Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Mín fyrstu kynni af þjóðhátíð var líklega árið 1992. Þá var ég um tvítugt. Við fórum nokkrar vinkonur saman úr Njarðvík og ætluðum aldeilis að djamma svakalega alla helgina. Okkur tókst það ágætlega til að byrja með en síðan kárnaði gamanið þegar ofsaveður skall á. Tjöldin fuku út um Dalinn, allt varð rennblautt og við þekktum engan í Eyjum sem gat hýst okkur. Samgöngur voru auðvitað lamaðar frá þriðjudegi og við í tómu tjóni. Ein vinkonan kannaðist við ungan pilt úr Eyjum sem var svo almenni- legur að bjarga okkur öllum og leyfði okkur að sofa á stofugólfinu þar til við komumst heim með Herjólfi. Skemmtilegur undirbúningur Ég verð að viðurkenna að eftir þessa reynslu varð ég hálfpartin fráhverf því að fara aftur á þjóðhá- tíð. En maður á aldrei að segja aldrei. Það tók mig 25 ár að jafna mig. Vorið 2015 nefndi Eyjameyjan Sólveig Magnúsdóttir, Solla Magga, það við mig hvort við fjölskyldan vildum ekki skella okkur á þjóðhátíð og dvelja hjá henni og manni hennar, Haraldi Bergvinssyni eða Halla Bedda. Mér þótti það stórgóð hugmynd og við drifum í að panta miða. Solla sannfærði mig um að það væri ekkert mál að hafa börnin með, sem voru þá sex og níu ára. Þetta væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun Eyjamanna og börnin myndu líka skemmta sér vel. Eina skilyrðið sem Solla setti var að við myndum koma snemma, taka þátt í kapphlaupinu um tjaldstæði fyrir þjóðhátíðar- tjaldið, setja upp tjaldið og skreyta, baka og smyrja fyrir tjaldið, og auðvitað að hafa gaman allan tímann…og ganga frá að þjóðhátíð lokinni. Við undirgengumst öll skilyrðin umyrðalaust og það var virkilega gaman að fá að taka þátt í undirbúningi hátíðarinnar. Þar sem hjartað slær Ég mun aldrei gleyma Þjóðhátíðinni 2015. Um mig seytlar sæluhrollur við tilhugsunina og börnin hafa spurt mig sl. ár af og til, hvenær förum við aftur á þjóðhátíð? Við smurðum fjöldan allan af flatbrauði og samlokum fyrir tjaldið og gestir frá öllum heimshornum heimsóttu okkur í tjaldið og gerðu sér veitingarnar að góðu. Þar var sungið og trallað og enginn var með vesen eða dónaskap. Fólk var þakklátt fyrir góðar móttökur í tjaldinu. Brennan var stórkostlega, Palla- ballið og brekkusöngurinn frábær en hápunkturinn var tvímælalaust þegar rauði blyshringurinn var kveiktur efst í Brekkunni og Fjallabræður og stórsöngvarinn Sverrir Bergmann, þöndu raust sína. Eldurinn og söngurinn umlukti okkur og orkan var stórkostleg. Ógleymanlegt! Lundaveisla og kjötsúpa Fjölskylda Halla bauð okkur í alvöru lundaveislu á fimmtudags- kvöldinu þar sem stórfjölskyldan hittist og gerði sér glaðan dag. Rakel Einars og Bjarki Guðna buðu okkur í kjötsúpu heim til sín ásamt fleira fólki annað kvöld og við Solla elduðum líka þessi reiðinnar býsn af lasagna og gúllassúpu til að bjóða gestum og gangandi. Fósturfaðir Sollu, Gísli Óskarsson, fór með okkur á bátnum sínum kringum Eyjarnar og fræddi okkur um sögu Eyjanna og lífríkið. Mjög fræðandi og skemmtileg ferð. Kærleikurinn í fyrirrúmi Eyjamenn opna heimili sín og tjöld á þjóðhátíð fyrir gestum Eyjanna. Það er einstakt og ég vona að þessi fallega hátíð sem ég kynntist kafni ekki í umræðu um kynferðisbrot. Þau eru svo sannarlega ljótur blettur á hátíðinni en þau eru ekki hátíðin. Þjóðhátíð er hátíð kærleika, vináttu, samstöðu og gleði. Takk fyrir mig Eyjapeyjar og – meyjar og góða skemmtun í ár. I´ll be back! Silja Dögg alþingismaður :: Þjóðhátíð er engin venjulega útihátíð: Um mig seytlar