Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Page 21

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Page 21
21Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Vestmannaeyja sögðu að þetta hefði komið þeim mjög á óvart. Álitu þeir að þetta væri hefndarráðstöfun stjórnar Herjólfs vegna þess að Ferðaskrifstofan hefði tekið Smyril á leigu yfir Þjóðhátíðina. Þó hefðu þeir e.t.v. mátt eiga von á þessu og sögðust þeir líta á þetta sem endalok samskipta Ferðaskrifstofu- nnar við Herjólf h/f. Veðurspá hagstæð, breyting á aðgengi og munavarsla Framkvæmdir í Dalnum gengu vel sem endranær. Verið var að leggja lokahönd á steypt hús sem hýsa átti ný salerni neðan við Fjósaklett. Brúin var á sínum stað og myllan á hólnum. Stóra sviðið sneri þá öðruvísi, var opið í vestur eða norðvestur. Brennan þótti með stærra móti, eins og hún þykir jú yfirleitt. Veðurstofan spáði hægviðri fram á laugardag. Á Veðurstofunni taldi veðurfræðingur- inn að skýjað yrði þennan tíma, en gott skyggni. Sagði hann að vindur yrði varla það mikill að hann næði að hreinsa sig. Taldi hann að einhverjar skúrir gætu fallið síðdegis, en flug og aðrar sam- göngur ættu að geta gengið eðlilega. Ameríkaninn á Keflavíkurflugvelli, var öllu bjartsýnni, sagðist reikna með að talsverð sól yrði allan þennan tíma og þó að veðurspá þeirra næði ekki lengra en fram á laugardag, sæju þeir ekki merki neinna breytinga á veðri eftir þann tíma. Ákveðið hafði verið að hleypa ekki almennri umferð bíla í Dalinn á Þjóðhátíðinni. Einungis bekkja- bílum og öðrum þeim sem aka fólki á svæðið var leyft að fara inn á hátíðarsvæðið. Einnig átti að leyfa aðeins þeim sem erfitt áttu um gang að aka og koma bílum sínum fyrir á bílastæðum inni í Dalnum. Og sú nýbreytni var tekin upp að starfrækt var sérstök munavarsla í útjaðri hátíðarsvæðisins. Hústjöldin aldrei fleiri Föstudagurinn 1. ágúst, - fyrsti dagurinn í Þjóðhátíð, rann upp, bjartur, fagur og sólríkur. Mikill fjöldi aðkomutjalda var þegar kominn upp í Dalnum. Tjaldgrindur Eyjamanna voru óvenju margar og þegar tjöldin voru komin á þær undir hádegið, reyndust þau orðin 330 talsins og hafa þau ekki verið fleiri, hvorki fyrr né síðar. Einnig var fjöldi „aðkomutjalda“ í Dalnum gríðarlegur og hafa þau sennilega aldrei verið fleiri í annan tíma. Þá tjaldaði aðkomufólk í Dalnum en ekki í húsagörðum í bænum og þá tíðkaðist ekki að fólk tæki íbúðir eða hús á leigu í bænum. Smyrill lagðist að Friðarhafnar- bryggju. Þegar hann var að koma með sína 800 farþega í ferð, var mikið líf á bryggjunni því auk farþega kom mikill fjöldi Vest- mannaeyinga til að fylgjast með komu skipsins. Í Dalnum hafði Hljómsveitin Stuðmenn komið fyrir stórum uppblásnum kolkrabba á þaki stóra sviðsins, sem vakti mikla athygli. Eftir því sem leið á föstudaginn fjölgaði fólki í Dalnum mikið og Eyjafólk hafði á orði að það þekkti nánast engan sem það mætti. Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins settu mikinn svip á bæjarlífið og Dalinn. Þeir komu um 100 talsins á Þjóðhátíðina, sigldu með Smyrli og höfðu mótorhjólin sín með. Þeir hjóluðu um bæinn og inn í Dal í halarófu, sem ætlaði engan endi að taka. Settu upp tjaldbúðir fyrir sitt fólk og létu vel vita af sér. Með þeim var hljóm- sveitin Sniglarnir sem kom fram á kvöldskemmtunum og á dansleikj- unum á stóra pallinum. Sumum Eyjamönnum stóð hálfgerð ógn af Sniglunum, bifhjólasamtökum lýðveldisins, en fordómar gagnvart þeim hurfu eins og dögg fyrir sólu því Sniglarnir reyndust fyrirmyndar „vítisenglar“ sem aðstoðuðu gæslumenn og lögreglu að halda uppi lögum og reglu í Dalnum og á bryggjunum og sögðu eins og Njáll á Bergþórshvoli að með ólögum myndi land eyðast. Gæslan á hátíðarsvæðinu var í höndum handknattleiksdeildar ÍBV, sem taldi um 25 manns. Stuðmenn frumfluttu Þjóðhátíðar- lagið á kvölddagskránni. Lagið heitir Dalbúinn. Textinn eftir Guðjón Weihe og lagið eftir Ólaf M. Aðalsteinsson. Rómantíkin Þau eru án efa mörg hjónaböndin sem átt hafa sitt upphaf á þjóðhá- tíðum. Í Þjóðhátíðarblaðinu 2010 er viðtal við hjón sem kynntust á Þjóðhátíðinni 1986. Þau heita Sigurður Guðmundsson og Aðalheiður Hilmisdóttir og eru frá Njarðvík. Þau sögðust í viðtalinu hafa kynnst fyrir utan tjaldið hans Sigurðar í Herjólfsdal og verið saman alla Þjóðhátíðina. Þau hefðu svo gift sig 10 árum síðar. Í brúðkaupinu vildu þau að Þjóðhá- tíðarlagið 1986 yrði spilað. Lagið hafði alltaf rifjað upp þeirra fyrsta fund. Þau fengu senda úr Eyjum kassettu með Þjóðhátíðar- laginu, en lagið ber nafnið Dalbú- inn. Höfundur lagsins Ólafur M. Aðalsteinsson og Kristjana dóttir hans syngja það saman og í einni laglínunni segir: Svaraðu, svaraðu, segðu ekki nei, - þú hefur heillað unga huldumey. Blá eða græn Blár litur var settur í tjörnina í Dalnum, fagurblár Þórsliturinn. En gamansamur hrekkjalómur setti gulan lit ofan í bláa Þórslitinn, þannig að úr varð græni Týsliturinn. Einn saklaus þjóðhátíðargestur rölti svo inn eftir með plastbrúsann sinn um hálsinn og vökva í honum til að dreypa á. Honum varð litið á bláa tjörnina þar sem hún skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni. Upp úr miðnætti þegar okkar maður var upp á sitt hressasta, varð honum aftur litið á tjörnina. Þegar hann sá að hún var orðin græn á lit, tók hann strikið beint heim á leið, því hann taldi sig vera búinn að fá sér nóg neðan í því þetta kvöldið. Þjóðhátíðargestir yfir 10 þúsund Þjóðhátíðarhaldarar voru að vonum ánægðir að aflokinni Þjóðhátíð. Veðrið lék við Þjóðhátíðargesti alla dagana og allir gestir komust heim á mánudeginum. Fjöldi farþega um Vestmanneyjaflugvöll var meiri en áður hafði verið. Jóhann Guð- mundsson flugvallarstjóri sagði í viðtali við Fréttir að lendingar á föstudeginum hefðu verið 172 og 177 á mánudeginum. Væri þetta mjög mikil aukning því að sömu daga í fyrra, um Þjóðhátíðarhelgina voru 109 lendingar á föstudeginum og 