Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Ragnhildur Gísladóttir er Vestmannaeyingum að góðu kunn. Hún hefur margoft komið fram á þjóðhátíð og hefur síðustu ár tekið þátt eins og sannur Vestmannaeyingur. Hún ætlar að koma fram á kvöldvök- unni á sunnudeginum á Þjóðhátíð. Hvað er þjóðhátíð fyrir þér? - Þjóðhátíð fyrir mér er t.d. lundi í álpappír og flygill í hvítu tjaldi með strópljósum. Hvenær upplifðir þú þína fyrstu þjóðhátíð og hversu oft hefur þú mætt? - Mér finnst eins og ég hafi ekki almennilega upplifað þjóðhátíð fyrr en ég varð Vestmanneyingur og það gerðist fyrir rúmum tólf árum síðan. Ég hef samt marg oft mætt á þjóðhátíð í Eyjum eins og t.d. með Stuðmönnum. Alltaf jákvæður stemmari. Hvað heillar þig mest við hátíðina? -Það er líklega allt vesenið í undirbúningnum hjá sjálfum Eyjabúunum sem ég hef reyndar einu sinni tekið þátt í alla leið. Vina- og fjölskyldustemningin sem myndast þarna í hvítu tjöldunum er einstök og það er magnað að fylgjast með svona samheldni og ást allt um kring. Skemmtilegasta minningin af þjóðhátíð? - Það var fyrsta þjóðhátíðin mín með Birki manninum mínum. Að vera í Brekkunni á sunnudeginum í samsöngnum og ALLIR að syngja Fljúga hvítu fiðrildin við undirleik Árna Johnsen, ótrúlega næs. Svo kyssast allir þegar kveikt er á blysunum. Það er eitthvað það rómantískasta móment sem ég hef upplifað. Einu sinni gerðist það á einhverri hátíðinni þegar við Birkir vorum að fara úr einu hvítu tjaldinu í annað, að á leiðinni heyrum við fjölskyldu, pabbann og mömmuna með um það bil 16 ára son sinn að syngja lag sem ég samdi einu sinni, Manst´ ekki eftir mér?, við gítarundirleik föðurins, mjög hógvært og flott. Við bíðum spennt fyrir utan tjaldið eftir að komi að viðlaginu, skutlumst þá inn og syngjum á fullu en við það verða þau skelfingu lostin og steinhætta að syngja og spila, segja ekki orð og við hreinlega hrökklumst út aftur. Þetta var vægast sagt vandræðalegt atriði. Hvernig er tilfinningin að stíga á svið í Dalnum? - Að fá þann heiður að stíga á sviðið í Dalnum þegar þúsundir eru í sínu besta skapi í Brekkunni, aðeins að fá sér eða bara með planið að skemmta sér og gleðjast, er ótrúlega gaman og hressandi. Eitthvað sérstakt sem þú hlakkar til í ár? - Fyrir utan það að syngja með geðveikt skemmtilegu fólki á sunnudagskvöldinu í Brekkunni og hitta svo vini mína, bæði í hvítum tjöldunum og hjólhýsinu, þá held ég að tónleikarnir með Quarashi sé eitthvað sem EKKI nokkur maður má missa af! Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona kemur fram á Þjóðhátíð: Heiður að stíga á sviðið í Dalnum þegar þúsundir eru í sínu besta skapi í Brekkunni Á kvöldvökunni á föstudaginn á Þjóðhátíð mun Sverrir Berg- mann ásamt Friðrik Dór og Albatross stíga á svið og frumflytja Þjóðhátíðarlagið 2016, Ástin á sér stað. Hann er ekki að mæta í Dalinn í fyrsta sinn og er gríðarlega spenntur að mæta í ár. Hvenær upplifðir þú þína fyrstu þjóðhátíð og hveru oft hefur þú mætt? -Ég fór á mína fyrstu þjóðhátíð árið 2001. Þá var ég að fara að syngja lagið, Án þín, surprise á vegum FM957. Allir félagarnir mættu og sólin skein