir Ástþór. Verslunarstjórastarfið nýja leggst vel í Ástþór og fagnar hann nýrri áskorun. „Þetta er allt, allt öðruvísi verslunarrekstur en ég hef fengist við áður þó grunnurinn sé sá sami. Það er undantekning ef kúnninn fer óánægður héðan, þá er hann í einhverju öðru sálarástandi.“ Ekki telur Ástþór að neinar áherslubreytingar munu verða með tilkomu hans, þessu sé mest stjórnað frá Reykjavík. Nú er Þjóðhátíð að bresta á, er þetta ekki nokkurskonar vertíð hjá ykkur í vínbúðinni? „Alveg! Ég vil ekki nefna neinar tölur en það er óhemjumagn, einhverjir gámar, að koma“ segir Ástþór um magnið af áfengi sem pantað er fyrir versl- unarmannahelgina. Er þetta alltaf eins, kemur fólk á síðustu stundu til að gera innkaup? „Nei, ég tek eftir því núna að Eyjamenn í það minnsta gera stóru innkaupin núna og mér finnst það bara flott og það er líka það fólk sem fær þær tegundir sem það vill.“ Í hverju er salan mest, hvað er vinsælast? „Það er íslenski dósabjórinn, hann er ódýrastur, verðið er það sem telur í þessu. Það kemur mér reyndar á óvart hvað yngra fólkið gerir þetta allt öðruvísi en þegar ég var ungur, þá var bara keyptur einn kassi af brennivíni og kók og þá var bara komin þjóðhátíð. Nú er verið að velja allskonar vín í kokteila sem er bara flott þróun. Það er miklu betra ástand á fólki í dag heldur en var, 99% af þessu fólki er til fyrirmyndar“. Sjálfur ætlar Ástþór í Dalinn og er hann þegar búinn að gera sín innkaup. „Maður kíkir á Brennuna og fer svo bara heim, maður verður að vera klár hérna,“ segir hann og bætir við að opnunartímar verða óbreyttir yfir helgina, opið til sjö á föstudag, til fjögur á laugardag og lokað á sunnudag. Ástþór er nýr verslunarstjóri ÁTVR Einar KriSTinn HELGaSon frettir@eyjafrettir.is Því miður hefur nauðgun átt sér stað á þjóðhátíð í Eyjum. Því miður hefur nauðgun átt sér stað á öðrum tímum ársins í Eyjum. Því miður eru líkur á því að nauðgun muni eiga sér stað á næstu þjóðhátíð í Eyjum. Því miður eru líkur á að nauðgun eigi sér stað á öðrum tímum ársins í Eyjum. Þetta er staðreynd og yfir henni hvílir engin þöggun. Mesta þöggunin í þeirri umræðu sem á sér stað í dag er að nauðganir hafa átt sér stað á fleiri stöðum en á þjóðhátíð í Eyjum og mun eiga sér stað á fleiri stöðum en í Vestmanna- eyjum. Fjöldi tilkynntra kynferðisaf- brota á síðustu Þjóðhátíð voru of margar en þó færri en gengur og gerist í hverri viku á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er ljótur blettur á þjóðhátíð sem okkur Eyjamönnum líður illa yfir. Eyjamenn viðhafa ekki þöggun umræðu um kynferðisofbeldi á þjóðhátíð eins og sumir vilja halda fram. Viðbragðsáætlun Þjóðhátíðar- nefndar, lögreglunnar í Eyjum, Heil- brigðisstofnunar, áfallateymis og fleiri aðila bera öll merki um það. Allir búa sig undir að bregðast við þessari ljótu vá. Allir vona það besta en búa sig undir það versta. Gæslan er efld, heilbrigðisþjónusta tryggð, rekinn er öflugur áróður gegn nauðg- unum, fólk er hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast með hvert öðru og vernda. Ef upp koma tilvik um kynferðisofbeldi er brugðist við. Á öðrum tíma ársins er öflugt starfs- fólk félagsþjónustu, lögreglu, heilsugæslu og fleiri til taks er upp koma slík brot. Engum dettur til hugar að fela þennan ljóta blett sem fellur á samfélagið heldur eru menn tilbúnir