sæluhrollur við tilhugsunina um hátíðina 2015 :: Börnin hafa spurt mig sl. ár af og til, hvenær förum við aftur á þjóðhátíð „Ein elsta minningin sem ég á er af þjóðhátíð. Annaðhvort árið ´75 eða ´76. Ég er fjögurra eða fimm ára og horfi af bekkjarbíl yfir þjóðhátíðar- svæðið á Breiðabakka. Ég man líka eftir að því að hafa áhyggjur af því að einhver blindfullur karl í bekkjarbílnum dytti á mig. Þjóðhátíðarminningar eru þannig samofnar æsku minni,“ segir Róbert Marshall, þingmaður og Eyjmaður um sína fyrstu minningu af þjóðhátíð. „Ég málaði og tók þátt í þjóðhá- tíðarundirbúningi þegar Týr sá um hátíðarhöldin, flandraði um Dalinn sem krakki og drakk í mig stemn- inguna, fyrst óeiginlega og síðar bókstaflega. Maður þekkti hvern krók og kima þessa fyrirbæris sem þjóðhátíðin er. Vissi hvar allt átti að vera og hverjir voru hvar. Tók þess vegna eftir öllum breytingum sem voru gerðar. Hún er eitt af sérkennum okkar heimabyggðar og eitt af því sem gerir Vestmannaeyinga að Vest- mannaeyingum. Þarna eru ótal hefðir sem borist hafa milli kynslóða í formi matar, söngva og sagna. Við erum alin upp af þorpinu okkar til að upplifa þessa daga sem meiriháttar atburð sem markar þáttaskil í tímatali okkar; fyrir og eftir þjóðhátíð. Þetta er stórmerkilegt fyrirbæri sem hefur líka þróast og breyst í gegnum árin. Sumt er jákvætt og gott en annað ekki, eins og gengur. Í mínum huga var þetta fjölskyldu- og tónlistarhátíð; vinafagnaður sem af ýmsum ástæðum hefur ekki höfðað jafn sterkt til mín á fullorðinsárum eins og áður. Ég hef ekki komið síðan 2007 en finn hana alltaf toga í mig. Ætli það styttist ekki í að maður mæti. Það er svo gaman að syngja,“ sagði Róbert. Róbert Marshall, þingmaður og Eyjamaður: Eitt af því sem gerir Vestmannaeyinga að Vestmannaeyingum „Fyrir okkur Eyjamenn er Þjóðhá- tíðin fyrst og fremst fjölskylduhá- tíð, þar sem allir koma saman og eignast góðar minningar. Það að hafa fengið að alast upp með þessa hefð er alveg einstakt,“ segir Eyjakonan Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir starfsmaður Íslandsbanka í Eyjum. „Upp úr miðjum júlí förum við fjölskyldan að undirbúa fyrir hátíðina þ.e. að baka plötutertur, snúða og ýmislegt góðgæti í tjaldið. Á föstudeginum eftir setningu þá erum við fjölskyldan alltaf með hátíðarkaffi í tjaldinu sem er aðeins fínna en hina dagana. Brennan, flugeldasýningin og brekkusöngur- inn eru algjörlega ómissandi þáttur á dagskránni. Það er alltaf jafn spennandi að fá að heyra Þjóðhá- tíðarlagið sem mér finnst alveg frábært í ár. Og talandi um þjóðhátíðarlög þá verð ég að segja að mikið þykir mér vænt um öll þessi lög, þetta er svo dýrmætur arfur sem við verðum að varðveita vel. Þjóðhátíðin eru hefðir sem við verðum að halda fast í, t.d. bjargsigið, söngurinn í tjöldunum og svo margt annað. Það sem mér finnst um okkur Eyjamenn er að okkur finnst gaman að vera til og hafa gaman, það er einmitt kjarninn í þessu öllu saman. Mig langar svo að fá að þakka fólkinu okkar í ÍBV sem hefur lagt nótt við dag í undirbúningi fyrir hátíðina sem hefur svo sannarlega ekki verið auðvelt þetta árið. Ég segi bara Gleðilega Þjóðhátíð og munum að njóta hátíðarinnar í ást og friði,“ sagði Guðbjörg Hrönn. Guðbjörg Hrönn Sigursteins- dóttir starfsmaður Íslandsbanka: Þjóðhátíðarlögin dýrmætur arfur sem við verðum að varðveita vel Guðbjörg ásamt eiginmanninum Halldóri Sveinssyni prúðbúin á setningu Þjóðhátíðar. Róbert ásamt konu sinni Brynhildi Ólafsdóttur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.