allan tímann. Ég held að þjóðhá- tíðin í ár verði mín áttunda. Hvað heillar þig mest við hátíðina? -Hvítu tjöldin og heimafólkið. Skemmtilegasta minningin af þjóðhátíð? -Þegar við spiluðum, Þar sem hjartað slær á miðnætti eitt sinn. Þá kom ég á svið og allir sneru frá sviðinu að horfa á blysin og maður gat séð alla þá dýrð. Hvernig er tilfinningin að stíga á svið í Dalnum? -Ólýsanleg. Eitthvað sérstakt sem þú hlakkar til í ár? -Það verður gaman að frumflytja lagið í ár. Sjá hvernig fólkið bregst við klöppunum og stöppunum. Svo auðvitað að komast í hvítu tjöldin þegar öll gigg eru búin. Það eru margir Vestmanneying- ar sem stíga á svið á Þjóðhátíð í ár, hvort sem það er á stóra eða litla sviðinu. Sindri Freyr Guðjónsson er einn af þeim en hann mun meðal annars koma fram á kvöldvökunni á laugar- daginn á Þjóðhátíð. Hvað er þjóðhátíð fyrir þér? -Þjóðhátíð fyrir mér er frábær tónlistar- og fjölskylduhátíð. Þar sem hefðir hafa lítið breyst og haldist í áranna rás. Þetta er alltaf skemmtilegasta helgin á árinu og toppar sig á hverju ári, það verður langt í það að ég geti misst af þjóðhátíð. Hvenær upplifðir þú þína fyrstu þjóðhátíð og hveru oft hefur þú mætt? -Ég var að klára að hringja í móðir mína fyrir þessa spurningu og hún staðfesti það að ég hef mætt á þjóðhátíð síðan 1995 þá eins árs en 1994 var ég bara viku gamall. En aftur á móti fór ég ekki þegar ég var fimm ára, þá fórum við fjölskyldan erlendis yfir þjóðhátíð, ég hafði lítið um það að segja. Hvað heillar þig mest við hátíðina? -Það er klárlega stemmingin, andrúmsloftið og fólkið, allir sem koma að þessari frábæru hátíð til að gera hana að veruleika. Svo er upplifunin á hátíðinni sjálfri ólýsanleg, brennan, blysin og brekkan. Sama hversu oft maður upplifir þetta, þá er þetta alltaf jafn magnað. Skemmtilegasta minningin af þjóðhátíð? -Það eru gítarpartýin í hvítu tjöldunum á sunnudagsnótt- ina, það eru allir í svo miklu stuði og allir vinir, allir komnir saman til að syngja eins hátt og þeir geta – svo var heldur ekki leiðinlegt að spila mitt fyrsta frumsamda lag fyrir Brekkuna árið 2013 á stóra sviðinu, það var frábært og verður vonandi toppað í ár. Ertu spenntur að stíga á svið í Dalnum? - Já, ég er mjög spenntur. Ég hef spilað tvisvar áður en þetta er í fyrsta skipti sem ég spila bara mín eigin lög. Svo spilaði ég á litla sviðinu með hljómsveit- inni minni nokkur ár í röð, en við höfum hinsvegar ekki gert það síðustu þrjú árin en við erum að fara að endurtaka leikinn núna, og það er alltaf jafn gaman. Eitthvað sérstakt sem þú hlakkar til í ár? - Ég myndi segja bæði að spila á litla og stóra sviðinu, bandið er orðið vel æft og allir orðnir spenntir, svo er það bara hátíðin sjálf. Upplifunin og að vera með fjölskyldum og vinum á þessari frábæru hátíð. Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Sverrir Bergmann tónlistarmaður Hvítu tjöldin og heimafólk- ið heilla mest Sindri Freyr tónlistarmaður: Frábær tónlistar- og fjölskylduhátíð sem lítið hefur breyst Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar fjallabróðir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.