108 á mánudeginum, sem þá var met. Jóhann sagði að á mánudeg- inum hefðu um 1500 farþegar farið um völlinn sem væri að sjálfsögðu einnig nýtt met. Þá sagði Jóhann að á 5 dögum fram á mánudagskvöld hefðu verið 500 lendingar á vellinum. Hefði umferðin stundum verið það mikil að á meðan 7 vélar biðu lendingar, hefðu 5 beðið flugtaksheimildar á braut. Sagði hann að miklu fargi væri af mönnum létt að lokinni svona törn og að allt hefði gengið slysalaust fyrir sig. Það væri fyrir mestu. Herjólfur flutti um þessa Þjóðhátíð um 1800 gesti og Smyrill nærri 3000 gesti. Með heimamönnum má því reikna með að gestir þessarar Þjóðhátíðar hafi losað 10 þúsund. Var það metfjöldi Þjóðhátíðargesta og það met var ekki slegið fyrr en Herjólfur fór að sigla í Landeyja- höfn. Árin áður höfðu Þjóðhátíðar- gestir oft verið í nálægt 6 þúsund, sem þótti ágætt. Lendum á flugvellinum Það var að sjálfsögðu mikið að gera á flugvellinum um hátíðina og starfsmennirnir orðnir þreyttir og lúnir. Það var svo einn strandaglóp- urinn sem hringdi í vikunni eftir Þjóðhátíð til að athuga með flugið. Sigurpáll Scheving, starfsmaður á flugvellinum sem er þekktur fyrir skemmtileg og hnyttin svör svaraði í símann. „Er fært núna hjá ykkur“ spurði strandaglópinn. „Nei“ svaraði Sigurpáll þurrlega. „En það er alveg heiðskírt yfir Heimakletti,“ sagði strandaglópurinn. „Ja, við erum nú vanir að lenda á flugvell- inum,“ svaraði Sigurpáll. Siggi Reim brenndist Lögreglan bar Þjóðhátíðinni góða sögu, lítið um vandamál, en samt nokkur tilvik. Á Þjóðhátíðinni voru menn frá fíkniefnalögreglunni lögreglunni til aðstoðar. Töldu þeir að vitneskja um þessa menn frá fíknó hefði örugglega orðið til þess að minna bar á fíkniefnum á Þjóðhátíðinni en annars hefði orðið. Enda hefði það sýnt sig að fíkniefnasalar forðuðust staði þar sem öflug gæsla væri til staðar. Það óhapp varð við brennuna að brennukóngur hennar í áratugi, Sigurður Reimarsson, brenndist nokkuð í andliti og á höndum. - Þegar hann bar logandi kyndil að brennunni varð mikil sprenging og öll brennan varð alelda á svip- stundu. Talið er að bensíni hafi verið skvett á bálköstinn og bensíngufur myndast í holrúmum. Sigurður var þegar fluttur á sjúkrahús og þurfti að liggja þar í nokkra daga. Nestispakkinn Einar Ottó Högnason og Friðrik Már Sigurðsson, stóðu oft í ströngu í gæslunni á Þjóðhátíðinni. Þeir voru hluti af gæsluliði handknatt- leiksdeildar ÍBV sem sá að þessu sinni um gæsluna. Einn þjóðhá- tíðardaginn voru þeir kumpánar að skrá niður óskilamuni sem höfðu fundist í Dalnum. Þar á meðal var ómerkt íþróttataska, og fannst Má rétt að skoða ofan í töskuna til að athuga hvort nafn eigandans væri þar ekki að finna. Svo var ekki. Már rak hins vegar augun í torkennilega stöng sem álpappír var vafinn um. „Hass" hrópaði Már og skipaði Ottó að fara og tilkynna lögreglunni fundinn, en þeir höfðu fengið skýr fyrirmæli frá henni að láta þá strax vita ef eitthvað tortryggilegt