Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Side 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Nú er orðið ansi stutt í Þjóðhátíð- arina okkar og það er auðvitað von mín og trú að á henni muni allt ganga vel og að við munum eiga ánægjulegar stundir, þar sem gömul vinabönd munu verða tryggð og ný jafnframt bundin. Mig langar til þess að byrja á því að segja örlitla sögu af manni sem barst sú furðufregn að til væri öldungur sem gæti svarað öllum spurningum. Maðurinn var kominn það langt á þroskabrautinni að vita að sumu yrði ekki svarað. Hann ætlaði nú aldeilis að sýna að öldungurinn væri ekki alvitur. Eftir nokkur heilabrot ákvað hann að fara með kolíbrífugl sem hann átti og fela hann í hnefa sínum. Hann ætlaði að spyrja spekinginn hvort fuglinn væri á lífi eða ekki. Ef hann fengi það svar að hann væri lifandi þá ætlaði hann að kreista fuglinn og sýna hann síðan dauðann. Ef hann hins vegar fengi það svar að hann væri dauður ætlaði hann að opna hnefann og sleppa fuglinum upp í himinhvelfinguna. Fór hann svo hróðugur til vitrings- ins. Hann bar upp spurningu sína og var tilbúinn að kreista ef með þyrfti. Öldungurinn tók sér góðan tíma, horfði djúpt í augu mannsins og sagði síðan með hægð: “Það er á þínu valdi vinur minn. Þú hefur líf eða dauða hans á þínu valdi”. Þetta er áleitin saga, sem við getum fundið samhljóm með í samskiptum okkar við annað fólk, eða jafnvel samskiptaleysi okkar við annað fólk. Þetta er saga sem krefur okkur um að taka afstöðu og sýna ábyrgð. Þegar grannt er skoðað getum við ekki vikist undan því að vera fullveðja og samábyrg. Líf fólks, velferð og hamingja er oft og tíðum beinlínis undir okkur komið. Þá er að vita hvernig hjartalag okkar er og hver skilningur okkar er? Verkefni okkar allra á þjóðhátíð, og í daglega lífinu er m.a. að stuðla að framgangi kærleikans, vonarinn- ar og samstöðunnar þannig að sérhver einstaklingur finni sig elskaðan og virtan. Það er hægt að umgangast fólk eins og það sé ekki til – og kreista með þeim hætti smám saman úr þeim líftóruna, ómeðvitað eða hreinlega meðvitað. Flest öll vitum við ósköp vel af fólki sem aðrir og jafnvel við sjálf viljum hvorki heyra af né kannast við. Það er böl að bera slíkt og leggja slíkt á aðra. Vonandi eigum við ekki þá byrði að bera. Okkur er fullkunnugt um að við getum horft á annað fólk eins og það sé loft, reykur eða gufa. Við getum gengið framhjá því á vinnustað, jafnvel heima hjá okkur, í veislum eða gleðskap, eins og við hvorki sjáum það né heyrum. Og þá erum við komin að þjóðhátíðinni, þessari mögnuðu hátíð sem á sér enga aðra líka. Hér ríkir gleði og samstaða og upplagið allt er hið besta og jákvæðasta og allir hjálpast að við að gera þessa daga sem ánægjulegasta, það er a.m.k. það sem ævinlega er vonast til að verði niðurstaða hátíðarhald- anna. Þegar við horfum á náunga okkar, eigum að horfa á hann með augum kærleikans. Þannig að náungi okkar skipti máli. Og á þjóðhátíð eru allir náungar okkar og allir skipta máli. Og þess vegna verða allir að sameinast um að láta hlutina ganga vel. Við skiptum okkur af þegar útaf bregður og þeir sem eldri eru geta auðveld- lega sett sig í spor annarra foreldra; hvernig myndi ég sem foreldri vilja að barninu mínu vegni? Hvað er mínu barni fyrir bestu? Hvað er mínu fólki fyrir bestu? Ef við göngum til þjóðhátíðar með kærleikann í garð annarra að vopni þá gengur einfaldlega betur. Þá göngum við ekki framhjá þeim sem er hjálparþurfi eða í nauðum staddur. Við látum til okkar taka og tökum á málunum í stað þess að horfa í hina áttina eða hreinlega ganga í burtu. Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum og við höfum heilmikið með líf hvers annars að gera. Það er undir okkur öllum komið í hvaða áttir þessi Þjóhátíð fer, í hvaða átt líf okkar og líf annarra fer. Við göngum einfaldlega ekki framhjá þeim sem er hjálparþurfi. Það er á ábyrgð okkar allra sem verðum á Þjóðhátíð að hún verði gleðiviðburður sem gott og gaman verður að ylja sér við í sjóði minninganna. Sem betur fer er því þannig farið hjá flestum að þjóðhátíð tengist fyrst og fremst góðum minningum. En þrátt fyrir það getum við ekki leyft okkur að horfa framhjá þeim fáu sem upplifað hafa þjóðhátíð- armartraðir. Átakið með Bleika fílnum er einmitt framtak sem vekur til umhugsunar á þjóðhátíð. Við skulum keppast við að taka fullan þátt í því framtaki og hjálpast að við að taka ábyrgð á því að Þjóðhátíðin í ár fari í hinn góða minningarbanka hjá öllum sem hana sækja. Við berum öll ábyrgð á því að vel takist, við getum öll skipti máli í því samhengi og þannig á það líka að vera. Hvert og eitt okkar er nefnilega óendalega mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð. Séra Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur Landakirkju: Hjá flestum tengist Þjóðhátíð fyrst og fremst góðum minningum :: Getum ekki leyft okkur að horfa framhjá þeim fáu sem upplifað hafa Þjóðhátíðarmartraðir „Það er eitthvað einstakt við þjóðhátíð. Þegar ég mæti í Herjólfs- dal er eins og ég verði fyrir einhvers konar æðri áhrifum. Stemningin er raunar ólýsanleg en því sem hægt er að lýsa er gleðinni, kærleikanum og vináttunni sem mætir manni. Það er eitthvað sem hvítu tjöldin, brekkan, blysin, Herjólfsdalur, Þjóðhátíðar- lagið og umfram allt gestrisni Eyjamanna sem gerir þjóðhátíð einstaka og ólíka öllum öðrum hátíðum sem ég hef upplifað. En án nokkurs vafa hefur þjóðhátíð eitthvað umfram aðrar góðar útihátíðir,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður og fyrrum lögreglumaður um þessa hátíð Eyja- manna. „Ég hef verið svo heppinn að fá að taka þátt í og upplifa þá þjóðhátíð sem Eyjamenn upplifa en þar eru allir jafn mikilvægir þátttakendur, ungir sem aldnir, karlar og konur. Maður finnur svo sterkt fyrir því, hvað það er sem einkennir Eyja- menn en það er gleði, samheldni og gestrisni þeirra en þeir eru höfð- ingjar heim að sækja. Þetta er það sem kallar á mann að koma aftur og aftur. Við hjónin eigum margar góðar minningar af þjóðhátíð, bæði áður og eftir að við kynntumst. En sú minning sem er mér og okkur hvað minnistæðust er þegar ég fór á skeljarnar og bað hennar í brekk- unni undir brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni 2009. Hún sagði sem betur fer JÁ og er þessi stund satt að segja ógleyman- leg í okkar huga. Punkturinn var svo settur yfir i-ið þegar við giftum okkur 18. júní síðastliðinn. Þjóðhátíðinni 2016 ætlum við svo að eyða með strákunum okkar en okkur hjónum langar til að eignast minningar með þeim frá þessari frábæru hátíð, enda fjölskyldu- skemmtun eins og þjóðhátíðargestir vita. Eins og gefur að skilja er ekkert lítill spenningur á heimilinu þessa dagana, en það er mikil tilhlökkun að sækja Eyjarnar heim,“sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur og frú í Brekkunni. Vilhjálmur Árnason þingmaður og fyrrum lögreglumaður: Bað konunnar í Brekkunni undir Brekkusöng á Þjóðhátíð Við setningu Þjóðhátíðar. Frá vinstri; Eyjólfur Guðjónsson, Edda Andrésdóttir, Guðmundur Örn Jónsson, Íris Róbertsdóttir og Bjarni Ólafur Guðmundsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.