til að takast á við hann og helst af öllu útrýma. Ég hef starfað innan félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar í 24 ár, fyrst sem sálfræðingur og á síðustu árum sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Ég hef starfað í áfallateymi á þjóðhátíð og verið gestur þjóðhátíðar á síðustu 23 há- tíðum. Að auki hef ég starfað sem lögregluþjónn í Reykjavík. Á þess- um árum hef ég kynnst reynslu þol- enda nauðgunarmála frá upphafi þess að mál kemur fram, því ferli sem tekur við, úrvinnslu og afleið- ingum. Þau eru þung og erfið sporin hjá þolanda frá fyrstu stigum áfalls. Páleyju Borgþórsdóttir þekki ég vel. Hún hefur komið að nokkrum mál- um sem lögmaður þolenda kynferð- isafbrota og lagt sig fram af elju og hugsjón við að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda. Ásetningur hennar var einlægur þegar kom að því að vernda umbjóðendur. Sem lögreglustjóri heldur hún áfram að gæta hagsmuna þolenda og vernda rannsóknarhags- muni. Hún tekur ákvörðun í þá átt að vernda þolendur kynferðisafbrota á þjóðhátíð frá fjölmiðlum á fyrstu stigum máls. Auðvitað eru frétta- þyrstir fjölmiðlar ósáttir og hamra á Páley með öllum þeim ráðum sem þeir þekkja. Dregin er upp dökk mynd af ákvörðun Páleyjar og áróður rekinn fyrir því að hér sé verið að þagga niður tengingu nauðgunar og þjóðhátíðar. Jafnvel hafa sumir gengið enn lengra og dregið upp þá mynd að samfélagið í Eyjum þaggi niður kynferðisofbeldi. Það eru óskiljanleg rök í mínum huga sér- staklega út frá því að enginn í Eyjum hefur afneitað þeirri vondu stað- reynd að kynferðisofbeldi getur og hefur átt sér stað á þjóðhátíð og á öðrum tíma ársins eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar minnar. Fréttaþyrstir fjölmiðlar leggja ekki vinnu í það að draga úr þöggun. Þeir þrengja umræðuna um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi með því að benda og hrópa að einum atburði (þjóðhátíð), einum landshluta (Vest- mannaeyjum) og einum aðila (lög- reglustjóra). Við það er allri athygli um nauðgun beint á einn stað og frá þeirri staðreyndin að kynferðisof- beldi á sér stað víðar á Íslandi. Fyrir mér er þetta þöggun. Fróðlegt væri fyrir fjölmiðla að draga saman upplýsingar um fjölda nauðgana á Íslandi, hvar þær fari helst fram og undir hvaða kringum- stæðum. Líklega kallar það á meiri vinnu og er ekki eins söluvæn um- ræða. Þetta kallar á vinnu við að fara yfir gögn eins og frá neyðarmóttöku Landspítalans, Ríkislögreglustjóra og Stígamótum. Málin eru orðin að tölfræði og ekki eins djúsí til að selja. Árið 2014 var fjöldi kynferðisbrota 419 og að meðaltali 13 brot á lands- vísu miðað við 10.000 íbúa. Í Eyjum var hlutfallið 12, á höfuðborgar- svæðinu var hlutfallið 11, á Vestur- landi 19, á Suðurnesjum 17 og á Vestfjörðum 36. Skilgreining á kyn- ferðisbrotum eru víðari en eingöngu nauðgun, (upplýsingar af heimasíðu Ríkislögreglustjóra). Á höfuðborgarsvæðinu var fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2014 alls 238 (tæplega 57% af heild) og þar af 71 tilkynningar um nauðgun. Það gerir rúmlega ein nauðgun á viku. Árið áður sem var met ár frá því samræmdar skráningar lögreglu fór fram var fjöldi kynferðisbrota- mála 416 og þar af 114 tilkynningar um nauðgun sem gerir rúmlega tvær nauðganir að meðaltali á viku, (upp- lýsingar af heimasíðu