finndist í óskilamununum. Ottó lét ekki segja sér það tvisvar, þaut af stað og náði í lögguna. Þegar Ottó kom með lögguna að gæsluskúrnum, stóð Már í tröppunum, baðaði út höndunum og sagði: „Nei, þetta er allt í lagi Ottó minn, við þurfum ekki lögguna. Þetta var ekkert hættulegt“. Þegar Ottó fór að athuga málið, kom í ljós að í álpappírnum leyndist ekki hass, heldur girnileg spægipylsa, sem hugulsöm móðir hafði sett í nestispakka sonar síns. Hagnaður og kostnaður Íþróttafélagið Þór sem hélt Þjóðhátíðina 1986 hafði óvenjumik- inn hagnað af þessari þjóðhátíð, meiri en nokkru sinni fyrr. Við undirbúning og samninga við hina ýmsu aðila var gert ráð fyrir meðalstórri þjóðhátíð og útgjöldin áttu að taka mið af því. Þegar Þjóðhátíðin reyndist hinsvegar sú stærsta varð hlutur félagsins því óvenjustór – og reyndar einnig Stuðmanna sem samið höfðu um prósentugreiðslu af inngangseyri. Á þessum árum var kostnaður við þjóðhátíðarhald oft miðaður við andvirði inngangseyris af 3000 þjóðhátíðargestum. Nú hefur þetta kostnaðarhlutfall hækkað um meira en helming og lætur nærri að það þurfi rúmlega 7000 þjóðhátíðar- gesti til mæta kostnaði við hverja þjóðhátíð. En auðvitað er þjóðhátíð fyrr og nú ekki sama þjóðhátíðin. Í eina tíð var t.d. greitt fyrir sorphirðu í Dalnum með kannski tveimur vodkaflöskum og tveimur frímiðum í Dalinn og Dalurinn rakaður af félagsmönnum og velunnurum. Á síðustu Þjóðhátíð kostaði sorphirðan nærri 8 milljónir króna. Og kostnaður við gæslu á síðustu Þjóðhátíð var um 15 milljónir króna, sem er margfalt hærra að verðgildi en var t.d. árið 1986, þegar 25 handboltamenn úr ÍBV sáu um gæsluna. Þá er hljóð- og ljósakerfi orðið mun umfangs- meira og miklu flottara en var, - það kostar líka sitt eða um 12 milljónir króna á síðustu Þjóðhátíð. Þá kostaði miðinn 2000 krónur Þessi „stóra“ Þjóðhátíð árið 1986, væri undir meðallagi stór í dag, en þjóðhátíðir eru orðnar talsvert fjölmennari með tilkomu Land- eyjahafnar. Þjóðhátíðin 1986 myndi ekki hafa gefið ÍBV íþróttafélagi viðlíka hagnað í dag og hún gaf Íþróttafélaginu Þór fyrir 30 árum miðað við núverandi kostnað af þjóðhátíðarhaldi. Árið 1986 kostaði 2000 krónur í Dalinn. Miðað við framreiknaða launavísitölu ætti að kosta 19.700 krónur í Dalinn árið 2016. - Verðið var hinsvegar kr. 15.900 í fyrri forsölunni og kr. 18.900 í seinni forsölunni. – Og verðið í ár er kr. 22.900 ef keypt er við hliðið. Félagsmönnum bauðst hinsvegar í forsölu að kaupa sig í Dalinn fyrir kr. 13.900. - Það má því segja að verðið á þjóðhátíð Vestmannaeyja hafi tæplega haldist í takt við verðbólgu, þrátt fyrir mjög aukinn kostnað við þjóðhátíðarhaldið. Aukinn fjöldi þjóðhátíðargesta bætir það hinsvegar upp. Gleðilega Þjóðhátíð árið 2016. Brennan er einn af ómissandi hlutum þjóðhátíðar. Mynd Sigurgeir Jónasson Stuðmenn mættu í Dalinn með eitt stykki kolkrabba af stærri gerðinni. Mynd Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.