Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 >> SmáauglýsingarEyjamaður vikunnar Heiftin í allri umfjöllun er líka á stigi sem ég bjóst ekki við Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hefur staðið í ströngu síðustu daga og hefur verið skotspónn sumra stærstu fjölmiðla landsins. Ástæðan er sú ákvörðun hennar að upplýsa ekki um kynferðisafbrot um leið og þau koma inn á borð lögreglu. Hún vill láta rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola sitja fyrir. Páley hefur verið sökuð um þöggun og ýmislegt verra en hún stendur á sínu og er tilbúin að tilkynna um hvert mál eftir að frumrannsókn er lokið. Það varð mikið upphlaup um síðustu Þjóðhátíð vegna þessa en ekkert í líkingu við það sem gerðist núna. Þolendur kynferðisbrota hafa stigið fram og eru sammála Páley sem sjálf byggir á reynslu sinni sem réttargæslumaður í átta ár. Páley er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Páley Borgþórsdóttir. Fæðingardagur: 6. febrúar 1975. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Eiginmaður minn er Arnsteinn Ingi Jóhannesson og við eigum þrjú börn: Borgþór Eydal 15 ára, Andreu Dögg 11 ára og Emblu Sigrúnu 3 ára og allir að verða árinu eldri í lok árs. Skóli/vinna: Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Áhugamál: Fjölskyldan, vinir, samfélagsleg málefni, lestur og enn hef ég brennandi áhuga á starfinu. Uppáhalds matur: Humar. Versti matur: Hákarl. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Allskonar tónlist, með góðum takti. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn: Okkur Andreu Dögg finnst Frikki Dór og Sverrir Bergmann vera algjörlega að slá í gegn með Þjóðhátíðarlagið. Hvaða mann/konu úr mannkyns- sögunni mundir þú vilja hitta: Herborgu Jónasdóttur, langömmu mína (móður Ragnheiðar föður- ömmu minnar) en hún var mikill kvenskörungur og jafnréttissinni og háði marga baráttuna. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar í uppáhaldi en nýlega heimsótti ég Azoreyjar þar sem er víða afar fallegt. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Íslenska landsliðið í knattspyrnu kemur fyrst upp í hugann. Þessa dagana þykir mér Katrín Tanja Davíðsdóttir einnig góð fyrirmynd og að sjálfsögðu stendur ÍBV mér næst. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fjölskyldumyndir sem ég get horft á með stelpunum mínum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Vera innan um gefandi, jákvætt og skemmtilegt fólk. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Skemmtilegar skáldsögur sem skilja eitthvað eftir sig, bækur sem segja sögur margra kynslóða. Nú er ég að lesa The five people you meet in heaven, e. Mitch Albom og get mælt með henni. Kom fjölmiðlafárið þér á óvart: Með ákvörðun minni er ég að takmarka tilkynningar til fjölmiðla svo eðlilega eru þeir ósáttir. Ég átti von á umfjöllun en ekki í sama mæli og í fyrra. Heiftin í allri umfjöllun er líka á stigi sem ég bjóst ekki við. Það sem kemur kannski mest á óvart er að lykilat- riði þessarar ákvörðunar hafi ekki enn skilað sér til fólks, að upp- lýsingar eru veittar skaði það ekki rannsóknarhagsmuni. Það gildir alls staðar, það er ekki til það embætti sem veitir upplýsingar séu minnstu líkur á að það skaði rannsóknar- hagsmuni, það er alveg klárt. Eitthvað sem gerði þig alveg mát: Mestu vonbrigðin eru hvað blaðamenn leyfa sér að hafa rangt eftir, gera mér upp skoðanir, slíta samtöl við mig úr samhengi, spyrja spurninga og birta það svo sem svar við annarri spurningu til dæmis. Slíkt er útilokað að leiðrétta þegar umræðan er á þessu stigi. Hefur þetta bitnað á fjölskyld- unni: Að sjálfsögðu bitnar þetta á fjölskyldunni og það er það sem mér finnst verst. Ég veit að þetta er rétt ákvörðun og þess vegna er ég tiltölulega róleg yfir þessu. Fólkinu mínu sárnar hins vegar þessi umræða og hefur jafnvel orðið fyrir aðkasti vegna hennar. Maðurinn minn hefur nú verið dreginn rækilega niður í svaðið fyrir að vera giftur mér, sem er auðvitað sárt að horfa upp á. Á að skella sér á Þjóðhátíð: Að sjálfsögðu, tjaldundirbúningur hafinn, búið að taka upp koffort og bekki og byrjað að baka. Eins og margir Eyjamenn sinni ég auðvitað vinnu um helgina og er með afburðalið með mér í lögreglunni. Bið alla um að ganga hægt um gleðinnar dyr og bera virðingu fyrir náunganum. Páley Borgþórsdóttir er Eyjamaður vikunnar Íbúð óskast Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð eða húsi til leigu með húsgögnum í 2 til 4 vikur strax eftir Þjóðhátíð. Fjölskyldan er á milli húsa vegna flutninga. Engin gæludýr og greiðsla staðgreidd. Uppl í síma 895 8582 og 659 1057. Þjóðhátíðar- blað Vest- mannaeyja 2016 er komið út, en útgáfa blaðsins er löngu orðin að föstum lið í aðdraganda þjóðhátíðar. Skapti Örn Ólafsson er ritstjóri blaðsins í ár líkt og undanfarin ár og segir hann blaðið að venju sé stútfullt af efni tengdu þjóðhátíð og Vestmanna- eyjum. Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja er 76 síður að stærð og hefur verið vandað til verka hvað varðar efnistök, ljósmyndir og útlit. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við landsliðsþjálfarann og Eyjapeyjann Heimi Hallgrímsson þar sem fjallað er um ævintýrið í Frakklandi, knattspyrnuna, Vestmannaeyjar og þjóðhátíð. Bjargsigsmaðurinn Bjartur Týr Ólafsson er tekinn tali og rætt er við Hildi Jóhannsdóttur sem stendur fyrir kassabílarallýi á þjóðhátíð. „Nokkrir drátthagir Eyjamenn teiknuðu síðan fyrir okkur þjóðhátíð og Sæþór Þorbjarnarson Vídó, sem hefur skemmt þjóðhátíðargestum í mörg ár, er í léttu þjóðhátíðarspjalli. Eins er rætt við Halldór Gunnar Pálsson höfund þjóðhátíðarlagsins í ár. Síðast en ekki síst minnumst við Sigurðar Reimarssonar, Sigga Reim, brennukóngs með meiru sem kvaddi okkur fyrr í sumar,“ segir Skapti Örn og bætir við að í blaðinu séu fjölmargar ljósmyndir Adda í London frá fyrri þjóðhátíðum. Í blaðinu er einnig hefðbundið efni eins og hátíðarræða Þjóðhátíðar 2015, sem flutt var af Eddu Andrésdóttur, fjölmiðlakonu, grein eftir Írisi Róbertsdóttur, formanni ÍBV – Íþróttafélags, dagskrá hátíðarinnar í ár og texti og gítargrip á Þjóðhátíðarlaginu í ár – Ástin á sér stað. Kápa Þjóðhátíðarblaðsins í ár er sérstaklega glæsileg. „Eyjamaður- inn Logi Jes Kristjánsson teiknaði kápuna fyrir okkur og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Um ákveðið afturhvarf til fortíðar er að ræða í listsköpuninni, en þjóðhátíð í Herjólfsdal er byggð á gömlum gildum og hefðum sem Logi Jes túlkar snilldarlega í sannkölluðu listaverki á kápunni,“ segir Skapti Örn og hvetur lesendur til að rýna í kápuna. „Mikið af smáatriðum tengdum þjóðhátíð eru í myndinni sem eiga eftir að koma á óvart.“ Venju samkvæmt ganga sölubörn í hús og eins er hægt að kaupa Þjóðhátíðarblaðið í helstu versl- unum og sjoppum í Eyjum. Verð er á blaðinu er 1.500 kr. Útgefandi Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja 2016 er ÍBV – Íþróttafélag. Þjóðhá- tíðarblað Vest- manna- eyja 2016 komið út Ástin á sér stað Capo á öðru bandi Intro: Em C G G D Em C Eitthvað sérstakt á sér stað G G D eldar lýsa ský, ég man. Em C Saman göngum þennan stíg G G D/F# aftur enn á ný, ég man. Cmaj7 Em Ég klappa lófunum, ég stappa fótunum Cmaj7 G ég fagna því að vera til Cmaj7 Em ég klappa lófunum, ég stappa fótunum G D ég finn í hjarta ást og yl. Em C Ástfangin við göngum hér. G D Hjörtun slá í takt á ný. Em C Ástin býr í mér og þér. G D Ástin á sér stað á ný. Em Ástin á sér stað. Em C Lengi lifna minningar, G G D logar enn í glóð, ég finn. Em C Sögu vil ég segja þér G G D/F# sagan gerðist hér, eitt sinn. Cmaj7 Em Ég klappa lófunum, ég stappa fótunum Cmaj7 G ég fagna því að vera til Cmaj7 Em ég klappa lófunum, ég stappa fótunum G D ég finn í hjarta ást og yl. Em C Ástfangin við göngum hér. G D Hjörtun slá í takt á ný. Em C Ástin býr í mér og þér. G D Ástin á sér stað á ný. Cmaj7 Ástin á sér stað. Em D Ástin á sér stað. Cmaj7 Ástin á sér stað. D Hér í Herjólfsdal. Em C Ástfangin við göngum hér. G D Hjörtun slá í takt á ný. Em C Ástin býr í mér og þér. G D Ástin á sér stað á ný. Em Ástin á sér stað. C G Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2016 heitir „Ástin á sér stað“ og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni. Það eru Friðrik Dór Jónsson og Sverrir Bergmann Magnússon sem syngja við undirleik hljómsveitarinnar Albatross. Textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson. Þetta er ekki fyrsta þjóðhátíðarlag þeirra Halldórs og Magnúsar, en þeir sömdu einnig saman lagið „Þar sem hjartað slær“, Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2012. Lagið og textinn er innblásið af 40 ára ástarsögu úr Eyjum og af öllum þeim sem orðið hafa ástfangnir á þjóðhátíð, hvort sem það er af lífinu, fólkinu eða stemmningunni. Ástin á sér stað í Herjólfsdal. Hér til hliðar má sjá hljómsetningu lagsins. Þannig að nú ættu allir að getað sungið og spilað lagið í tjaldinu um helgina. Em D/F# C C G Cmaj7

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.