Ríkislögreglu- stjóra). Auðvitað er þessi tölfræði leiðinleg og ekki söluvæn. Hún er bara tölur á pappír og fjallar ekkert um alvar- leika máls, hver er þolandi eða ger- andi eða annað sem svalar forvitni okkar. Tölfræðin er svo leiðinleg að hún er ekki einu sinni brúklega til að fá athygli, fjármagn eða viðurkenn- ingu á þeirri vondu staðreynd að nauðganir eiga sér stað á fleiri stöð- um en í Eyjum. Fyrir fjölmiðla dug- ar ekki að fá tölu um fjölda til- kynntra nauðgana aðfaranótt sunnudags á þjóðhátíð. Menn vilja fá meira til að selja sína frétt. Hvar átti brotið sér stað? Hvernig ætlar Þjóðhátíðarnefnd að bregðast við? Er búið að ná geranda? Er ekki kom- inn tími til að leggja þjóðhátíð nið- ur? Er samfélagið í Eyjum að þagga niður umræðu um kynferðisofbeldi? Umræða um nauðganir og annað kynferðisofbeldi er nauðsynleg. Í starfi mínu sem sálfræðingur upp- götvaði ég fljótt að mun fleiri höfðu reynslu af slíku ofbeldi en höfðu ekki tilkynnt. Þeir verða því ekki að tölfræði. Þessar upplýsingar fengu mig til að velta fyrir mér hversu margir Íslendingar hafi þessa reynslu? Hversu margir hafa komið drukknir af skemmtistað, verið mis- notaðir og ekki treyst sér til að leita aðstoðar? Á höfuðborgarsvæðinu er hverja helgi haldin ígildi þjóðhátíð- ar, a.m.k hvað varðar fjölda einstak- linga, skemmtanaþörf og neyslu vímuefna. Áhætta nauðgunartilfella er fyrir hendi. Engin eða lítil um- ræða er um þessa áhættu. Enginn fjölmiðill hangir á hurðahúninum hjá lögreglunni í Reykjavík til að fá upplýsingar um fjölda nauðgunartil- fella eftir skemmtanahaldið um helgar. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir í dagbók lögreglunnar. Þær koma vissulega fram sem tölfræði síðar, á sama hátt og tölfræði er birt af hálfu lögreglunnar í Vestmanna- eyjum reglubundið. Þannig voru t.d. 23 tilkynningar um kynferðisbrot í Reykjavík í júní sl. hjá lögreglunni í Reykjavík samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á vef RÚV þann 18. júlí sl. sem er allnokkuð eftir að brotin áttu sér stað, (upplýsingar af vef RÚV; http://www.ruv.is/frett/ kynferdisbrotum-fjolgadi-mikid-i- juni). Skemmtanahaldi öllu, þ.m.t. þjóðhá- tíð getur fylgt áhætta og mikilvægt að allir gæti að sér, passi upp á ná- ungann og samferðafólk og leggi sig fram um að hátíðin fari fram á sem besta hátt. Engin nauðgun á þjóðhá- tíð er það sem við viljum. Engin nauðgun í Eyjum er það sem við viljum. Staðreyndum verður ekki þagað yfir. Í mínum huga fer lítið fyrir þöggun um þessa áhættu í Eyj- um. Þöggunin er aftur á móti meiri hvað varðar aðra staði. Þöggunin er algjör varðandi fjölda tilfella nauðgana á Íslandi, hvar fara þær helst fram og undir hvaða kringumstæðum. Þögg- un yfir raunverulegri stöðu nauðgana og kynferðisbrota á Íslandi birtist einna helst í þröngri og einhæfðri umfjöllun um þjóðhátíð í Eyjum. Dettum ekki inn í óupplýsta um- ræðu, pólitískar þrætur eða popul- isma varðandi þessi mál. Einbeitum okkur að því að berjast gegn ofbeld- inu og það gerist best í sameiningu og af gagnkvæmri virðingu því ekk- ert okkar vill hafa þetta mein. Kynferðisofbeldi er mein sem við viljum uppræta jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar Ástþór ásamt starfsmönnum Vínbúðarinnar. Frá vinstri, Ása Jenný, Jónas, Ástþór og Erna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.